SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 54

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 54
54 14. febrúar 2010 Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stend- ur nú yfir óvenjuleg en eftirtekt- arverð sýning, á útsaumsverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur (1930). Sýningin hefur þegar vakið nokkra athygli eins og þétt setin leið- sögn Þóru Kristjánsdóttur listfræðings og sýningarstjóra ásamt Guðrúnu Guðmundsdóttur sýndi í vikunni sem leið. Guðrún Guðmundsdóttir er sann- kölluð huldukona í íslensku listalífi. Hún gekk í kvöldskóla Myndlista- og handíðaskólans á fimmta áratugnum, fór eftir það í húsmæðraskóla og síðar á ævinni lagði hún stund á ýmis hannyrða- og myndlistarnámskeið. Í Bogasal eru sýnd 26 veggverk af hendi Guðrúnar, unnin jafnt og þétt frá upphafi sjötta áratugarins. Verk Guðrúnar voru sýnd árið 2008 á veg- um Sveitarfélagsins Garðs, en koma nú fyrst fyrir almenningssjónir. Varla er annað hægt en fyllast undrun og aðdáun þegar sýningin er skoðuð. Við fyrstu sýn á þrautseigju og eljusemi listakonunnar, en þegar betur er að gáð ekki síst á hugvitssemi hennar við val á myndefni, samsetningu mynda, umgjarða og lita á myndfletinum sem allt er unnið af frábærri smekkvísi en einnig með persónulegum hætti. Fyrsta stóra veggverk Guðrúnar sýnir sex myndir unnar upp úr Flat- eyjarbók en bent hefur verið á að fyrr á öldum hafi verið tengsl milli út- saumsmynda og myndskreytinga í handritum, stundum hafi jafnvel sömu aðilar unnið að hvoru tveggja. Guðrún leitar fanga víða, hún finnur myndir í söfnum erlendis og bókum um hand- rit. Helsti brunnur hennar er þó bók Björns Th. Björnssonar, Íslenska teiknibókin í Árnasafni sem kom út árið 1954, höfundur teikninga í bók- inni er talinn hafa verið munkur í Helgafellsklaustri á 15. öld. En Guðrún gerir meira en að velja teikningar. Hún gefur þeim lit, staðsetningu og vægi á persónulegan hátt þannig að mikil sköpun felst í verki hennar, t.d. tvinnar hún fallega saman íslenskar jurtir og evrópsk mynstur. Hið sama má segja um ættartrésmyndir hennar þar sem hún vinnur saman jafnt er- lenda og innlenda myndræna þætti auk þátta úr persónulegum ævisögum. Hér er á ferð einstök vinna með gaml- ar hefðir, sannkölluð nýsköpun. Ekki er ólíklegt að fleiri en Guðrún hafi leitað í Teiknibókina á sínum tíma, en í sýningarskrá er m.a. vitnað í orð Kristjáns Eldjárns heitins, sem benti í starfi sínu sem þjóðminjavörður á að meirihluti gesta á Þjóðminjasafn- inu á sjöunda áratug síðustu aldar hafi verið hannyrðakonur sem teiknuðu hjá sér mynstur og myndir eftir gömlum útsaumsverkum í eigu safnsins. Í dag hefur nýútgefin Sjónabók með mynstrum fyrri tíma, safn sjónabóka þriggja alda orðið gríðarvinsæl og mynstur úr henni eru algeng sjón á peysuklæddu fólki á götum borg- arinnar. Á sýningu Guðrúnar er útsaumurinn sjálfur síðan kapítuli út af fyrir sig, en í hverri mynd er einatt fleiri en ein tegund. Krosssaumur er algengastur með ívafi af perluspori, en einnig eru verk unnin með refilsaumi sem eitt sinn var algengastur hérlendis, einnig birtist gamli krosssaumurinn, – sem að mestu var útrýmt um miðja nítjándu öld – og fleiri spor. Verk Guðrúnar kveikja á sköp- unarkraftinum í hverjum þeim sem heimsækir sýningu hennar, og ekki væri verra ef nú færi af stað mikil út- saumsbylgja í kjölfar prjónaæðis síð- ustu ára. Það er óhætt að mæla með heimsókn á þessa glæsilegu sýningu, hún er innblástur jafnt listamönnum, hannyrðafólki og hinum almenna áhorfanda. List í hverju spori MYNDLIST Ævispor, útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur bbbbn Þjóðminjasafnið, Bogasalur Til 25. apríl. Opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. Ragna Sigurðardóttir Ættartré Guðmundar K. Elíassonar, eiginmanns Guðrúnar Guðmundssonar, frá 1998. Í garð er gengin sjöunda helgi ársins, blíðskaparveður enn og aftur, gróðurinn í garðinum trúir að vorið sé á næstu grösum, einstaka trjárunnar að byrja að bruma og sést í toppinn á túlípanalaukunum. Lesbókin spyr hvernig helginni verði varið? Í það fyrsta að njóta góða veðursins, efla líkama og sál í göngutúrum innan og kannski utan borgarinnar. Af nógu er að taka í menningar- og listalífinu á höfuðborgarsvæðinu um þessa helgi. Ef ég verði henni í stífa menningardagskrá þá kysi ég að fara á Vetrarjazzhá- tíðina, sem verður í hámarki, og skoða tvær myndlist- arsýningar. Annars vegar fræðslusýningu um íslenska myndlist, Íslensk mynd- list – 100 ár í hnotskurn, í Listasafni Árnesinga og hins vegar Blæbrigði vatnsins á Kjarvalsstöðum, sýningu sem spannar 130 ára sögu vatns- listamynda á Íslandi. Einnig væri gaman að sjá eftirlætisleikkon- una, Meryl Streep, feta í fót- spor hinnar ógleymanlegu sjónvarpsmatreiðslukonu Júl- íu Child á kvikmyndatjaldinu. Ómissandi er að huga að skemmtilegri matreiðslu ann- an dag helgarinnar og hver veit nema leitað verði í smiðju Júlíu í þetta sinn. Svanfríður Franklínsdóttir, deildarstjóri kynningardeildar Listasafns Íslands Vetrardjass og mynd- listarsýningar Þeir sem lesið hafa hina kunnu skáldsögu Go Down, Moses, sem bandaríski rithöfundurinn William Faulk- ner skrifaði árið 1942, minnast þess eflaust þegar ein aðalpersónan gægist í leðurbundnar og lúnar skrár afa síns og les þar um sögu fjölskyldu sinnar sem þræla- haldara. Í grein í The New York Times er greint frá því að skjöl, sem Faulkner virðist hafa byggt á við skrifin, séu komin í leitirnar. Þau hafi verið honum innblástur hvað varðaði nöfn, atburði og smáatriði sem hann nýtti sér í sagnabálkinum sem kenndur er við héraðið Yoknapatawpha. Faulkner hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1949 og hefur haft ómæld áhrif á sagnaritun síðustu áratugi. Sumir telja hann mikilvægasta höfund Bandaríkjanna á 20. öld. Dagbókin sem komið hefur í leitirnar er frá miðri nítjándu öld, skrifuð af Francis Terry Leak, sem var auðugur plantekrueigandi í Mississippi. Barnabarn hans var æskuvinur Faulkners og þar kynntist hann dagbókinni. Dagbókin er í nokkrum bindum og kunn- ugir segja að á fjórða áratugnum hafi rithöfundurinn verið heillaður af skrifunum og hafi margoft skráð hjá sér hitt og þetta sem stóð í þeim. Sérfræðingum sem hafa borið dagbókina saman við skrif Faulkners þykir sem þar gefist einstætt tækifæri til að kynnast vinnu- lagi höfundarins. „Ég tel að þetta sé einhver merkilegasta bók- menntalega uppgötvun síðustu áratuga,“ segir John Lowe, sem er prófessor í ensku við ríkisháskólann í Lousiana, en hann er að skrifa bók um Faulkner. Maður sem fylgdist í æsku með Faulkner rannsaka dagbækurnar segir að hann hafi reiðst við að lesa lýs- ingar Leaks á þrælahaldi. „Hann bölvaði og skrifaði hjá sér, bölvaði manninum meira og skrifaði meira hjá sér.“ Nöfn þræla sem Leak átti birtast mörg í einhverri mynd í Go Down, Moses, og í síðari bókum hans. Sally Wolf-King, sem er prófessor við Emory-háskólann, telur að Faulkner hafi „reynt að endurskapa líf þessara þræla og gefa þeim rödd.“ efi@mbl.is Heimildir Faulkners koma í ljós William Faulkner nýtti sér upplýsingar úr dagbók plant- ekrueiganda við ritun sumra skáldsagna sinna. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.