SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 44
44 14. febrúar 2010 Bresku tónlistarverðlaunin The Brits verða veitt með látum á þriðjudaginn og fjölmargir tónlistarmenn tilnefndir. Ekki hefur þótt erf- itt að spá því hverjir hljóti helstu verðlaun frekar en á Íslensku tónlistarverðlaununum; alla jafna hafa þeir listarmenn sem best hef- ur gengið fengið klapp á bakið með styttu í kaupbæti. Mestar líkur eru því á því að Flo- rence Welch, söngspíra Florence and the Machine, eigi eftir að hljóta flest verðlaun eins og til að mynda fyrir að vera sá nýliði sem náði bestum árangri, sem tónlist- arkona árins og eins fyrir plötu ársins. Florence Welch fær klapp á bakið Söngkonan knáa Florence Welch sem leiðir Florence and the Machine. Svona leit Rage Against the Machine út um það leyti sem jólalagið kom út. Glíman um „jólalag ársins“ í Bretlandi var óvenjufjörug fyrir síðustu jól og lyktaði henni með því að X Factor-stjarna laut í gras fyrir Rage Against the Machine. RATM-félagar lof- uðu að þakka fyrir sig með ókeypis tón- leikum í Lundúnum og þeir ætla að standa við það: 6. júní næstkomandi leikur Rage Against the Machine í Finsbury Park í norður- hluta Lundúna. Þó margir komist að í Finsbury Park fá þó ekki nema 40.000 miða og eina leiðin til að komast yfir slíkt skilirí er að taka þátt í miða- lotteríi með því að skrá sig á vefsíðunni the- ragefactor.co.uk/. Það er rétt að hafa hrað- ar hendur því skráningu lýkur í kvöld. Rage Against the Machine í London Eins og fram kemur hér til hlið- ar eru menn enn að gefa út nýj- ar og gamlar upptökur með Jimi Hendix þótt fjórir áratugir séu síðan hann lést. Það skýrist vitanlega að mestu af því hví- líkur yfirburðamaður hann var á tónlistarsviðinu (enginn er að gefa út upptökur með Jim Morrison), en líka því hve afkastamikill hann var og leitandi; flest sem hann gerði er þess virði að hlusta á það í það minnsta einu sinni. Mér er það minnisstætt þegar ég heyrði í Hendrix í fyrsta sinn vorið 1972 þegar bróðir minn setti á fóninn plötuna Hend- rix in the West sem var þá nýlega komin út; hún kom út í janúar 1972 hjá Polydor í Bretlandi og stuttu síðar vestanhafs. Á plötunni eru tónleikaupptökur úr ýmsum áttum frá árunum 1969-1970 og misgóðar eins og gengur. Framan af stúderuðum við bræður plötuna fyrir geggjaða útsetningu hans á Eldgömlu Ísafold og frumlega örútgáfu á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, sem báðar voru hljóðritaðar þrem vikum áður en hann lést. Í framhaldi af því kveikti Voodoo Chile í mér og svo Little Wing, sem var það fegursta sem ég hafði heyrt (að frátöldum fjórða þætti níundu sinfóníu Beethovens). Félagar Hendrix á þessum upptökum eru þeir Mitch Mitchell á trommur, Billy Cox á bassa í fimm lögum og Noel Redd- ing á bassa í þremur lögum. Það verður að segjast eins og er að ég kunni aldrei að meta Redding sem bassaleikara og vel má heyra hve miklu betri Cox er. Enginn skyldi þó frýja Mitchell hæfileika, hann var frumlegur og ferskur, tilraunaglaður og traustur og gjarnan talinn með merk- ustu trommuleikurum rokksögunnar þótt fáir muni kannski eftir honum í dag. Að þessu sögðu þá er Hendrix in the West ekkert sérstök skífa og kannski ekki einu sinni klassísk í ljósi þess hve margar plötur eru til með tónleika- upptökum hans sem hljóma betur, en málið er bara það að hann gat með einum skældum hljómi dimmu í dagsljós breytt – geri aðrir betur. arnim@mbl.is Poppklassík Hendrix in the West – Jimi Hendrix Klassík, eða kannski ekki Á sínum tíma kom það ekki svo mikið á óvart að Peter Gabriel skyldi yfirgefa félaga sína í progg- rokksveitinni Genesis, og það þeg- ar sveitin hafði náð hæstu hæðum listrænt séð (en þá var platan The Lamb Lies Down on Broadway nýkomin út, en margir telja hana vera besta verk sveitarinnar). Það kom meira á óvart að Genesis skyldi lifa þá blóðtöku af, og hún lifði ekki bara af heldur varð ein af vinsælustu sveitum heims með trommarann, Phil Collins, í broddi fylkingar af öllum mönnum. Gabriel varð hins vegar að feta eigin braut, en gjáin á milli hans og félaga hans hafði verið ört vaxandi fram að Lamb... sem reyndist síð- an endastöðin. Gabriel hefur ferðast einn síð- an, og hefur sólóferill hans verið nokkuð far- sæll, og á köflum nokkuð litskrúðugur. Með So (1986) varð Gabriel poppstjarna en áhugi hans á heimstónlist, upptökufræðum (hann stofnsetti Real World Studios sem er eitt virt- asta hljóðver heims) og tækninýjungum hafa markað honum einstakan sess. Í gegnum Real World Records hefur Gabriel kynnt Vest- urlandabúa fyrir tónlist úr öllum heims- hornum og hann er prímus mótorinn í WO- MAD (World of Music, Arts and Dance), samtök sem standa fyrir tónlistarhátíðum um heim allan. Scratch My Back er áttunda hljóðversplata Gabriel og kemur hún út eftir helgi, á mánu- dag. Á henni rúllar Gabriel í gegnum tólf lög eftir aðra listamenn, studdur strengjum og píanói. Tæklar hann gullmola eins og „Hero- es“ eftir David Bowie, „Street Spirit (Fade Out)“ eftir Radiohead og „The Boy in the Bubble“ eftir Paul Simon. Einnig varpar hann ljósi á nýrri og óþekktari listamenn eins og Bon Iver, Reginu Spektor og Magnetic Fields. Hugmyndin er síðan að þeir tólf listamenn sem hann tekur fyrir renni sér í gegnum lög Gabriel á plötu sem mun kallast … já bíð- iði …I’ll Scratch Yours. „Ég hafði verið að prufa mig eitthvað áfram með heimasmíðuðum hljóðfærum og kórum,“ segir Gabriel á heimasíðunni sinni. „En svo hitti ég útsetjarann John Metcalfe og hreifst af stíl hans. Við erum báðir hrifnir af tón- skáldum á borð við Steve Reich, Arvo Pärt, Stravinsky o.fl. og því bað ég hann um að halda útsetningunum einföldum, en um leið tilfinningaþrungnum, svo að lögin myndu virkilega skína í gegn.“ Listfeng hermikráka Nýjasta plata hins mikilhæfa Peter Gabriel er óvenjuleg tökulagaplata. Kallast hún Scratch My Back og er fyrri hluti ákveðins konseptverks. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hugsi „Hmmm …nú er ég búinn með þessa plötu. Hvað á ég að gera næst? Kannski jólaplötu?“ Titillinn á þessari nýjustu plötu Peters Gabriels er tiltölulega eðlilegur en raunin hefur sann- arlega ekki verið slík með þær nafngiftir í gegnum tíðina. Fyrstu fjórar plöturnar hans voru án titils, hétu einfaldlega Peter Gabriel, en aðdáendur og poppfræðingar eru sammála um ákveðin heiti til að aðgreina þær (Car, Scratch, Melt og Security, sem var reyndar formlegur titill plötunnar í Bandaríkjunum). Næstu þrjár hétu síðan So, Us og Up. Skrítið að hann hafi ekki sett tveggja stafa orð á þessa líka en það hefur væntanlega ekki passað við heildarhugmyndina. Giftir Gabriel Umslagið á fyrstu sólóplötu Gabriels. Tónlist Fjórir áratugir eru liðnir síðan gítarleikarinn mikli Jimi Hendrix gaf upp öndina. Sífellt eru þó að koma út nýjar og nýjar plötur með upp- tökum hans; sumt sem gefið er út aftur og aftur og annað sem hefði kannski aldrei átt að gefa út. Á næstu vikum kemur út enn ein Hendrix-platan, Valleys of Neptune, og það sem meira er: á henni er músík sem aldrei hefur fengið að hljóma opinberlega; klukku- tími af spunakenndri tónlist, sem Hendrix hljóðritaði með Experience árið 1969. Jimi Hendix sálugi. Reuters Ný breiðskífa með Jimi Hendrix

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.