SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 17
7. mars 2010 17 ríkjunum, Evrópu og Asíu. Kynna átti fjárfestum bankann og ráðast í kjölfarið í heljarinnar skuldabréfaútboð til að fjár- magna starfsemina. Skuldatrygg- ingaálagið á íslensku bankanna var byrj- að að hækka, þó álagið haustið 2007 væri lágt í samanburði við þær hæðir sem það náði sumarið og haustið 2008. Þann 16. janúar 2008 kom formleg tilkynning frá Glitni um að alþjóðlegu skuldabréfaút- boði hefði verið slegið á frest að sinni, enda aðstæður á markaði bágbornar. Heimildir Morgunblaðsins herma að fulltrúar Glitnis hafi verið að kynna Glitni sem fjárfestingakost fyrir fjár- festahópi, á sömu stundu og Gnúpur féll. Eftir þann fund hættu þeir kynning- arherferðinni. Glitnismenn komu tóm- hentir heim. Kynningin í Skotlandi Morgunblaðið hefur undir höndum glærukynningu sem Lárus Welding hélt fyrir væntanlega fjárfesta í desember 2007. Ráðstefnan var haldin í Skotlandi fyrir fáa tugi manna. Þar lýsti Lárus há- leitum markmiðum Glitnismanna um mikinn vöxt á næstu árum. Á þeim tímapunkti nam lánabók Glitnis um 17,6 milljörðum evra, eða tæplega 1.600 milljörðum króna á gengi þess tíma. Í kynningu Lárusar kemur fram að ætlun Glitnismanna sé að stækka lánabókina gríðarlega fram til ársins 2009. Á einni glærunni kemur fram að lánabókin eigi að nema 44,3 milljörðum evra á árinu 2009, eða tæplega 4.000 milljörðum miðað við gengi evrunnar í desember 2007. Jafnframt átti að auka innlán bankans gríðarlega um allan heim, og ná innlánahlutfalli upp í 50%. Innlán áttu þannig að standa undir um það bil helm- ingi útlána – 2.000 milljörðum, ef áætl- anir Glitnismanna gengju eftir. Innri vöxtur bankans átti að nema 30% og fleiri yfirtökur voru á teikniborðinu. Það er því ljóst að 10 mánuðum fyrir hrun bankakerfisins höfðu Glitnismenn lítinn hug á varfærinni og íhaldssamri banka- starfsemi – þvert á móti átti að gefa allt í botn til að komast í gegnum erfiðleik- ana. Lárus Welding og Þorsteinn M. Jónsson fylgjast með þegar Bjarni Ármannsson heldur sitt hinsta ávarp sem bankastjóri Glitnis. Nýir eigendur bankans breyttu rekstri hans. Morgunblaðið/ÞÖK Úr kynningu Lárusar Welding Milljarðar Milljarðar evra ísl. króna* Lánabók Glitnis í lok 2007 17,6 1584 Áætlun 2009 44,3 3987 í desember 2007 *miðað við gengi 15.des 2007 Lán til tengdra aðila 2005 2006 2007 2008 Forstjóri og framkvæmdastjórar 3.239 5.726 1.832 9.066 Stórir hluthafar og stjórnarmenn 22.982 37.217 38.904 33.744 Tengd fyrirtæki 12.555 13.325 16.890 30.865 Tillögur í lok júni 2006 Lánveiting sem hlutfall af eiginfé - hámark Tillaga Þágildandi Takmörk 27.06.06 reglur Glitnis FME 15% 20% 25% Samanlagt hámark stórra lánveitinga Tillaga Þágildandi Takmörk 27.06.06 reglur Glitnis FME 150% 400% 800% Hin 20. nóvember 2006 sendi Fjár- málaeftirlitið (FME) fjármálafyrir- tækjum leiðbeinandi tilmæli, sem sneru meðal annars að upplýsingagjöf til FME um fyrirgreiðslu til venslaðra aðila. FME skilgreindi venslaða aðila með eft- irfarandi hætti í tilmælum sínum: I. Aðal- og varamenn í stjórn, stjórn- endur, lykilstarfsmenn og nánir fjöl- skyldumeðlimir þeirra aðila II. Með vísan til ofangreinds liðar ber að líta til hliðstæðra aðila í dóttur- félögum og tengdum félögum. III. Hluthafar sem eiga með beinum eða óbeinum hætti 5% eignarhlut eða stærri í fjármálafyrirtækinu, og teljast til eins af tíu stærstu hluthöfum þess. IV. Fyrirtæki sem framangreindir aðilar eiga að minnsta kosti 10% hlut í, starfa hjá eða gegna stjórnarstöðum fyrir. Í tilmælum FME er tekið fram að ekki er aðeins átt við veittar fyrir- greiðslur, heldur einnig meðferð skuldbindinga sem þegar hefur verið stofnað til, með tilliti til vanskila, skil- málabreytinga, trygginga og skuld- breytinga. Fjármálafyrirtækjum var þessu samkvæmt ætlað að skila skýrslu árlega, unna af ytri endurskoðanda, um fyrirgreiðslu til venslaðra aðila. FME krafðist þess jafnframt að fyrstu skýrslunni yrði skilað 1. apríl 2007. FME fundar á Túngötu Heimildarmaður Morgunblaðsins úr Glitni segir að þessi tilmæli hafi vakið misjöfn viðbrögð innan hluthafahóps Glitnis. Heimildir Morgunblaðsins herma að fulltrúar FME hafi farið á fund í höfuðstöðvum Baugs, Túngötu 6 í Reykjavík, til að ræða þessi mál. Baugur var hluthafi í FL Group, sem átti skömmu seinna eftir að verða stór hluthafi í bankanum. Baugsmenn eru sagðir hafa verið ósáttir við hvernig Landic Property væri áhættuflokkað, en samkvæmt fjórða lið viðmiða FME um venslaða aðila hefðu Baugur og Landic Property fallið inn í sama áhættugrunn, sem var Baugsmönnum lítt að skapi. Var það mál manna í bankaheiminum, að furðu sætti, að fjárfestingafélag á borð við Baug gæti kallað FME á sinn fund. Drógu í land Aðeins mánuði eftir að FME hafði sent bönkum hin leiðbeinandi tilmæli, barst frá eftirlitinu stuttur og laggóður póst- ur hinn 22.desember 2006. Þar kom fram að fyrirtæki sem teljast til 10 stærstu hluthafa, eiga að minnsta kosti 10% hlut í, starfa hjá eða gegna stjórn- arstöðum fyrir, teljist ekki lengur til venslaðra aðila. Fjórða viðmiðið var þannig afnumið. Þau fyrirtæki sem venslaðir aðilar Glitnis áttu meira en 10% hlut, voru ekki lengur vensluð eins og FME hafði upphaflega ákveðið. Þurftu enga skýrslu Rúsínan í pylsuendanum er síðan þessi: FME taldi það ekki lengur nauð- synlegt að fjármálafyrirtæki skiluðu skýrslu um fyrirgreiðslu venslaðra að- ila, eftir ábendingar sem eftirlitinu bárust. Ekki er tekið fram frá hverjum þær ábendingar komu. Ljóst er að af- nám fjórða ákvæðis skilgreiningar vensla opnaði ansi margar dyr, og jók veðhæfni tengdra aðila. Jafnframt þurfti ekki að skila árlegum skýrslum lengur, heldur aðeins ef þess yrði sér- staklega óskað. Fjármálafyrirtækjum var hins vegar uppálagt að „gæta armslengdarsjón- armiða við fyrirgreiðslu til þessara að- ila,“ eins og það er orðað í tölvupósti FME til fjármálafyrirtækja, sem Morg- unblaðið hefur undir höndum. FME beitt þrýstingi af hluthöfum Glitnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.