SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Side 48
48 14. febrúar 2010
E
inu sinni á ári, á degi íslenskrar
tungu, setja landsmenn sig í
stellingar og ákveða að tala nú
íslensku – til tilbreytingar.
Þennan dag er andrúmsloftið í landinu
mjög lævi blandið. Allir eru líkt og á
varðbergi hver gagnvart öðrum, tala
hægar en endranær, velja hvert orð af
varfærni og ef einhverjum verður á að
missa út úr sér hversdagslega málvillu,
slettu eða tökuorð, grípa menn fyrir
munn sér, biðjast afsökunar og reyna að
bæta skaðann.
Stundum tekst fólki að finna eitthvað
annað í staðinn, sem oft getur verið til
bóta, en getur líka verið eitthvað síst
betra, eins og í sögunni um foreldrið,
þegar það leiðrétti barnið sem sagði mér
hlakkar í mig hlakkar, þegar hið rétta
er ég hlakka. Aðrir brosa vandræðalega
og bæta við: „… eins og sagt er á góðri
íslensku“ og gera um leið gæsalappir
með tveimur fingrum út í loftið til að
sýna að þetta sé í rauninni ekki „góð“
íslenska, og láta þær snúa eins og í
ensku, af því þessa hreyfingu hafa menn
lært af sjónvarpi eða í bíó, en ekki af því
að skoða hvernig venja er að setja gæsa-
lappir í íslensku lesmáli.
Á degi íslenskrar tungu 2009 voru
spjallþættir ljósvakans að sjálfsögðu
helgaðir tungumálinu. Fjölmiðlamenn
höfðu fengið málsmetandi fólk í þætti
sína og upp hófst hin hefðbundna um-
ræða um stöðu íslenskunnar, sem virðist
á hverju ári vera í sömu föstu liðum og
árið á undan.
Bæði stjórnandinn og viðmælandi
hans virðast sammála um að tungan
megi muna sinn fífil fegri – en óljóst er
hvenær það var. Ekki bregst að talað er
um ýmis ellimörk tungunnar og feigð-
arboða. Því til sönnunar er farið yfir
helstu atriðin í slangri tölvunotenda,
kötta, peista, seifa og delíta, upplýsa að
unga fólkið sé farið að tileinka sér
enskuskotið hrognamál á bloggi, msn og
sms, og loks er bent á að þjóðin vilji
helst bæði syngja og hlusta á sín eigin
dægurlög á ensku, eins og fram kemur í
evróvisjón-keppninni.
Þegar hér er komið sögu er talið leitt
að örlögum írskunnar eða útdauðum
tungumálum indíána í Ameríku, eins og
gert sé ráð fyrir að íslenska sé á sömu
leið, en bara spurning um hversu langt
hún er komin. Þetta er ekki sagt upp-
hátt en allir skilja hvað við er átt.
Þessi árlega umræða um stöðu ís-
lenskrar tungu er eins og ef menn eru
spurðir: „Hvernig líður ömmu þinni?“
Spyrjandinn veit að gamla konan var
orðin hrörleg í fyrra og til öryggis er
sorgarsvipurinn settur upp ef vera
skyldi að hún væri nú látin. Svo ræða
menn stundarkorn heilsufar ömmu. Sú
gamla hefur verið heilsugóð að eðlisfari
og haldið andlegu og líkamlegu þreki
með æfingum og með því að umgangast
ungt fólk, en efni samtalsins snýst um
kvefpestir, gigtarköst, lærbrot og lækn-
isheimsóknir síðan síðast. Vinirnir
kveðjast að lokum með þá frómu ósk í
brjósti að gömlu konunni megi heilsast
sem best en báðir vita að um síðir mun
gamla konan setja upp tærnar.
Viðmælendur í hinni árlegu umræðu
um stöðu íslenskrar tungu bera ugglaust
hlýjan hug til tungumálsins á sama hátt
og þeir sem gjarnan vilja að amma njóti
lífs og heilsu sem allra lengst. Það hug-
arfar, sem býr að baki þessari hefð-
bundnu umræðu, er afar djúprætt og
tengist sjálfsmynd okkar sem ein-
staklinga, menningarsamfélags og þjóð-
ar. Ef eitthvað ógnar framtíð íslenskrar
tungu þá er það þetta hugarfar, því það
sættir sig við enskt viðmót í tölvunum
og ber feigðina í sér til næstu kynslóðar.
Hvernig líður
ömmu þinni?
’
Ef eitthvað ógnar
framtíð íslenskrar
tungu þá er það þetta
hugarfar, því það sættir sig
við enskt viðmót í tölv-
unum og ber feigðina í sér
til næstu kynslóðar.
Nemendur Menntaskólans á Akureyri minnast Steins Steinars á Degi íslenskrar tungu.
„Þennan dag er andrúmsloftið í landinu mjög lævi blandið,“ segir greinarhöfundur.
Morgunblaðið/Skapti
Tungutak
Baldur Sigurðsson
balsi@hi.is
Þ
etta eru að verða 15 ár hjá okkur.
Hreinn sýndi fyrstur og það kom
eiginlega ekkert annað til greina
en að Hreinn myndi sýna fyrstur
í þessari nýju aðstöðu,“ segir Börkur Arn-
arson, framkvæmdastjóri gallerísins i8.
Þrátt fyrir bankahrun og erfitt efnahags-
ástand hafa eigendur gallerísins opnað á
nýjum stað í Tryggvagötunni, í stærra
húsnæði en þeir hafa haft á Klapparstíg
síðustu árin. Auk góðs sýningarsalar með
mikilli lofthæð er þar góð vinnu- og fund-
araðstaða, og geymslurými fyrir verk.
Sérstaða i8 á galleríasviðinu hér er tals-
verð, hvað það varðar að galleríið vinnur
náið með og fyrir hóp íslenskra og er-
lendra listamanna, kynnir og selur verk
þeirra bæði hér heima og erlendis.
„Við vorum fimm ár í Ingólfsstrætinu
og síðan tæp tíu ár á Klapparstíg. Þörfin
fyrir betra húsnæði var orðin mjög mikil,“
segir Börkur. „Við þurftum betra sýning-
arrými. Þetta er víst gömul sements-
geymsla H.Ben. og er mjög vel byggð; hér
eru fjórir og hálfur metri upp í loft og opn-
anlegar hurðir út á götu. Þetta er mjög
hentugt rými.
Það vantaði líka betra rými fyrir bak-
vinnsluna. Hér starfa fimm manns með
listamönnunum okkar.“
Börkur segir að 70% tekna gallerísins
komi af sölu myndverka erlendis. Gall-
eríið taki þátt í fjórum til sex listkaup-
stefnum erlendis á hverju ári. Á næstu
vikum taki þau til að mynda þátt í kaup-
stefnunni í Stokkhólmi og The Armory
Show í New York.
„Undantekningalaust góð myndlist“
„Við höfum vaxið úr því að vera lítið gall-
erí sem lagði frá upphafi metnað í að sýna
góða myndlist, yfir í að vinna miklu meira
með listamönnunum, eins og galleríi ber
að gera.“
Hann nefnir sem dæmi um vinnuna
með listamönnunum að þessa stundina sé
Egill Sæbjörnsson með sýningu í Frank-
furter Kunstverein. I8 sér um að gera
samninga við safnið, lánar verk á sýn-
inguna, svarar fyrirspurnum frá söfn-
urum, öðrum galleríum og fjölmiðlum; úr
öllu þessu þarf að vinna með listamann-
inum. Þá segir Börkur að eftir sýningu
Ragnars Kjartanssonar á Feneyjatvíær-
ingnum berist galleríinu daglega fyr-
irspurnir, þar sem óskað er eftir verkum á
sýningar, „performönsum“ eða viðtölum.
„Það er mjög mikill áhugi á list Ragnars,“
segir hann. „Öll okkar vinna snýst um
listamennina sem við vinnum fyrir.
Galleríið er síðan dæmt fyrir það sem
við sýnum. Þegar ég sæki um þátttöku í
listkaupstefnum þarf ég að segja frá því
hvað við höfum sýnt síðustu ár og hvað á
að sýna á næstunni. Ef sýningarnar væru
ekki vandaðar þá værum við ekki með.“
Hann segir að listamenn gallerísins sýni
helst ekki sjaldnar en á þriggja ára fresti í
galleríinu, en þar eru einnig sýningar ann-
arra listamanna.
Öll vinnan
snýst um
listamennina
Gallerí i8 tók á föstudagskvöldið í notkun ný
húsakynni á Tryggvagötu 16, en þá var opnuð
þar sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar. Á
árinu eru 15 ár síðan galleríið hóf rekstur í Ing-
ólfsstræti, með sýningu á verkum Hreins.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Lesbók
E
inar Garibaldi Eiríksson opnar nú
um helgina sýninguna Grand To-
ur í Gallerí Ágúst að Baldursgötu
12. Á sýningunni eru fundin mál-
verk sem Einar hefur safnað á götum sögu-
frægra borga Ítalíu á undanförnum árum.
Einar starfar í Reykjavík en hann stundaði
bæði myndlistarnám við Myndlista- og
handíðaskólann og í Mílanó, en þaðan út-
skrifaðist hann árið 1991. Hann hefir haldið
fjölda einkasýninga og var prófessor við
LHÍ á árunum 2000 til 2008.
„Þessi málverkasýning er í raun nátengd
sýningu sem ég setti upp í Nýlistasafninu
fyrir um tíu árum og nefndist Landslag,“
segir Einar þegar hann er spurður út í sýn-
inguna. „Þar sýndi ég fundnu málverkin
mín í fyrsta sinn, umferðarskiltið „Áhuga-
verður staður“, sem ég setti í ákveðna
samræðu við listasöguna með vísunum í ís-
lenska málaralist. Þessi sýning byggist á
svipuðum grunni, ég er búinn að fara minn
„Grand Tour“ um Ítalíu og safna þar saman
fundnum málverkum, einu úr hverri borg
sem ég hef komið til.“
Hóf ferðalagið fyrir áratug
Með sýningunni vísar Einar til ferða norð-
ur-evrópskra mennta- og listamanna fyrri
alda, er héldu suður til Ítalíu þar sem þeir
máluðu, skrifuðu og upplifðu klassíska list
fornaldar. Ferðir þessar nutu einkum vin-
sælda á 18. öldinni en þær stóðu iðulega yfir
mánuðum saman.
„Þessar ferðir voru oft lokahnykkurinn í
listmenntun fyrri alda og menningarsagan
er auðug af listaverkum og skáldskap er
upphefur sögu og fegurð Ítalíu. Ég hóf mitt
ferðalag fyrir um áratug, í kjölfarið á þess-
um stóru málurum sem máluðu sólarlagið
Fundin málverk