SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 24
24 7. mars 2010
bili og sjá í þeim báðum sýn Halldórs á samfélag
okkar, hvernig hann dregur Ísland og Íslendinga
inn í alþjóðasamhengi og setur kastljósið á eðli
okkar Íslendinga. Mér finnst afar áhugavert hvað
það eru mikil líkindi á milli þessara tveggja bóka í
lýsingu skáldsins á þjóð sinni.
Íslandsklukkan lýsir þjóð í vanda. Þessari kúg-
uðu litlu eyþjóð er lýst í bókinni og þjóðar-
karakterinn kemur svo sterkt fram. Það er fróð-
legt og sjokkerandi að bera þessar lýsingar saman
við það sem við lesum í blöðunum í dag um sam-
skipti Íslendinga við Breta, Hollendinga, Norð-
menn og Dani og útrásardæmið allt saman. Það er
kafli í Íslandsklukkunni þar sem Gullinló,lands-
tjóri Íslands í Kaupmannahöfn, segir eitthvað á þá
leið: Það er alveg sama eftir hvaða lögum Íslend-
ingar eru dæmdir, alltaf getið þið dregið upp ein-
hvern lagabálk eða skinndruslu, einhverja Grágás
og bent okkur á lagakafla sem sýknar ykkur af
öllum glæpum. Þegar maður les þetta fær maður
hland fyrir hjartað og hugsar: Guð minn almátt-
ugur, þetta hefur alltaf verið svona. Við höfum
alltaf verið á flótta undan lögum alþjóða-
samfélagsins. Við höfum alltaf verið treg til að
taka þátt í samstarfi af því að okkur finnst við
vera svo sjálfstæð og heilsteypt og viljum vera
smá. Við viljum vera sjálfstæð en stikkfrí á sama
tíma vegna smæðar okkar.
Síðustu árin lýstum við framvarðarsveit okkar
sem útrásarvíkingum. Í sögulegu samhengi er út-
rásarvíkingur manneskja sem gerði strandhögg í
hafnarbæjum, drap, myrti og nauðgaði og stal
öllu steini léttara og sigldi svo í burtu. Það er svo
merkilegt að við skulum kjósa að titla pen-
ingamennina útrásarvíkinga og það er svo lýsandi
fyrir það hvernig þjóðarkarakter okkar er. Við
fögnuðum útrásinni til Evrópu eins og sigri ís-
lenska landsliðsins í handbolta. Íslenskt strand-
högg var sigur þjóðarinnar. Við erum svo ung í
samhengi þjóðanna og þetta óskaplega eyjastolt
og vottur af þröngsýni og sjálfstæðisdýrkun verð-
ur svo kjánaleg þegar maður horfir á það utan frá.
Ég upplifði þetta mjög sterkt við lestur á Íslands-
klukkunni.“
Fullkomlega innblásinn
Komum að sjálfum þér og þínu einkalífi. Konan
þín, Unnur Ösp Stefánsdóttir, er leikkona.
Hvernig er að búa með manneskju sem er á
sama sviði og maður sjálfur?
„Það er frábært. Þetta er starfsvettvangur sem
getur verið mjög sérkennilegur. Vinnutíminn er
óvenjulegur, maður vinnur mikið á kvöldin. Það
velt að hafa samúð með manneskju sem í sínum
einfaldleika stendur þó svona mikið með sjálfri
sér.“
Sem stendur leikurðu í Gerplu þar sem þú ferð
með hlutverk Þormóðs. Sýningin hefur fengið
afar misjafna dóma, verið lofuð og einnig verið
Sjálfstæð þjóð en stikkfrí
„Með tímanum hef ég orðið æðrulausari gagnvart
gagnrýni. En gagnrýni hefur áhrif og það sem
maður óttast mest hverju sinni er að hún hafi
áhrif á aðsókn. Mér finnst ákveðinn hátíðleiki
fylgja frumflutningi á nýju leikverki í Þjóðleik-
húsinu sem byggist á menningararfi okkar, og
mér þætti sorglegt ef fólk færi á mis við upplif-
unina af Gerplu. Mér finnst reyndar að allir eigi
að sjá Halldór Laxness í Þjóðleikhúsinu. Gerpla er
sýning sem ég myndi sjálfur vilja sjá í leikhúsi.
Umræða um gagnrýni er merkilega lifandi innan
leikhússins. Þar er mikið talað um gagnrýnendur
og dóma þeirra og leikhúsfólk lætur illa skrifaða
og ómálefnalega gagnrýni fara sérstaklega fyrir
brjóstið á sér. Sumir leikarar kjósa reyndar að lesa
ekki umfjöllun um sýningar. Þetta er skiljanlegt
því umfjöllun gagnrýnenda verður stundum mjög
persónuleg og jafnvel rætin. Sumt sem þar er
skrifað situr lengi í mönnum.
Oft er ljóst strax af fyrirsögn á dómum að
meiningin er ekki að fjalla um leiksýninguna sem
slíka heldur er einblínt á það sem miður fer. Og af
því að sýningin varð ekki nákvæmlega eins og
gagnrýnandinn hafði fyrirfram séð fyrir sér tekur
hann þá afstöðu að fjalla ekki bara um sýninguna
heldur taka hana af lífi. Fyrir vikið gerir gagnrýn-
andinn sjálfan sig að aðalatriði í staðinn fyrir að
rýna í verkið og uppfærsluna. En mér finnst leið-
inlegt að tala um gagnrýnendur, tölum um eitt-
hvað annað.“
Tölum um Gerplu. Hvernig skáldsaga finnst
þér hún vera?
„Hún er frábær og óskaplega skemmtileg, dá-
lítil strákabók. Ég hef gaman af því hvernig Hall-
dór afhelgar fornsögurnar og sveipar allar per-
sónur kaldhæðni. Af hverri einustu síðu drýpur
stílsnilld Halldórs Laxness. Það er stundum eins
og hann sé að monta sig, hrista sig og sýna hvað
hann er óskaplega flinkur. Fyrir vikið verður
bókin dálítið köld, ekki bara vegna þess að hún er
íronísk heldur líka vegna þess að stílistinn leggst
stundum yfir síðurnar og eignar sér þær. Mér
fannst líka gaman að lesa Gerplu í ljósi þess að ég
er að vinna í Íslandsklukkunni þar sem ég leik
Magnús í Bræðratungu. Það er ótrúlega sláandi að
lesa Gerplu og Íslandsklukkuna með stuttu milli-
H
inir gríðarlega vinsælu þættir Fanga-
vaktin urðu sigursælir á Edduverð-
launahátíðinni sem haldin var um
síðustu helgi. Björn Thors fékk verð-
laun fyrir leik sinn í þáttunum en hann fór með
hlutverk fangans Kenneth Mána og túlkaði hann
með einstöku samblandi af fyndni og samúð.
Þetta eru ekki fyrstu verðlaunin sem Björn fær á
leikferli sínum sem hann hefur áður hlotið Grím-
una fyrir leik í Græna landinu og Vestrinu eina.
Hann er fyrst spurður hvort verðlaun skipti
hann máli. „Það er gaman að fá verðlaun og þau
skipta máli því þau varpa kastljósi á vel unnin
störf,“ segir hann. „Það sem er sérlega ánægjulegt
við Edduverðlaunin er að þau eru veitt af fagfólki
úr geiranum. Það er gott að fá klapp á bakið frá
félögum sínum. Á hinn bóginn eru verðlaun dá-
lítið eins og að fá góða gagnrýni. Það er mjög
gaman að fá góða gagnrýni en hún skiptir ekki
miklu máli til framtíðar. Þegar maður fer sjálfur
að leggja of mikla meiningu í verðlaun er maður
kominn út á hálan ís. Ég reyni því að forðast að
leggja of mikla og þunga merkingu í verðlaun,
aðra en þá að það er gott og gaman að fá þau.“
Í Fangavaktinni lékstu á móti Jóni Gnarr,
Pétri Jóhanni Sigfússyni og Jörundi Ragnarssyni
sem í Næturvaktinni og Dagvaktinni sköpuðu
einstaka karaktera. Fylltistu keppnisskapi þegar
þú fórst að leika á móti þeim og ákvaðst að láta
þá ekki skyggja á þig eða hugsarðu ekki á þenn-
an hátt?
„Nei, ég hugsa alls ekki þannig. Leiklist er í eðli
sínu samvinna. Keppnismennska í listum er auð-
vitað til en endar venjulega úti í móa. Það að fara í
keppnisskap innan verkefnis er eins og að ætla að
verða besti fótboltamaðurinn á vellinum. Að lok-
um er þér er skipt út af því þú gefur aldrei bolt-
ann á meðspilara þína. Maður hlýtur að vilja
sækja styrk sinn í liðsheildina, sérstaklega ef
maður spilar með góðu liði. Í þessu samstarfi í
Fangavaktinni var það framlag margra sem skilaði
þessum fína árangri. Ég vann með frábæru fólki
og allt gekk upp. Þetta var mikil samvinna.“
Maður verður var við að þeim sem hafa séð
Fangavaktina þykir vænt um Kenneth.
„Við þekkjum öll einfeldninga. Kenneth er
óskaplega vel meinandi en tekur rangar ákvarð-
anir og lendir úti á kanti í lífinu. Við Ragnar
Bragason ræddum það mikið að hann er alls Ekki
vondur maður og vill ekki gera öðrum illt en er
móttækilegur og auðtrúa. Við þekkjum öll þannig
manneskjur og þess vegna held ég að það sé svo
skemmtilegt að halda með Kenneth. Hluti af því
að Kenneth varð svona vinsæll er að það er auð-
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Maður verður að
fara vel með
klárinn sinn
Björn Thors vann á dögunum Edduverðlaunin fyrir mjög svo eft-
irminnilega túlkun á hinum geðuga einfeldningi Kenneth Mána í
Fangavaktinni. Þessa dagana leikur Björn í Gerplu í Þjóðleik-
húsinu og framundan er sjálf Íslandsklukkan.