SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 50

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 50
50 14. febrúar 2010 A ðalsteinn Ingólfsson er sýningarstjóri Blæ- brigða vatnsins. Hann hefur safnað saman myndarlegu úrtaki af vatnslitalist fyrri tíma og samtímans og fjallar einnig ítarlega um vatnlitamiðilinn á Íslandi í bók sem kemur út samhliða sýningunni. Eftirfarandi kaflar eru úr bókinni, en þar fjallar Aðalsteinn annars vegar um nálgun ýmissa lista- manna við vatnslitina og síðan um vatnslitina í sam- tímalistinni hér á landi. Kjörmiðill hins einkalega „Það gefur auga leið að á Íslandi, þar sem engin vatns- litahefð var fyrir hendi við upphaf nútímalegrar mynd- listar, og þá á ég við tvo síðustu áratugi 19 aldar, var tæp- lega hægt að búast við örum vexti og viðgangi greinarinnar. Sú saga sem hér er sögð í máli og myndum er enda slitrótt, án rökréttrar framvindu, á stundum í takt við annað sem var að gerast í myndlist landsmanna, en oftar á skjön við það, einkalegar tilraunir misjafnlega hæfileikaríkra einstaklinga. Vissulega má rekast á stöku vatnslitamyndir í háum gæðaflokki eftir þessa ein- staklinga, en hér er hins vegar kappkostað að draga sam- an verk eftir þá listamenn sem líta á vatnsliti sem mik- ilvægan hluta listsköpunar sinnar fremur en aukagetu. Þó er stigsmunur á þessu „mikilvægi“ eftir því hvaða listamaður á í hlut. Óhætt er að segja að fyrir Ásgrím Jónsson, Guðmund Einarsson frá Miðdal, Svavar Guðna- son, Skarphéðin Haraldsson og Torfa Jónsson voru (og eru) vatnslitir í aðalhlutverki, eða að minnsta kosti afar mikilvægu aukahlutverki. Í myndlist þeirra Eiríks Smith og Hafsteins Austmann ríkir jafnræði milli olíumálverka hans og vatnslitamynda. Fyrir Gunnlaug Scheving, einn afkastamesta og listfengasta vatnslitamálara okkar, voru vatnslitirnir fyrst og fremst hugsaðir sem formyndir ol- íumálverka af ýmsum stærðum og gerðum. Vatns- litamyndir Kjarvals eru tiltölulega fáar, miðað við heild- arafköst hans, og virðast stundum eins og viðaukar við olíumálverkin, fremur en formyndir þeirra. Í mörgum vatnslitamyndum Þorvalds Skúlasonar og Nínu Tryggva- dóttur erum við stödd í eins konar tilraunastofu þar sem fara fram stöðugar prófanir á formum, litrófi og hrynj- andi, án fyrirheits um endanlegar niðurstöður. Síðan eru þeir sem tjá sig nánast einvörðungu með vatnslitum, og vinna verk sín á stærri pappírsarkir en sést hafa til þessa, sjá verk Hlífar Ásgrímsdóttur og Ingileifar Thorlacius. Í verkum nokkurra yngri listamanna á borð við Ólaf Svein Gíslason, Guðjón B. Ketilsson, Guðnýju Rósu Ingimars- dóttur og Valgerði Guðlaugsdóttur eru vatnslitir loks notaðir sem sjálfstæður hluti af stærra rannsóknarferli í tvívídd eða þrívídd …“ Vatnslitir í nútíð „Nú er vatnslitavettvangurinn á Íslandi fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Og óhætt að segja að þar fái þúsund blóm að blómstra óáreitt. Þótt skreyti komi fyrir í verk- um jafn ólíkra listamanna og Daða Guðbjörnssonar og Kristínar Þorkelsdóttur, nota margir vatnslitamálarar á fígúratífa kantinum myndir sínar til að brjóta til mergjar mannlega breytni ýkjulaust – en þó með ljóðrænum for- merkjum. Þetta á við um hugsýnir Helga Þorgils, tilvist- arpælingar Jóns Axels, rannsóknir Birgis Snæbjörns Birgissonar á „staðalímyndum“ (stereótýpum) og ágengar sálfræði- og mannlífsstúdíur Ingileifar Thorla- cius. Aðrir listamenn á hlutlægum nótum nota miðilinn til að gaumgæfa náttúru sjálfrar skynjunarinnar, sjá myndir Sigurðar Árna Sigurðssonar og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar. Óvæntustu innlegg til hlutbundinnar vatnslitakúnstar koma samt frá þeim listamönnum sem hafa lifibrauð sitt af einhverju öðru; ég nefni óhugn- anlega fagrar smámyndir Guðjóns B. Ketilssonar mynd- höggvara af húðmeinum og vatnsstúdíur hins sífrjóa vef- listamanns, Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá, þar sem renna saman (í bókstaflegum skilningi) tilbrigði um íslensk vötn, hugmyndin um tímann og náttúrulegt sí- Vatns- litir á Íslandi Á sýningunni Blæbrigði vatns- ins, sem opnuð var á Kjarvals- stöðum á föstudagskvöldið, eru 140 vatnslitaverk eftir 60 lista- menn. Sýningin spannar um 130 ára sögu vatnslitamynda á Íslandi, allt frá vatnslitamynd- um Sölva Helgasonar (1820- 1895) til mynda samtímalista- manna frá síðasta ári.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.