SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Side 53
14. febrúar 2010 53
Skammt er liðið síðan bandaríski rithöfund-
urinn J.D. Salinger lést, en þegar eru farin að
birtast bréf sem veita forvitnilegar upplýs-
ingar um þennan merka höfund sem lokaði
sig af frá umheiminum í nær hálfa öld.
Á dögunum var greint frá því að Salinger
hefði á sínum tíma sent bekk í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð bréf, þar sem hann
meðal annars bað nemendur að njóta þess að
búa í þessu fámenna landi.
Í The New York Times var í vikunni fjallað
um 11 sendibréf sem Salinger sendi félaga
sínum, auglýsingateiknaranum E. Michael
Mitchell, á árunum 1951 til 1993.
Í bréfunum, sem eru í senn sögð snörp og
fyndin, birtist sýn inn í líf höfundarins og
hugsanir og er sagt að þau komi lesendum
verulega á óvart. Blaðamaður segir að í því
ljósi að fleiri bréf muni eflaust skjóta upp
kollinum, kunni sýn umheimsins á einfar-
ann og skrif hans að taka talsverðum breyt-
ingum.
Í bréfunum birtist til að mynda nákvæm-
asta lýsingin sem hingað til hefur sést á
vinnu Salingers á árunum eftir 1965, en þá
birtist efni eftir hann í síðasta skipti á prenti.
Meira að segja á níunda áratugnum lýsir
hann vinnulagi sem virðist afar reglufast;
hann byrjar að skrifa klukkan sex á morgn-
ana, aldrei seinna en klukkan sjö, og gerir
enga undantekningu á því nema hrein
nauðsyn krefji. Þessi lýsing hans sjálfs kann
að styrkja vonir þeirra sem hafa búist við því
að áður óbirt efni Salingers kunni senn að
koma í leitirnar.
Bréfin sýna vel hvernig Salinger naut at-
hyglinnar í upphafi, eftir að hann sló í gegn
með skáldsögunni Bjargvættinum í grasinu.
Hann borðaði með Laurence Olivier og Vi-
vien Leigh, og tók virkan þátt í samkvæm-
islífinu. Með árunum fækkaði ferðum Sal-
ingers frá New Hampshire til New
York-borgar, þótt hann hafi farið þangað af
og til að hitta vini og gramsa í bókabúðum.
Hann naut þess þó enn að taka neðanjarð-
arlestina þar, kominn á sjötugsaldur.Salinger virðist ekki sáttur við ljósmyndarann.
Upplýsingar um líf J.D. Salingers opinberaðar
Bréf tekin að birtast
Eymundsson
1. Just Take My Heart - Mary
Higgins Clark
2. Twenties Girl - Sophie
Kinsella
3. The Treasure - Iris
Johansen
4. The Girl Who Kicked the
Hornet’s Nest - Stieg Lars-
son
5. The Lovers - John Connolly
6. Breaking Dawn -Stephenie
Meyer
7. Roadside Crosses - Jeffery
Deaver
8. Run For Your Life - James
Patterson
9. The Girl Who Played With
Fire - Stieg Larsson
10. The Silent Man - Alex
Berenson
New York Times
1. The Help - Kathryn Stockett
2. The Lost Symbol - Dan
Brown
3. Kisser - Stuart Woods
4. Blood Ties - Kay Hooper
5. The First Rule - Robert
Crais
6. The Swan Thieves -
Elizabeth Kostova
7. I, Alex Cross - James
Patterson
8. The Last Song - Nicholas
Sparks
9. The Girl Who Played With
Fire - Stieg Larsson
10. Roses - Leila Meacham
Waterstone’s
1. The Lost Symbol-Dan
Brown
2. The Girl with the Dragon
Tattoo - Stieg Larsson
3. Eclipse - Stephenie Meyer
4. Twilight - Stephenie Meyer
5. New Moon - Stephenie
Meyer
6. Breaking Dawn - Stephenie
Meyer
7. True Blood Boxed Set -
Charlaine Harris
8. The Girl Who Played with
Fire - Stieg Larsson
9. Jamie’s America - Jamie
Oliver
10. Driven to Distraction -
Jeremy Clarkson
Bóksölulisti
Ég er einlægur aðdáandi rithöfundarins
Braga Ólafssonar. Ég uppgötvaði hann tólf
ára gömul þegar við áttum að velja okkur
ljóð til að flytja í skólanum. Ég fór með ljóðið
Á síðsumarsdögum, en kennarinn gerði at-
hugsemdir við efnisvalið þar sem honum
þótti ljóðið fullkvikindislegt. Mér fannst það
stórkostlegt.
Síðan þá hef ég lesið nánast öll hans verk.
Og séð Belgíska Kongó (hann Bragi er einnig
frábært leikskáld). Þrjár bækur hans eru í
sérstöku uppáhaldi hjá mér, Hvíldardagar,
Gæludýrin og Samkvæmisleikir. Í tveimur
fyrrnefndu færir hann andhetjuna upp á
nýtt plan en efnistökin í Samkvæm-
isleikjum eru dekkri og alvarlegri og fjallar
hann um ógeðfelldar hliðar mannverunnar
og ofbeldi. Þó tekst honum í þeim öllum að
skapa ævintýralegar aðstæður úr hversdags-
legustu atvikum og flétta inn ófyrirsjáanlega
atburðarás.
Um hver jól bíð ég spennt eftir því hvort
Bragi sé með í bókaflóðinu því þá get ég ver-
ið viss um að fá bók eftir hann í jólagjöf. Síð-
asta bókin sem ég eignaðist var Sendiherr-
ann. Það var jólin 2006. Ég ákvað að spara
mér hana og byrjaði á hinum bókunum sem
ég fékk þá. Það er skömm að segja frá því að
ég hef ómeðvitað og meðvitað sparað mér
hana síðan. Hún bíður eftir mér í bókahill-
unni og gónir á mig löngunaraugum þegar
ég set upp gleraugun. Ég hef hins vegar
ákveðið að núna er rétti tíminn til að láta
lesturinn eftir mér, enda fer að líða að því að
Bragi gefi út nýja skáldsögu. Þá er mér ekki
stætt á því hefja lesturinn á henni fyrr en ég
hef klárað Sendiherrann. Ég á eflaust eftir
að rífa hana í mig á örskotsstundu og láta
mér seinaganginn að kenningu verða. Hver
vill nefnilega enda eins og framtakslausa
andhetjan í Hvíldardögum sem frestar öllu
þar til tilveran hrynur í kringum hana?
Lesarinn Líf Magneudóttir vefstjóri
Einlægur aðdáandi
Braga Ólafssonar
Braga Ólafssyni tekst að skapa ævintýralegar aðstæður úr hversdagslegustu atvik-
um og flétta inn ófyrirsjáanlega atburðarás, segir Líf Magneudóttir.
Morgunblaðið/Eyþór
Með vorinu munu lesendur geta hlaðið yfir
65.000 bókum úr safni The British Library í Lond-
on inn á stafrænar bækur sínar. Lesendur hafa
áður getað nálgast rafrænar bækur víða, til að
mynda á vefnum gutenberg.org, þar sem eru yfir
30.000 titlar. En með samningi Microsoft og The
British Library munu eigendur Amazon Kindle-
rafbóka geta nálgast mun fleiri bókmenntaverk en
hafa staðið til boða til þessa.
The Times greinir frá því að nú geti lesendur
náð sér í innskönnuð eintök af frumútgáfum höf-
unda á borð við Jane Austen, Charles Dickens og
Thomas Hardy, auk verka þúsunda annarra höf-
unda. Bækurnar munu kosta 15 til 20 pund, á
meðan innbundnar frumútgáfur þessara frægustu
höfunda kosta hundruð punda.
„Að frelsa sögulegar bækur úr hillunum á þenn-
an hátt er sannkölluð bylting hvað varðar aðgengi að fjársjóðum bókasafnanna,“
segir Lynne Brindley, yfirmaður á The British Library.
Samkvæmt breskum lögum kaupir The British Library að minnsta kosti eitt ein-
tak af öllum bókum sem koma út í Bretlandi. Microsoft hefur í samvinnu við safn-
ið verið í þrjú ár að skanna inn bækur. Ríkið leggur safninu til 100 milljónir punda
á ári en safnstjórinn neitar að gefa upp hve mikið Microsoft greiðir fyrir útgáfurétt-
inn.
65.000 bókatitlar á netið
Jane Austen er einn höfund-
anna sem verða á netinu.
Um kvöldbil þegar sigið hefur sól
og sumarnóttin býður faðm til dala
má heyra óm við okkar heimaból
þá áin byrjar straumklið sinn að hjala.
Því lognið gefur hvíld í sinni og sál,
við sitjum hljóð og geymum stundarfriðinn.
En áin kveður djörf sitt mjúka mál
er mannsins skynjun veitir undraniðinn.
En enginn nema áin getur sent
þann óskahljóm sem vitund mannsins dáir
er sólin hefur sér í hvarfið rennt
og sviðið fanga himinlitir bláir.
Og minnumst þess sem okkur á er bent:
Sá ómur nær til hvers sem gleði þráir.
Kvæðið er úr nýrri bók höfundar, Ég leita þín vor.
Kvöldniður
Bjarni Valtýr Guðjónsson