SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 12

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 12
12 7. mars 2010 B laðamaður er búinn að torga nokkrum kaffibollum á Segaf- redo þegar Dagur Kári birtist loks, heldur seinn á ferð en það er auðveldlega fyrirgefið, hann er svo vina- legur og blátt áfram. ekki ann- að hægt en að fyrirgefa slíkum mönnum. Dagur Kári fær sér te í götumáli og við röltum yf- ir að skrifstofu hans í Hafn- arstræti. Þar bíður okkar ljós- myndarinn Árni Sæberg og Dagur er umsvifalaust dreginn í myndatöku. Hann virðist ekki hafa gaman af slíkum fyr- irsætustörfum enda vanur því að vera hinum megin við lins- una. Hann fær að vísu að plokka á bakpokagítarinn sinn og virðist þá gleyma ljós- myndaranum um stund. Árni kveður og Dagur fær að drekka ávaxtateið sitt. The Good Heart segir af geð- stirðum kráareiganda, Jacques, sem fær sitt fimmta hjartaáfall og kynnist Lucas, ungum úti- gangsmanni, á sjúkrahúsi. Jac- ques tekur Lucas undir sinn verndarvæng og gerir hann að læirsveini sínum á kránni, enda ætlun hans að Lucas taki við rekstrinum að honum liðnum. Jacques er kominn á endastöð, hjartað komið langt fram yfir seinasta söludag og því þarf að huga að framtíð kráarinnar. Hann er hið mesta fól í samskiptum við aðra en undir niðri leynist þó gott hjarta. „Fyrstu hugmyndirnar kvikna sennilega 2000, 2001 og svo er myndin tilbúin í mars, apríl 2009. Þannig að þetta spannar átta, níu ár,“ segir Dagur Kári um hið langa ferli sem liggur að baki The Good Heart. Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Toronto í september í fyrra og verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mán- uði. Líkt og í Nóa albinóa fæst Dagur Kári í The Good Heart við persónur sem eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu. Lengi vel stóð til að Tom Waits færi með hlutverk Jacques og Ryan Gosling með hlutverk Lucasar. Þeir gengu úr skaft- inu og í stað þeirra komu stór- leikarinn Brian Cox og ung- stirnið Paul Dano. – Hvaðan kom þessi hug- mynd, sagan af lærimeist- „Gaf allt sem ég átti í þessa bíómynd“ Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson frumsýndi fyrir helgi nýjustu kvik- mynd sína hér á landi, The Good He- art. Hvað tekur nú við? Dagur Kári segist upplifa óvissuástand. „Ég er með einhverjar hugmyndir sem eru skammt á veg komnar en mér líður að mörgu leyti eins og ég sé kominn í einhvers konar hring,“ segir Dagur Kári, spurður að því hvað taki nú við. Kvikmyndir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.