SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Page 28
28 7. mars 2010
Þ
að væri synd að segja að Íslendingar væru
fullir sjálfstrausts um þessar mundir.
Margir þeirra vilja helst læðast með
veggjum og láta sem minnst á sér bera.
Þetta kemur ekki á óvart. Leiðtogar þeirra eru
málarar með eitt sérverkefni. Þeir mála skrattann
á alla þá veggi sem landar þeirra læðast með. Það er
því ekki að undra þótt þeim gangi seint að rétta úr
sér og verða upplitsdjarfari.
Forskrift fortíðar
Bankakerfið hrundi og það er enn víða alleinbeitt-
ur vilji til þess að koma sök á því yfir á aðra en þá
sem stóðu fyrir því hruni. Því bankarnir sem lán-
uðu og stærstu lántakendur þeirra voru í sömu
lúkunum. Og þeirra sér, svo ótrúlegt sem það er,
enn stað. Öflugt fjölmiðlaveldi hefur þann eina til-
gang með tilveru sinni, og þar með þeir sem þang-
að ráðast, að undirgangast þau skilyrði leynt eða
ljóst. Og það er hlálegt að Arion bankinn, sem
stofnaður er á rústum bankans sem baugsmenn
áttu góðan hlut í að setja á hausinn eins og hina
bankana tvo, horfir á það með velþóknun að fyr-
irtæki í hans eigu sé rænt á hverjum degi og fjár-
munirnir færðir inn í einkafyrirtæki bandíttanna,
sem allt settu á höfuðið. Þeir sömu stæra sig af því
að vera hvergi í persónulegri ábyrgð. Á meðan Ar-
ion banki hagar sér svona er vonlaust að nokkurt
sjálfstraust vakni með þjóðinni, að nokkur fyr-
irgefning finni sér tilgang og að nokkur tiltrú sé á
að bankamenn hafi snúist gegn fjárglæframönnum
en leiti að heilbrigðum rekstri til að styðja með
málefnanlegum hætti og að lausnum handa fólki
sem lét glepjast af auglýsingum gömlu bankanna
um gjaldeyrislán í anda áhættuboðskaparins. Það
er óskiljanlegt að Finnur Sveinbjörnsson banka-
stjóri hafi ákveðið að senda þau skilaboð út að
hann líti á sig sem arftaka siðferðiskenndar fyrr-
verandi stjórnenda Kaupþings, hans sé að halda
uppi síðasta fána spillingar í bankakerfi, hans sé að
rétta milljarða eftir milljarða í hendur þeirra sem
standa í rústum fjölmargara fyrirtækja, sem höfðu
sogið peninga út úr bönkum, lífeyrissjóðum,
smáfyrirtækjum og einstaklingum. Engar skyn-
samlegar skýringar eru á að þessi bankamaður vilji
ata nafn sitt slíkum auri. Þeir sem áður höfðu ein-
hverja trú á honum, og það voru margir, hljóta að
segja honum að hann verði að gera hreint fyrir sín-
um dyrum. Þótt skynsamlegu skýringarnar séu
ekki fyrir hendi, þá verði hann að hafa kjark til að
upplýsa um þær óeðlilegu skýringar sem einar geta
verið á þessari ótrúlegu framgöngu hans.
Ekki einir á báti
Vitað var að bankahrunið hlyti að taka verulega í,
kosta umtalsverðar fjárhæðir og draga um hríð úr
alþjóðlegu trausti. Allar forsendur voru þó til þess
að skaðinn hefði getað orðið mun minn en varð og
afturkippurinn staðið skemur. En forystuleysið í
málefnum ríkisins er með svo miklum endemum
að bölið hefur orðið mun þungbærara en forsendur
voru fyrir. En Íslendingar eru ekki einir um að vera
í allmiklum erfiðleikum. Margir þjóðir eiga við
þrengingar að búa þótt bankakerfið í löndum
þeirra hafi ekki farið illa í bankaþrengingum
heimsins. Hagstofa Finnlands tilkynnti fyrir fáein-
um dögum að samdráttur í landsframleiðslu þeirra
hefði orðið 7,8%. Hvaða staðreyndir felast í þeirri
tölu? Menn minnast stórkostlegra erfiðleika Finna
þegar Sovétríkin, stærsta einstaka viðskiptaland
þeirra, hrundu árið 1991. Þá var eins og Finnland
hefði lent í efnahagslegri ísöld. Atvinnuleysið varð
ógnvænlegt, velferðarkerfið ekki svipur hjá sjón og
fólk og fyrirtæki í landinu lentu í kröppum dansi.
Þá varð samdrátturinn í landsframleiðslu 6% á
einu ári eða mun minni en nú er orðið. Nú er rétt
að rifja upp að Finnland er í Evrópusambandinu og
með evru sem gjaldmiðil. Ef marka mætti þá sem
hafa tekið rökhelda trú á þeim fyrirbærum hér á
landi ætti svona ekki að geta gerst. Nú er það svo
að Svíar eru einnig að lenda í miklum samdrætti í
landsframleiðslu. Þar er afturkippurinn um 4,9%.
Aðeins minni en samdráttur Íslendinga, sem
mælist 6%, og miklum mun minni en hjá Finnum.
Flestir telja að Svíar fari betur út úr samdrættinum
vegna þess að þeir hafa enn eigin mynt sem lagar
sig að þeirra hagsmunum en lýtur ekki efnahags-
lögmálum Þýskalands. Samdráttur á borð við þann
sem orðið hefur í Finnlandi er ekki aðeins óþægileg
tala um hagvaxtarfall og samdrátt. Undirliggjandi
þættir sýna stórkostleg vandræði. Þannig hefur
rekstrarafkoma fyrirtækja hrunið um 39%. Hið
opinbera og þjónustan sem það veitir finnur á
augabragði fyrir því, þar sem skattgreiðslur fyr-
irtækjanna hafa fallið um 44%.
Fylgist atvinnulífið ekki með?
Stundum lítur út fyrir að öflugir og góðir forystu-
menn í atvinnulífi fylgist illa með því sem er að
gerast á evrusvæðinu. Evran var byggð á því að
einn gjaldmiðill gæti gengið fyrir fjölda þjóða þótt
þær lytu algjörlega óháðum efnahagslegum lög-
málum. Þessi kenning var kölluð „ein stærð af flík
sem passar öllum“. Nýju fötin keisarans voru
þekktustu draumaflíkurnar fram að því. Kohl,
fyrrverandi kanslari Þýskalands, var í öllum skiln-
ingi mestur þungaviktarmaður á bak við hina
sameignlegu mynt. Það má heita merkilegt að litlu
leiðtogarnir í kringum Kohl kanslara skyldu ekki
hafa notað tækifærið og fengið að bregða sér í
brækurnar hans til að sjá, hvort myntkenningin
um að ein stærð af brókum gæti hentað öllum
gengi upp. En þeir voru svo upp með sér í návist
stórmennisins og með svo mikla glýju í augum að
efinn átti engan aðgang að þeim. Og þessir fundir
voru algjörlega bannaðir börnum og því vantaði
sakleysingjann, sem afhjúpaði klæðskera keisarans
Gönguferð
á Mýrdalsjökli.
Reykjavíkurbréf 05.03.10
Sjálfstraust vantar