SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 38
38 14. febrúar 2010 Erfitt var að keyra hjólastólana á svæðinu við Jökulsárlón. F riðrik Ásmundsson Brekkan hef- ur starfað sem sjálfstæður far- arstjóri hér heima og erlendis ár- um saman. Hann hefur farið tugi ferða með útlendinga um Ísland en ferðin í fyrrasumar stendur upp úr að hans sögn vegna þess hve ferðalangarnir voru þakk- látir og hve gríðarleg ánægja þeirra var með land og þjóð. Þrátt fyrir það segir hann aðgengi fyrir fatlaða víða mjög ábótavant en einfalt sé að bæta úr. Mjög oft þurfi ekki mikla peninga heldur hug- myndaflug – og að drífa í hlutunum! Upplifðu landið eins og aðrir Friðrik segir að áhersla hafi verið lögð á að sýna hinum erlendu gestum mikla um- hyggju og hann og aðrir sem að málinu komu voru staðráðnir í því frá upphafi að þrátt fyrir að fólkið væri bundið við hjóla- stól skyldi það fá tækifæri til þess að upp- lifa landið með nákvæmlega sama hætti og þeir sem stundum eru kallaðir „venjulegir ferðamenn“ eins og Friðrik orðar það. Fararstjórinn hefur áður farið með hóp fatlaðra um Ísland en ekki svona marga í einu og kveðst hafa verið nokkuð áhyggjufullur áður en lagt var í hann, enda vinnan miklu meiri en venjulega. En allir hafi lagst á eitt við að gera dvöl hinna er- lendu gesta sem ánægjulegasta. Aðstoð- armenn sem voru með hverjum ferða- manni hafi staðið sig frábærlega, einnig sérstakur hópstjóri og bílstjórinn frá Hóp- bílum sem er sérhæfður í því að aka fötl- uðum. Handtökin eru fleiri en venjulega þegar lyfta þarf fólki í sjö hjólastólum upp í bíl að morgni og nokkrum sinnum niður og upp í aftur yfir daginn. Friðriki taldist til að þetta væri samtals 91 skipti á hefð- bundnum degi; 637 skipti yfir vikuna sem ferðin stóð. Enginn hefði þó vílað þetta fyrir sér. Fyrir þremur áratugum var sérstakt ár fatlaðra, þá var víða tekið til hendinni en síðan þá segir Friðrik allt of lítið hafa breyst og víða sé pottur brotinn. Hann segir til dæmis grátlegt að horfa upp á að- stæður sums staðar við helstu „perlur“ Ís- lands. Flest stór hótel eru með að minnsta kosti tvö eða þrjú góð herbergi, þar sem góð aðstaða er fyrir fólk í hjólastólum, segir hann, en víða annars staðar skorti töluvert á. Honum verður þó frekar tíð- rætt um mun einfaldari hluti en þessa; sáraeinfalda þætti, og kennir athug- unarleysi um að ekki hafi verið bætt úr. Aðstaða innandyra sé jafnvel mjög góð fyrir fólk í hjólastólum en erfitt sé að komast af bílastæði og inn í hótelið. „Stundum kom maður að gistiheimili úti á landi sem var mjög vel útbúið fyrir fatlaða en frá bílastæði að húsinu voru jafnvel 20 metrar þar sem fara þurfti með hjólastól- ana yfir möl. Þar hefði dugað að leggja nokkrar gangstéttarhellur sem maður sá jafnvel liggja ónotaðar annars staðar í bænum. Það þarf ekki alltaf aukafjárveit- ingu eða nefnd heldur bara að hafa augun opin og nýta það sem til er. Þeir liggja víða, fjársjóðirnir.“ Fossarnir „Hápunktur ferðarinnar hjá þessu fólki frá Ísrael var að sjá fossana; það var stundum erfitt að slíta það frá þeim því fólkinu fannst svo mikið til koma að sjá allt þetta ferska, fína vatn. Þetta fólk, sem kemur frá landi þar sem liggur við að stríð sé um vatnið, naut þessa virkilega og var í raun gáttað. Þau sáu hve stórkostlegt landið er, en við metum það ekki alltaf sjálf.“ Túristar sem koma til Íslands leita að einlægni og einfaldleika, segir hann. Margir telji Ísland sérstakt. „Fólkið vill ekki trúa því að við séum að verða eins og allir hinir.“ Hópurinn skoðaði m.a. Jökulsárlón, Þarf ekki nefnd, bara að drífa í hlutunum Friðrik Ásmundsson Brekkan fór í ferðalag um Ísland í fyrrasumar með nokkrum fötluðum Ísraelsmönnum sem allir voru í hjólastól. Hann segir að víða sé hægt að bæta mjög aðgengi fyrir fatlaða með sáralitlum tilkostnaði. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Við Geysi, perlu sem Friðriki þykir þurfa að hugsa betur um.Við Gullfoss þar sem aðstæður eru oft slæmar, að sögn Friðriks. Ísraelsku ferðamennirnir ásamt aðstoðarmönnum sínum við Skógarfoss í fyrrasumar. Þeim fannst fossarnir hér á landi yndislegir. Möl eins og þessa má nánast kalla ófæru fyrir fólk í hjóla Ferðalög

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.