SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 10

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 10
10 7. mars 2010 J æja, lesendur góðir. Þá er komið að því. Í dag á þjóðin að greiða atkvæði um það hvort hún er tilbúin til þess að játast undir ríkisábyrgð á lánum frá Bretum og Hol- lendingum og rýra lífskjör sín og sinna afkomenda sem því nemur. Ég trúi ekki öðru en mikill meirihluti þeirra sem kjósa segi nei. Er það ekki alveg á hreinu, í hugum landsmanna, að það var ekki almenningur á Íslandi, sem tók ákvörðun um Icesave- sparnaðarreikninga einkabankans Landsbanka, fyrst í Bret- landi og svo í Hollandi? Voru það ekki stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi sem heim- iluðu íslenska einkabankanum að opna netreikninga undir nafninu Icesave, reikninga þar sem boðið var upp á mun hærri innlánsvexti en gekk og gerðist í því samkeppnisumhverfi sem Landsbankinn starfaði í, í þessum löndum? Er það ekki á allra vitorði að Landsbankinn opnaði reikningana, til þess að safna sparifé erlendra sparifjáreigenda í Bretlandi og Hollandi, til þess að bæta eigin lausafjárstöðu? Var það ekki Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, sem lýsti þessu sparnaðarformi Landsbankans sem „tærri snilld“? Hvers vegna ættum við, almenningur í þessu landi – skatt- greiðendur, að axla þær klyfjar sem því myndu fylgja að ganga möglunarlaust að kröfum Breta og Hollendinga og borga allt í botn, að þeirra kröfu? Ég get enga skýringu gefið á því hvers vegna við ættum að gera það og tel þvert á móti, að við eigum að standa í fæturna og segja: Við borgum ekki. Ég er ekki þar með að segja að við neitum alfarið að borga. Við höfum sýnt mikla sanngirni í samningaumleitunum okkar við Breta og Hollendinga, frá því að ríkisstjórnin druslaðist til þess að gera það sem hún hefði átt að gera strax fyrir einu ári, að hafa þverpólitískt samstarf við stjórnarandstöðuna um málatilbúnað og að fá sérfræðinga á sviði alþjóðlegra samninga til þess að leiða okkur í gegnum þann frumskóg sem slíkir samningar eru. Það var strax ljóst að það var viturleg ráðstöfun að fá hinn virta bandaríska sérfræðing, Lee Buchheit, til liðs við okkur Íslendinga. Ég hef heyrt í samtölum mínum við stjórnarliða og stjórnarandstæðinga, að það hafi skipt miklu máli fyrir okkur og málstað okkar að hafa þennan reynslubolta í forsvari fyrir íslensku viðræðunefndina. En meira að segja Buchheit getur ekki framkallað nein kraftaverk, því miður, og alls ekki þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra hlusta ekki með nema öðru eyranu á hans ráðleggingar og fara ekki eftir þeim, nema stundum. Eftir síðustu helgi fékk ég t.d. upplýsingar um að Buchheit hafi lagt ríka áherslu á það í samtölum sínum við Jóhönnu Sig- urðardóttur, að hún ætti ekki og mætti ekki gera lítið úr þjóð- aratkvæðagreiðslunni sem fram undan væri, því þjóðar- atkvæðagreiðslan væri okkar sterkasta samningsvopn gagnvart Bretum og Hollendingum. Jóhanna óð engu að síður fram og sagðist ekki vita um hvað þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að snúast. Hún teldi hana vera markleysu. Og í gær lýsti hún því yfir að hún ætlaði ekki að kjósa! Er þetta ekki dæmalaus framkoma forsætisráðherrans? Í forsíðufrétt í Morgunblaðinu sl. þriðjudag sagðist Stein- grímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, „telja að Íslendingar hafi aldrei fyrr átt jafn gott tækifæri til að ná hagstæðri nið- urstöðu í málinu og muni ekki heldur fá slíkt tækifæri aftur.“ Hafa menn heyrt svipuð ummæli fjármálaráðherra áður, t.d. á Alþingi á milli jóla og nýárs, þegar hann dásamaði lögin sem forsetinn synjaði staðfestingar örfáum dögum síðar? Og nú er fjármálaráðherrann búinn að lýsa því yfir að hann ætlar ekki heldur að kjósa. Allt er þetta með endemum. Er ráðherrum ríkisstjórnarinnar fyrirmunað að tala fyrir málstað Íslendinga í Icesave-málum? Þótt oddvitar ríkisstjórnarinnar hvetji menn óbeint til þess að taka ekki þátt í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu, ættum við landsmenn að gefa þeim langt nef og mæta undir drep á kjör- stað og segja nei. Jafnvel að mæta og skila auðu, ef mönnum sýnist svo, því með því að nota atkvæðið með þeim hætti, er kjósandinn líka að taka afstöðu og notfæra sér þann lýðræð- islega rétt sem hann hefur til þess að hafa áhrif. Nú ríður á! Mætum öll! Segjum nei! Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þetta er að hluta til skrifstofu- vinna en drjúgur tími fer í að keyra út pantanir. „Þetta er ágætis vinna, að keyra um, hlusta á útvarpið og hitta skemmtilegt fólk. Tíminn líður hratt. Ég er samt farin að telja dagana þangað til ég fer aftur að vinna sem flugfreyja í maí.“ 12:00 Hádegisverður með vinkonunum á Asíu. „Þetta er hópur átta vinkvenna sem borðar saman a.m.k. einu sinni í viku, yfirleitt oftar. Við höfum verið vinkonur frá þriggja ára aldri – hálfgerðar systur – og maður kemur alltaf glaður út af veitingastaðnum.“ 13:00 Sigurlaug heldur áfram að keyra út Andrésblöð. 14:00 Sækir yngri soninn í Ísaksskóla og kemur við í kjör- búðinni á heimleiðinni. „Heima fáum við okkur að borða, ég hjálpa honum að læra og fer í bað. Síðan þarf ég að finna fötin fyrir kvöldið. Það getur verið höfuðverkur. Mér tókst hins vegar að einfalda valið töluvert um daginn þegar ég ákvað að vera bara í fötum frá Uniform fram að síðustu þuluvaktinni í apríl. Við ráðum í hverju við er- um svo lengi sem það er ekki of flegið,“ segir hún hlæjandi. 17:00 Mætt upp á RÚV. Sig- urlaug byrjar í sminkinu og er svo heppinn að þrefaldur Eddu- verðlaunahafi, Ragna Fossberg, sér um hana. „Mesta stuðið er í sminkinu, alltaf renningur af fólki og mikið hlegið, ekki síst þegar Spaugstofan er á svæðinu. Þá fær maður að hitta Ólaf Ragnar og alla þessa karla.“ 17:30 Fær upplýsingar um dagskrá kvöldsins og byrjar að semja fyrstu kynninguna sem er klukkan 18. 18:05 Sigurlaug sest við tölvuna og skrifar aðrar kynn- ingar kvöldsins. 18:54 Aðalkynning kvölds- ins, milljarðapottur í Víkinga- lottóinu. Hleypur svo yfir á Rás 2 og les erlendar fréttir. 20:20 Kynning fyrir Bráða- vaktina. Eftir það horfir Sigur- laug á uppáhaldsþáttinn sinn, Klovn, í tölvunni en hún missti af honum síðast. 21:05 Kynning fyrir Kiljuna, kvöldmatur og ítölskunám. „Maðurinn minn gaf mér skemmtilegt ítölskunámskeið fyrir tölvuna. Ég er farin að geta pantað mat á ítölsku.“ Hlær. 22:20 Lokakynningin. 22:50 Komin heim. Allir eru sofnaðir nema hundurinn sem er alltaf jafn glaður að sjá Sigur- laugu. Hún fer í bað og þvær af sér „grímuna“. 23:40 Háttuð upp í rúm og sofnar svefni hinna réttlátu. orri@mbl.is Dagur í lífi Sigurlaugar Th. Jónsdóttur sjónvarpsþulu Morgunblaðið/Golli Mest fjör í sminkinu 6:50 Vekjaraklukkan hringir og Sigurlaug vekur synina, Al- exander 15 ára og Kristófer Börk, 8 ára, gefur þeim að borða og keyrir þá í skólann. 8:15 Komin í Laugar. Verk- efni dagsins eru fótaæfingar samkvæmt prógrammi frá Arnari Grant einkaþjálfara. Þrjá daga í viku er Sigurlaug í Cross- Fit hjá Evert Víglundssyni en hann hefur verið í fríi. „Ég bíð spennt eftir að hann komi aftur á mánudaginn, CrossFit skilar besta árangrinum,“ segir Sig- urlaug. Eftir æfinguna fær hún sér próteindrykk. 9:00 Komin út í bíl. Sigurlaug starfar tímabundið hjá Eddu út- gáfu sem gefur út Andrés Önd. Sigurlaug Th. Jónsdóttir sjón- varpsþula í Efstaleitinu á mið- vikudaginn. Senn heyrir starf hennar sögunni til.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.