SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 33
14. febrúar 2010 33
selja þá til erlendra sjónvarpsstöðva. „Áhugi á útsend-
ingum frá kvennaleikjum er enn sem komið er minni en frá
karlaleikjunum,“ segir Geir.
Íslensk fyrirtæki hafa stutt duglega við bakið á KSÍ á
undanförnum misserum en Geir upplýsir að ekki sé lengur
á vísan að róa í þeim efnum. „Við höfum verið að vinna í
því að endurnýja okkar samstarfssamninga og það hefur
aldrei verið jafn erfitt. Það er mikið hik á íslenskum fyr-
irtækjum og við finnum að það er kreppa í íslensku við-
skiptalífi. Það er því alveg ljóst að hefðum við ekki þennan
trausta tekjugrunn erlendis yrðum við að draga saman í
rekstri sambandsins.“
KSÍ var með sjö styrktaraðila en á þessum tímapunkti
hefur samstarfssamningur verið endurnýjaður við þrjá,
Icelandair og Coca Cola eru tveir þeirra en Geir segir ekki
tímabært að upplýsa um þann þriðja strax. Sá aðili er þó
fastur í hendi. „Við erum að vinna í því að fjölga styrkt-
araðilum en staðan er augljóslega mun þrengri en áður.“
Geir segir brögð að því að fólk hafi ranghugmyndir um
fjármál KSÍ, stjórnmálamenn hafi jafnvel gert því skóna að
sambandið sé á framfæri hins opinbera. „Vangaveltur af því
tagi eru svo langt frá veruleikanum að segja má að þær séu
galnar. Beint ríkisframlag sem kom til okkar gegnum ÍSÍ á
síðasta ári var 3,6 milljónir króna. Það er ekki hátt hlutfall
þegar heildartekjurnar eru yfir 700 milljónir króna.“
KSÍ flutti í nýjar höfuðstöðvar á Laugardalsvelli árið 2007
og Geir segir fjármögnun vegna þess verkefnis endanlega
hafa lokið á síðasta ári. „Það var mikill léttir að klára það
mál. Gengisþróunin var okkur nefnilega ekki bara hagstæð.
Tekið var 300 milljóna króna framkvæmdalán vegna þessa
verkefnis sem hækkaði um helming. Okkur tókst hins veg-
ar að borga það upp á síðasta ári og erum fyrir vikið ekki
með neinar vaxtaberandi skuldbindingar á sambandinu.
Það hefur ekki gerst í meira en áratug. Mín skoðun er sú að
KSÍ eigi að einbeita sér að knattspyrnurekstri en það var
óhjákvæmilegt að koma inn í þessa uppbyggingu og án er-
lends fjármagns hefði hún aldrei átt sér stað. Eins og öllum
er kunnugt kostaði þetta óæskileg átök fyrir okkur. En nú
er þetta mál úr sögunni og knattspyrnusambandið á sitt
heimili skuldlaust. Það er mikilvægt til lengri tíma litið.“
Laugardalsvöllur hefur fengið ærlega andlitslyftingu á
umliðnum árum og tekur nú tíu þúsund áhorfendur í sæti.
Geir segir sambandið dreyma um að loka vellinum til end-
anna, losna við hlaupabrautina og fjölga sætum upp í
fimmtán þúsund. „Við gerum okkur hins vegar fulla grein
fyrir því að það er ekki raunhæft eins og sakir standa. Það
verkefni bíður betri tíma.“
Framlög KSÍ til aðildarfélaga sinna hafa aldrei verið
meiri en á árinu 2009. Geir segir dýrmætt að geta stutt við
grasrótina enda sé víða hart í ári. „Það hefur aldrei verið
markmið að þenja sambandið sjálft út, þvert á móti höfum
við sett í forgang að styðja við aðildarfélögin, meðal ann-
ars með því að taka á okkur aukinn kostnað vegna móta-
halds hér heima. Á síðasta ári tók KSÍ til dæmis endanlega
yfir allan kostnað við dómgæslu í meistaraflokki, sú við-
bót ein og sér var þrjátíu milljónir króna. Fyrir utan bein
framlög frá KSÍ runnu um 250 milljónir króna beint til fé-
laganna í fyrra vegna skuldbindinga Sportfive og Knatt-
spyrnusambands Evrópu.“
Þrátt fyrir góða afkomu segir Geir brýnt að vera á varð-
bergi. Umhverfið sé ótraust, óvissa með gengismál og erf-
iðleikar hjá íslenskum fyrirtækjum. „Það eru blikur á lofti
og við verðum að halda vel á spöðunum.“
Ævintýrið um kvennalandsliðið
Flaggskip KSÍ eru A-landslið karla og kvenna. Ólíkt hafa
þau hafst að undanfarin misseri. „Það er alveg rétt,“ segir
Geir. „Kvennalandsliðið hefur verið skrautfjöðrin í nokk-
urn tíma. Það er frábært hvað tekist hefur að byggja
kvennaknattspyrnuna upp á tiltölulega fáum árum. Að-
ildarfélögin eiga þar mikið hrós skilið. Frábært starf á
þeim vettvangi hefur skilað sér inn í landsliðin. Það var
ekki bara A-landsliðið sem var í úrslitakeppni á Evr-
ópumóti á síðasta ári heldur líka liðið skipað leikmönnum
19 ára og yngri. Gengi A-landsliðsins hefur verið mikið
ævintýri og aukið vinsældir knattspyrnunnar um land
allt.“
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ákveðið var á
stjórnarfundi KSÍ 1987 að við gætum ekki sent A-landslið
kvenna til keppni á stórmót vegna bágrar fjárhagsstöðu
sambandsins. „Þetta myndi ekki nokkrum manni detta í
hug í dag,“ segir Geir brosandi.
Hann segir vel hafa gengið að fá konur til að þjálfa en
verr að fá þær til að taka að sér dómgæslu. „Það er næsta
verkefni. Í helstu deildum erlendis dæma konur nær ein-
göngu kvennaleiki. Við sáum þetta líka á EM. Annað brýnt
verkefni er að fjölga konum í stjórnunarstöðum í hreyf-
ingunni. Sú tíð er liðin að knattspyrnuhreyfingin sé karla-
veldi.“
A-landslið karla hefur um skeið staðið í skugga
kvennanna og Geir viðurkennir að það hafi valdið von-
brigðum, einkum í síðustu tveimur undankeppnum fyrir
stórmót. „Ég veit ekki hvort það er einhver einhlít skýr-
ing á því. Kjarni málsins er sá að við getum gert betur og
ég er sannfærður um að leikmenn og þjálfari munu gefa
allt sem þeir eiga í forkeppni EM sem hefst síðar á árinu.“
Ákveðið var að endurráða Ólaf Jóhannesson og Geir
segir þá ákvörðun grundvallast á því mati að liðið hafi
sýnt framfarir undir hans stjórn. „Við erum ánægðir með
störf Ólafs. Auðvitað hefðum við viljað sjá fleiri stig en
flestir eru sammála um að leikur liðsins hefur breyst til
batnaðar í hans tíð og skemmtanagildið aukist. Hafandi
sagt það gerir Ólafur sér fulla grein fyrir því að ætlast er til
þess að liðið nái betri árangri. Hann er klár í það starf og
nýtur til þess góðs stuðnings.“
Húsin eru að skila teknískari og betri leikmönnum
Knattspyrnuhús hafa sprottið upp eins og gorkúlur hér á
landi á síðustu árum og erfitt að fela sig lengur bak við að-
stöðuleysi. Geir tekur undir það. „Við höfum velt þessu
mikið fyrir okkur og fengum einmitt Willum Þór Þórsson
til að meta það á ársþinginu hvort húsin hefðu skilað
teknískari og betri leikmönnum. Mín tilfinning er sú að
það sé reyndin. Veðurfar spilar auðvitað inn í þetta líka,
það er ekki vandamál að spila utandyra á gervigrasvöllum
eins og veðrið hefur verið í vetur. Árangur U-21 árs liðs
karla staðfestir að framtíðin er björt. Við eigum marga
unga og efnilega leikmenn.“
Áhyggjur Geirs snúa meira að þeirri staðreynd að heim-
urinn hefur opnast svo gríðarlega á undanförnum árum að
íslenskir sparkendur búa við mun meiri samkeppni en áð-
ur, svo sem frá afrískum, suður-amerískum og austur-
evrópskum leikmönnum, um að komast að hjá bestu fé-
lögum heims. „Eiður Smári Guðjohnsen er eini leikmað-
urinn í dálítið langan tíma sem hefur fest sig í sessi hjá
þessum allra bestu félögum. Hermann Hreiðarsson hefur
einnig átt glæsilegan feril í Englandi. Við þurfum fleiri
menn af þessu tagi, menn sem eru að spila á hæsta stigi í
heiminum. Það verður spennandi að sjá hvort ungu strák-
arnir sem eru að koma upp núna ná að komast yfir þenn-
an þröskuld.“
Formaður KSÍ lítur björtum augum til framtíðar. „Það
er feikilega gott knattspyrnustarf unnið um land allt og
börn og unglingar hafa tækifæri til að spila knattspyrnu
nánast hvar sem er á landinu. En betur má ef duga skal og
það er sorgleg þróun að fjármagn til ferðasjóðs íþrótta hafi
verið skorið niður. Það er fátt sem ríkisvaldið ætti að
styrkja frekar en samskipti íþróttafélaga. Búseta á ekki að
koma í veg fyrir það að fólk geti tekið þátt í íþróttum.“
Kvennalandsliðið hefur gert garðinn frægan á síðustu árum.
Morgunblaðið/Golli
Ísland þarf fleiri leikmenn eins og Eið Smára Guðjohnsen.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ríkissjónvarpið hefur um árabil sýnt beint frá heimaleikjum
íslensku A-landsliðanna, karla og kvenna. Mikill nið-
urskurður hefur átt sér stað hjá stofnuninni að undanförnu
en Geir vonar að hann komi ekki niður á þessum útsend-
ingum.
„Ég hef alltaf litið á það sem réttlætismál að heimaleikir
íslensku landsliðanna séu sýndir í opinni dagskrá í sjón-
varpi. Leikirnir fara fram í Reykjavík og oft er uppselt á völl-
inn. Það er því brýnt að sýna leikina beint í opinni dagskrá til
að allur almenningur geti notið þeirra, óháð búsetu. Ég tel
að Ríkissjónvarpinu bera meiri skylda til að sýna þessa leiki
en að sýna beint frá lokakeppni HM eins og það mun gera í
sumar. Frjálsir aðilar eiga að tryggja þær útsendingar. For-
gangsröðunin má ekki skolast til. KSÍ hefur alltaf litið á Rík-
issjónvarpið sem mikilvægan glugga fyrir íslenska knatt-
spyrnu.“
Ríkissjónvarpið
mikilvægur gluggi
Knattspyrnusamband Íslands komst í fréttirnar á liðnu ári
á kolröngum forsendum þegar upplýst var að starfsmaður
sambandsins hafði sótt heim strípibúllu í útlöndum og tek-
ið var út af greiðslukorti sambandsins.
Geir Þorsteinsson dregur ekki fjöður yfir það að málið
hafi reynst sambandinu afskaplega erfitt. Hann hefur
starfað hjá sambandinu í meira en tvo áratugi, lengst af
sem framkvæmdastjóri, en kveðst aldrei hafa lent í öðru
eins.
Málið var afgreitt hjá KSÍ fyrir fjórum árum og starfsmað-
urinn endurgreiddi að fullu upphæðina sem tekin var út á
kort sambandsins til kortafyrirtækisins. „KSÍ beið engan
fjárhagslegan skaða af þessu máli. Það er algjört lyk-
ilatriði. Við afgreiddum málið hér innanhúss og álitum það
úr sögunni. Menn getur auðvitað greint á um það hvort sú
afgreiðsla var rétt eða röng. Við erum ennþá að vinna okk-
ur út úr þessu erfiða máli og þurfum að læra af því. Það er
mikilvægt að KSÍ starfi í sátt og samlyndi við samfélagið
og ofbjóði fólki ekki á neinn hátt.“
– Fannst þér umræðan ósanngjörn?
„Umræðan fór langt og hún var miskunnarlaus gagnvart
manni sem hafði tekið út sína refsingu. Ég geri mér hins
vegar fulla grein fyrir því að KSÍ er stór og áberandi samtök
í samfélaginu og má fyrir vikið búast við svona umfjöllun.
Fólk má samt gæta sín á því að alhæfa ekki út frá mistök-
um af þessu tagi, innan knattspyrnuhreyfingarinnar starfar
upp til hópa duglegt og gott fólk sem á ekki skilið að verða
fyrir óþægindum af þessum sökum.“
– Er ímynd sambandsins löskuð?
„Þetta var ekki gott fyrir ímyndina og hugsanlega má
segja að hún sé löskuð. Við erum enn að skoða hvort við
brugðumst rétt við í þessu máli.“
– Eru menn ennþá að hnýta í ykkur?
„Já, blessaður vertu. Formaðurinn hefur ekki farið var-
hluta af því. Það er sama hvar ég kem í dag, það er alls-
staðar vitnað til málsins á gamansaman hátt. Það er hins
vegar engin illska í þessu. Innst inni veit fólk fyrir hvað
knattspyrnusambandið stendur og að þar er unnið gott og
heilbrigt starf.“
Strípibúllumálið
afskaplega erfitt