SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 18
18 7. mars 2010 Þ etta hefur verið mikil törn,“ segir Gunnar Björnsson, for- seti Skáksambandsins. „Auðveldi parturinn er mót- ið sjálft, en undirbúning- urinn er erf- iðastur og tekur mest á. Það er tauga- trekkjandi að bíða eftir því hvort allir skila sér. Eftir að mótið hefst er þetta mikil vinna, en í nokkuð föstum far- vegi.“ – Náðust þau markmið sem menn settu sér? „Við stefndum að því að ná áhugaverðum keppendalista, þar sem nokkrir væru á meðal bestu í heimi, og það tókst með til dæmis Sokolov, Dreev og Baklan. Svo vildum við fá sterkar skákkonur, sem gekk eftir, meðal annars með Krush og Dronovalli og hinum indversku skákkon- unum. Einnig vildum við fá undrabörn og fengum Cori-systkinin og Nyzhnyk. Og loks goðsagnirnar, Westerinen og Romanishin, sem við lögðum mikið á okkur til að fá.“ – Hvernig fannst þér þetta þróast? „Hannes Hlífar Stefánsson stendur sig alltaf vel á Reykjavíkurskákmótum. Svo stóðu ís- lensku keppendurnir sig prýðilega, Henrik Danielsson, Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Örn Leó Jóhannsson brilleraði, fimmtán ára gutti sem fékk fjóra vinninga, en hefði átt samkvæmt stigum að fá einn.“ – Hvenær kviknaði áhugi hjá þér á skák? „Ég byrjaði árið 1977 þegar Spasskí og Hort komu hingað. Ég var bara fimm ára þegar Spasskí og Fischer tefldu og man varla eftir því. Svo fór ég að leggja leið mína niður í TR og hef verið fastur í þessu síðan árið 1980.“ – Af hverju ertu ekki stórmeistari? „Ég lít nú ekki á mig sem skákmann fyrst og fremst,“ segir hann og hlær. „Miklu fremur félagsmálamann. Ég er með um 2.150 Eló-stig, þannig að ég er sæmilegur skákmaður, hefði náð nokkrum vinningum í hús á Reykjavík- urskákmótum.“ – Hvernig fer þetta saman við starfið í Landsbankanum? „Þetta fer ágætlega saman. Ég fæ stuðning vinnuveitandans, þar hafa menn þolinmæði gagnvart þessu, að ég skreppi á Reykjavík- urskákmótið og tali við blaða- menn, frekar en að vera í vinnunni. Ég vinn líka þannig vinnu, að ég er ekki í afgreiðslu, og get tekið símann eða svarað tölvu- pósti ef svo ber undir.“ – Skák kom við sögu þegar Landsbankinn stóð sem tæpast? „Já, ég tefldi á Íslandsmóti skákfélaga haustið 2008, 3.-5. október, og vann Jón L. Árna- son stórmeistara. Það er mín best teflda skák á ferlinum. Nokkrir stór- meistarar fylgdust með skákinni og mér leið eins og kóngi. Á mánudeginum var hinsvegar allt í uppnámi í bankanum og í minni deild var allt í upplausn, menn voru bara að fylgjast með á netinu og í óvissu, enda skilaboðin óljós. Þá dreif ég alla skákáhugamenn í fund- arherbergi í bankanum og sýndi þeim skákina gegn Jóni.“ – Og þú smalaðir þeim aftur saman á fimmtudagskvöld? „Já, þá fæ ég Irinu Krush til að tefla fjöltefli. Hún fór illa með okkur bankamennina, tók 13,5 vinninga í 14 skákum. Það var aðeins Guðmundur Kristinn Lee sem náði punkti.“ – Fjölmenni fylgdist með skákskýringum á mótinu? „Já, þetta var eins og í gamla daga, fullur salur af fólki að fylgjast með, enda náði ég fimm stórmeisturum til að skýra, fjórmenn- ingunum og Friðriki. Það skýrðu fleiri íslensk- ir stórmeistarar skákir en tefldu á mótinu.“ Nyzhik var vinningi frá því að verða yngstur stórmeistara, en tapaði síðustu tveim skákunum. Irina Krush mætti svöng til leiks og gæddi sér á grænmetisböku eftir að skákin hófst. Skákmenn notuðu kaffihúsið til þess að fara yfir leikina í lok dags. Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði Örn Leó Jóhannsson, en báðir stóðu þeir sig afar vel á skákmótin Byrjaði þegar Spasskí mætti Hort Bak við tjöldin Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir Golli golli@mbl.is Gunnar Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.