SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Síða 52

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Síða 52
52 14. febrúar 2010 Þ að var stappað á Bessastöðum á miðvikudaginn, rjóminn af ís- lenskri mennningarelítu mættur utan nokkrir mætir Samfylking- armenn sem lágu heima með Iceave-pest og gáu ekki hugsað sér að mæta. Sem þriðjungur í fyrstu dómnefnd Ís- lensku bókmenntaverðlaunna vissi ég að tilnefningapakkinn var góður í fagurbók- menntunum; fjögur af fimm höfðu verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna áður, Böðvar Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Steinunn Sigurðardóttir og Vilborg Davíðsdóttir, og þrjú þeirra þegar unnið, Böðvar, Gyrðir og Steinunn; úrval úrvalsins hafði því verið lagt fram. Fyrst fengum við stutta tölu, þá söng og svo aðra stutta tölu og þá kom loks að kynningu verðlaunanna. Ólafur Ragnar fór rólega af stað, byrjaði á verðlaunum vegna fræðibóka og bóka al- menns eðlis, rölti úr einu í annað og byggði upp spennu áður en hann tilkynnti að Helgi Björnsson hefði hlotið Ís- lensku bók- mennta- verðlaunin fyrir bókina Jöklar á Íslandi. Því var vel fagnað enda kom fátt annað til greina, nema þá kannski Árni Heimir Ingólfsson fyrir ævisögu Jóns Leifs. Eftir að Helgi hafði tekið við blómum og styttu og skjali og klappi var komið að fag- urbókmenntunum og þá var heldur meiri spenna: Yrðu það Steinunn eða Böðvar eða Gyrðir – stóru kanónurnar? Eflaust grun- aði einhverja hvað væri í vændum því ekkert þeirra þriggja var á staðnum („ég vissi það að Guðmundur fengi verðlaunin þegar ég sá að hann var með ömmu sína með sér,“ sagði Andri Snær við mig í hanastélinu á eftir, „sá sem er með ömmu sína með sér vinnur alltaf“). Forsetinn fór fínt í þetta líkt og með Helga, leiddi okkur fram og aftur með al- mennu spjalli og fléttaði saman við vís- bendingum sem voru svo hæfilega loðnar að hefðu nánast getað átt við hvern sem er. Það kom mönnum líka á óvart þegar hann loks sagði hver hefði fengið verðlaunin, Guðmundur Óskarsson fyrir Bankster, og það var þögn í salnum í smá tíma áður en menn fóru að klappa. Óvænt og skemmtilegt og umdeilt, allt í senn, og ekki spillti ræða lárviðarskáldsins nýja; í hvert sinn sem maður hélt að hann væri kominn í ógöngur – búinn að tapa þræðinum – tók hann óvænta beygju og allt gekk upp. Átti hann skilið að fá verðlaunin? Ójá. Óvæntar óvæntar beygjur Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Þegar hann loks sagði hver hefði fengið verðlaunin var þögn í salnum í smá tíma áð- ur en menn fóru að klappa Í júlímánuði 1942 handtók franska lögreglan hina 39 ára gömlu skáld- konu Irene Nemirovsky samkvæmt fyrirmælum frá þýska hernámslið- inu en sök hennar var sú að vera gyð- ingur. Nemirovsky kvaddi tvær ungar dætur sínar, Denise sem var tíu ára og El- ísabetu fimm ára, með orðunum: „Ég er að fara í ferðalag.“ Mánuði síðar dó Nem- irovsky í gasklefanum í Auschwitz. Stuttu síðar var eiginmaður hennar send- ur til Auschwitz þar sem hans biðu sömu örlög. Lögreglan leitaði dætra hjónanna en barnfóstran lagði á flótta með þær og fór með þær frá einum stað til annars, þar sem þær voru í felum til stríðsloka. Eldri dóttirin, Denise, tók með sér á flóttanum pappíra móður sinnar og geymdi í ferða- tösku sem hún skildi aldrei við sig. Den- ise leit svo á að pappírarnir væru minning um móðirina sem hún yrði að varðveita og rogaðist því með töskuna milli fjöl- margra bæja og borga. Ef ekki hefði kom- ið til þessi staðfasta þrjóska eldri dótt- urinnar hefðu þessir pappírar glatast og staða Nemirovsky í bókmenntasögu 20. aldar væri allt önnur og miklum mun lakari en hún er í dag. Gleymska og endurreisn Nemirovsky var rússnesk en flutti ung að árum með foreldrum sínum til Frakk- lands. Hún var átján ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa og varð þekkt skáldkona í Frakklandi á sinni tíð. Tvö skáldverk hennar, David Golder og Le Bal urðu að kvikmyndum. Eftir dauða hennar gleymdust verk hennar að mestu. Denise, dóttir hennar, geymdi pappíra móður sinnar í sextíu ár án þess að lesa nokkurn tímann nákvæmlega það sem þar stóð. Hún stóð í þeirri trú að þetta væru dagbókarfærslur og vildi ekki leggja á sig þá þjáningu að lesa hugsanir látinnar móður sinnar. Það var ekki fyrr en hún og systir hennar ákváðu að koma papp- írunum fyrir á frönsku skjalasafni sem Denise komst að því að það sem hún hafði talið vera dagbókarfærslur var skáldverk. Verkið Suite Francaise kom út í Frakk- landi árið 2004 og vakti gríðarlega at- hygli. Háværar raddir kröfðust þess að hin látna Nemirovsky hlyti virtustu bók- menntaverðlaun Frakka, Prix Goncourt. Suite Francaise varð metsölubók sem hefur verið þýdd á 38 tungumál og selst í tæpum þremur milljónum eintaka. Gagnrýnendur voru flestir sammála um að fundur handritsins og útgáfa þess væri einn af bókmenntaviðburðum 20. aldar. Nú er nafn Nemirovsky iðulega nefnt í handbókum, fræðibókum og uppflettirit- um um merkustu rithöfunda 20. aldar. Stöðugar endurútgáfur Bækur Nemirovsky eru nú gefnar út víða um heim við einlæga aðdáun bók- menntamanna. Nýlega kom út í enskri þýðingu skáldsagan The Dogs and the Wolves, sem gerist í Úkraínu og París, og hlaut jafn hlýjar móttökur og önnur verk hennar. Og þá var enn einu sinni rifjuð upp hin fræga saga um ferðatöskuna sem hin trygga dóttir geymdi í minningu lát- innar móður sinnar. Skáldsagan Suite Francaise er það verk Nemirovsky sem fyrst og fremst heldur nafni hennar á lofti, og hefur verið kallað meistaraverk. Önnur skáldverk hennar bera vissulega vitni um hina miklu hæfi- leika hennar, stílfærni, ríkan mannskiln- ing og sálfræðilegt innsæi. En Suite Fran- caise er þroskaðasta og merkilegasta verk hennar, en þar setur hún samtíma- viðburði í skáldskaparform stuttu eftir að þeir gerðust. Nemirovsky hafði ætlað að skrifa bók í fimm bindum en lauk ein- ungis við tvö bindi áður en hún var hand- tekin. Í fyrsta bindinu rekur hún sögu nokkurra fjölskyldna sem flýja París eftir að nasistar hernema borgina. Hún lýsir hinum ólíku stéttum í frönsku samfélagi og hvernig hver stétt um sig reynir á fá- ránlegan hátt að halda í eigin siði í sam- félagi sem er í upplausn. Í seinna bindinu lýsir hún lífinu í litlu þorpi þar sem hluti bæjarbúa hefur samvinnu við þýska her- námsliðið og hættulegar ástir kvikna. Nemirovsky hugðist skrifa framhaldið eftir því hvernig stríðið myndi þróast. Í janúarmánuði 2006 sagði Denise, dóttir hennar, í viðtali við BBC um hina miklu og skyndilegu heimsfrægð móður sinnar eftir dauðann: „Það er einstök til- finning að hafa kallað móður mína til lífs- ins. Nú er ljóst að nasistum tókst ekki að myrða hana. Það sem hefur gerst er ekki hefnd, heldur sigur.“ Franski rithöfundurinn Irene Nemirovsky er orðin stórt nafn í bókmenntasögunni, áratugum eftir að hún lést. Ljósmynd/Roger Viollet Ævintýraleg endurreisn Skáldverk Irene Nem- irovsky eru nú endur- útgefin víða um heim. Skáldkonan lést í gas- klefanum í Auschwitz árið 1942 en sextíu ár- um síðar öðlaðist hún heimsfrægð. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Bækur

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.