SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 41
14. febrúar 2010 41
Fjórar tegundir af íslenskum þorrabjór eru
fáanlegar í Vínbúðunum að þessu sinni.
Takmarkað magn er framleitt og mjöð-
urinn aðeins seldur á Þorra; frá bóndadegi
til konudags. Um er að ræða Egils þorra-
bjór, Kalda þorrabjór frá Árskógssandi,
Þorrajökul frá Miði í Stykkishólmi og Sutt-
ungasumbl frá Brugghúsinu í Ölvisholti.
Suttungasumbl er, samkvæmt heima-
síðu Brugghússins,undir miklum áhrifum
frá bjórmenningunni í Belgíu. Notað er belg-
ískt ger sem gefur áberandi ávaxta- og krydd-
keim. Síðan er bætt út í bjórinn eftir gerjun blá-
berjum og krækiberjum frá Vestfjörðum til að koma
af stað seinni gerjun. Mjöðurinn
er 7,2% að styrkleika.
Þorrabjór Ölgerðarinnar er að
þriðja hluta gerður úr íslensku
byggi sem er ræktað á bænum Belgsholti í Melasveit. Hann
er 5,6% að styrk og er í stíl við þýskan festivalbjór.
Þorrajökull frá Miði, brugghúsi í Stykkishólmi, er 5,5% að styrk-
leika. Bjór Mjaðar er bruggaður eftir þýskri bjórhefð úr íslensku vatni
og gæðamalti og humlum úr bæverskum sveitum Þýskalands.
Þorra Kaldi er 5% að styrkleika. Bjórinn frá Kalda er allur óger-
ilsneyddur og hvorki sykri né rotvarnarefnum er bætt í hann. Kaldi er
bruggaður eftir aldagamalli tékkneskri hefð en í hann er notað tékk-
neskt bygg og þrjár tegundir af tékkneskum humlum, auk íslenska
vatnsins.
Drykkur vikunnar
Fjórar tegundir sér-
staks bjórs á Þorra
Uppskrift fyrir fjóra. Einföld, fljótleg og góð, segir
Einar Geirsson matreiðslumeistari.
Þorskrétturinn
800 g þorskhnakkar
Salt og pipar
Sítrus-rósmarínblanda („rub“); 2 msk. ferskt
rósmarín, saxað, börkur af einni sítrónu + safi úr
sítrónu, 1 tsk. hvítlauksmauk, 1 bolli olía.
Penslið fiskinn með blöndunni og kryddið með
salti og pipar, steikið síðan á pönnu, og notið af-
gang af blöndunni sem dressingu með fiskinum.
Kartöflu-ragu
2 bökunarkartöflur
1 sæt kartafla
1 paprika
½ rauðlaukur
3-4 hvítlauksgeirar
Olía, salt, pipar, sítrónusafi.
Skerið allt í teninga, veltið upp úr olíu og smá sí-
trónusafa og kryddið með salti og pipar. Steikið í
ofni við 200 gráður í um það bil 20 mínútur.
Salatdressing
1 bolli olía (soja, grapeseed)
¼ bolli sítrónuolía
1/3 bolli Kikkoman soja
1 msk. sesamolía
Blandið öllu saman í skál. Notið síðan dress-
inguna á ykkar eftirlætissalat .
Þorskhnakkar með
sítrus-rósmarín
lauk námi þar.
Nú er hollustan hins vegar í fyrirrúmi,
bæði á veitingastaðnum og heima fyrir.
Soðin ýsa ...
Þegar spurt er með hvaða mat börnin hans
séu ánægðust brosir Einar: „Sennilega
vilja þau helst soðna ýsu með kartöflum
og smjöri. Eða ýsu í raspi. Því meira sem
maður leggur í matargerðina því óánægð-
ari eru þau!“ Bætir svo við að auðvitað sé
ánægjulegt að börnin vilji einfaldan og
hollan mat, og þau borði nánast hvað sem
er.
Staðurinn Einars og Kristjáns er þar sem
áður hét Karolína Restaurant, en þeim
fannst þurfa að vekja sérstaka athygli á
matsölustaðnum því margir tengdu hann
um of kaffihúsinu Karolínu og vissu
hreinlega ekki af þeim á efri hæðinni.
Þeir tóku sig því til, breyttu nafni stað-
arins og áherslum í matargerð. „Það sem
skapar sérstöðu staðarins er hve fjöl-
breyttur matseðillinn er; við erum með
nokkrar fisktegundir og síðan getur við-
skiptavinurinn valið úr mjög mörgum til-
búnum kryddblöndum,“ segir Einar.
Þannig er þetta enska orð, rub (að nudda
eða núa) komið á matseðilinn. Kryddið er
sett á matinn eða nuddað inn í hana og rub
er farið að nota sem heiti yfir hinar ýmsu
kryddblöndur á veitingastöðum víða um
heim.“
Þeir Einar leggja einnig töluverða
áherslu á sushi á veitingastaðnum og hann
segir sífellt fleiri kunna að meta það. Salan
aukist jafnt og þétt, bæði á staðnum og að
fólk panti og sæki.
Starfsmenn Rub 23 búa sjálfir til allar
þær kryddblöndur sem notaðar eru á
staðnum og Einar ræktar sjálfur töluvert
af því sjálfur og notar vitaskuld einnig
heima. „Það munar auðvitað um það að
geta ræktað kryddið sjálfur og það er líka
mjög skemmtilegt. Ég anna mestöllu sem
veitingastaðurinn þarf yfir sumarið.“
Landsliðsmaðurinn fyrrverandi vill
helst bjóða upp á einfaldan, hollan og góð-
an mat sem þægilegt er að elda. Í þeim
anda er uppskriftin að þorskréttinum sem
hann gefur og sjá má hér til hliðar. „Fyrr-
Þorskur með sítrus-rósmarín kryddblöndu. Með fiskinum ber Einar fram salat og kartöfluragu.
verandi“ í þessu tilfelli þýðir vitaskuld
ekki að skórnir séu komnir á hilluna eins
og augljóst er en þeir sem skipa landslið
matreiðslumanna vinna allt í sjálfboða-
vinnu og á þeim vettvangi sem öðrum
kemur maður í manns stað.
Einar var Matreiðslumaður ársins á Ís-
landi árið 2003 en hefur ekki keppt síðan.
„Ég var búinn að lenda í 2. sæti og 3. sæti
og ákvað svo að hætta keppni á toppnum
eftir að ég vann! Ég vil líka einbeita mér að
þessu hér fyrir norðan.“
Einar er gríðarlega ánægður með hrá-
efnið sem hann býður upp á og fær allt
beint frá fiskverkendum. „Það er ekkert
verra en panta fisk á veitingastað og finna
að hann er ekki ferskur.“
og deigið látið lyfta sér enn frekar.
Pensla má bollurnar með bræddu smjöri eða
smjörlíki en er ekki nauðsynlegt. Þær eru bakaðar
við 210°C í 12-15 mín. Setjið þeyttan rjóma (eða
gervirjóma) inn í ásamt öðru sem tilheyrir venju-
legum rjómabollum.
Þetta deig er líka prýðilegt til þess að búa til hefð-
bundnar hveitibrauðsbollur en þá er sykurinn
minnkaður í 1 tsk. en salt aukið í 2 tsk.
Sænskar semlur
Vinur Sunnudagsmoggans sem búið hefur í Sví-
þjóð segir svokallaðar semlur ómissandi um þetta
leyti árs, ekki bara á bolludaginn heldur séu
frændir vorur Svíar duglegir við að borða þessa
bollutegund frá allt frá jólum fram á vor.
Margir borða semlurnar eins og aðrar bollur, en
gamla sænska hefðin er sú að hitaðri mjólk erhellt
yfir bolluna og hún borðið
með stórri skeið.
Uppskriftin
er þessi:
75 g smjör
2½ dl mjólk
25 g ger eða ½ pk þurrger
örlítið salt
½ dl sykur
7½ dl hveiti
1 tsk. kardimommur, grófmalaðar
1 dl egg til að pensla með
Fylling:
300 g hreint marsipan
1 dl mjólk
3 dl rjómi
flórsykur
Smjörið er brætt og mjólkinni bætt saman við,
blandan á að vera um 37°C. Gerið er sett út í og
leyst upp, síðan er salti, sykri, kardimommum og
hveiti bætt saman við. Hnoðið vel saman og látið
deigið lyfta sér á hlýjum stað undir viskastykki
þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Það ætti að
taka um 40 mínútur. Leggið bökunarpappír á ofn-
plötu og raðið bollunum þar á; deigið ætti að duga
í 18 bollur. Látið deigið lyfta sér á ný í 30 mínútur
á hlýjum stað með röku viskastykki yfir.
Penslið bollurnar með pískuðu eggi og
bakið í 10–15 mínútur við 220°C
eða þar til bollurnar eru bak-
aðar í gegn. Látið þær þó
ekki verða dökkar. Skerið
gat á topp bollanna, eftir að
þær hafa kólnað, og holið
aðeins að innan. Hrærið saman
marsípan og mjólk og setjið inn í
bollurnar. Þeytið rjóma og setjið ofan á
marsípanið, setjið lokið á og stráið flórsykri yfir.