SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Page 32

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Page 32
32 7. mars 2010 þrjár geta hugsanlega sigrað. Líklegastar til vinnings eru Avatar, bæði vegna þess að hún hefur gert ótrú- lega hluti í miðasölunni. Er orðin á nokkrum vikum langtekjuhæsta mynd allra tíma bæði í Norður-Ameríku og á heimsvísu. Talin enda í 2,8-3,0 millj- örðum dala og hefur þá bætt fyrra met Titanic upp undir helming! Slíkar tölur kann kvikmyndaheimurinn að meta betur en flest annað og hefur örugglega verið ofarlega í huga meðlimanna þegar þeir gengu til kosninga. Þar fyrir utan er myndin slíkt þrívíddar-tækniundur að hún markar tímamót í sögunni. Er um- hverfisvæn ástarsaga í útgeimi, hin stór- fenglegasta afþreying. The Hurt Locker er einhver áhrifarík- asta mynd ársins en um leið ein sú hrikalegasta og virkaði á mann eins og bílvelta niður snarbratta fjallshlíð. Mað- ur skreiddist út úr bíóinu eftir miskunn- arlausan djöfulganginn í Íraksstríðinu, en fylgst er með gengi sprengjuleit- arflokks sem vinnur við að gera sprengj- ur óvirkar. Hún var mjög óþægileg á að horfa en jafnframt minnisstæð stríðs- ádeila. Þessar tvær eru líklegustu sig- urvegararnir en ég var stórhrifin af Up in the Air, þar sem Clooney sannar enn og aftur hvað hann er ótrúlega þjáll, flinkur og sjarmerandi gamanleikari og Reitman frumlegur leikstjóri á alla lund. Inglourious Basterds, nýtur vinsælda akademíunnar sem almennings, spurn- ing hvað hún hefði náð langt ef leik- stjórinn væri annar en Tarantino. Dist- rict 9 set ég í heiðursflokkinn því þar ber þessari snjöllu og frumlegu framtíðarsýn að vera – þó að hún eigi sjálfsagt hverf- andi líkur á sigri. Avatar The Hurt Locker Up in the Air Inglourious Basterds District 9 Í slappari helmingnum er vissulega ein virkilega sigurstrangleg mynd, Up. Hvað teiknimynd er að gera í þessum hópi er mér ráðgáta, Akademían er með sér flokk fyrir slík verk og þar trónar hún líka (!) Að öðru leyti er B-deildin óvæn- leg til afreka en ekki er hægt að ganga framhjá An Education. Hér kemur kven- leikstjóri við sögu, og það engin önnur Tvísýn úrslit á afhend- ingarkvöldi Óvissan ræður ríkjum í flestum flokkum Ósk- arsverðlaunanna í ár og setur öðru fremur mark sitt á kvöldið. Sérfræðingur Sunnudagsmoggans spáir í slaginn sem hann telur að standi á milli Avatar og The Hurt Locker, í mörgum tilfellum. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Hverjir hampa Óskarnum í ár? 82. Óskarsverðlauna afhendingarhátíðin er ein sú ófyr- irsjáanlegasta í ára- raðir, ef ekki áratugi. Í höfuðflokkunum mun baráttan örugglega standa á milli hinna gjörólíku verka, aðsóknarrisans Avatar, sem færir leikstjórann James Cameron á kunnuglegar slóðir eftir 12 ára fjarveru sem hann hefur notað til að skapa byltingarkennda þrívíddartækni, sem flestir stórmyndasmiðir eru skyndi- lega farnir að kljást við. Annað virðist ekki skynsamlegt því Avatar valtaði yfir öll kunn aðsóknarmet á leifturhraða. Búum okkur undir sannkallað þrívídd- armyndafár fram eftir öldinni, eða þangað til að ný og fullkomnari tækni leysir hana af hólmi. Hinn meg- inkeppinauturinn er hin gjörólíka The Hurt Locker, harðsoðin og miskunn- arlaus mynd úr Íraksstríðinu. Svo skemmtilega vill til að leikstjóri hennar er engin önnur en Kathryn Bigelow, fyrrverandi eiginkona hr. Camerons. Slík staða hefur aldrei komið áður upp á skákborði Óskars. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á flokkum og fjölda mynda, sem nú eru 10 í stað 5 í keppni um Bestu mynd árs- ins. Þetta verður til þess eins að lengja afhendingarhátíðina sem er ærið löng fyrir. Líkt og venjulega skjóta svo óvæntir sigurvegarar upp kollinum, sem er ómissandi þáttur í sýningunni og fyllir minnipokamenn bjartsýni og trú á lífið. En rennum nú yfir helstu verðlauna- tilnefningar þar sem mín spádómsgáfa getur hæglega beðið alvarlegan hnekki! Þann líklegasta set ég efstan í röðina hverju sinni, síðan koll af kolli. Besta mynd ársins Líkt og kom fram hér að ofan hefur Aka- demían gert nokkrar breytingar á hefð- bundnu formi verðlaunanna og er fjölg- un tilnefndra „Bestu mynda ársins“ um helming, mest áberandi. Ég ætla að gefa þessu fáránlega afturhvarfi til fyrri tíma langt nef og skipta hópnum í tvennt: Þær sem koma til greina, en hin helftin fer í 2. flokk, úrkastið, eða hvað við köllum það. Myndirnar í A-flokki eru misjafnlega sigurstranglegar en einar en hin bráðflinka danska Lone Scherfig, sem á m.a. að baki þá eftirminnilegu Ítölsku fyrir byrjendur (2000). Precio- us … er stórfengleg mynd um þeldökkt undirmálsfólk og á allan heiður skilinn en má sín ekki gagnvart hákörlunum. Up Precious: Based on the Novel ‘Push’ by Sapphire An Education A Serious Man The Blind Side Besta erlenda myndin Hér er ástandið bágborið, enn sem kom- ið er hefur engin myndanna verið sýnd á voru fagra landi. Þó má teljast mjög lík- legt að sú þýska eða franska hirði verð- launin. Nú síðast var Un Prophète að hreinsa Cesar-verðlaunin í heimaland- inu. En hér er rennt nokkurn veginn blint í sjóinn, en allar myndirnar hafa hlotið frábæra dóma þar sem þær hafa verið teknar til sýninga. Spámaður (Un Prophète) Frakkland Hvíti borðinn (Das Weisse Band) Þýskaland Ajami Israel The Milk of Sorrow (La Teta Asustada) Peru The Secret in Their Eyes (El Secreto de Sus Ojos) Argentina Besti leikstjórinn Í þessum flokki eru virkilega skemmti- legir og óvenjulegir hlutir að gerast þar sem fyrrverandi hjónin Bigelow og Cameron eru líklegust til að kljást um verðlaunin. Er ekki kominn tími til að konur í leikstjórastól fái uppreisn æru? Cameron á vissulega ólíkt glæsilegri feril að baki en Bigelow á ofurskellinn K17; The Widowmaker og Strange Days á fer- ilskránni. Og reyndar líka Blue Steel, tvítuga, en minnisstæða B-mynd. Flest- ar líkur benda til að Cameron hirði karl- inn, ef svo verður ekki þá kemur engin önnur en Bigelow til greina. Avatar – James Cameron The Hurt Locker – Kathryn Bigelow Up in the Air – Jason Reitman Inglourious Basterds – Quentin Tarantino Precious: Based on the Novel ‘Push’ by Sapphire – Lee Daniels Besti karlleikarinn í aðalhlutverki Hér liggja úrslitin í loftinu (óskhyggja?) Jeff Bridges er ástsæll leikari af öflugum Hollywood-rótum. Einstakur leikari sem hefur verið með eindæmum mis- heppinn í hlutverkavali en jafnan verið stutt á milli mynda þar sem hann hefur fengið tækifæri til að sýnt sinn magnaða og persónulega leikstíl og fjallsterku og aðlaðandi útgeislun sem hefur fært hon- um stöðugar vinsældir í kvikmynda- heiminum. „Nú er minn tími kominn,“ getur hann sagt og það afslappaður og í andlegu jafnvægi. EN, þetta bannsetta en, af hverju þurfti George Clooney, annar hágæðaleikari og ámóta sjarmör, dáður hér sem annars staðar, að sýna besta leik ferilsins á þessu sama ári? Clooney er eini leikarinn sem getur reynst Bridges skeinuhættur, hann er ótrúlega þéttur í Up in the Air. Freeman bregst aldrei og væri vel að sigrinum kominn, gefum honum smá-von fyrir sinn sympatíska Mandela. Renner á litla von, þótt staffírugur sé sem taugalaus nagli sem gerir vítisvélar óvirkar með bros á vör í stríðshrjáðri Bagdad. Hef ekki séð Firth í A Single Man og satt að segja aldrei talið hann líklegan til stór- ræða. Jeff Bridges – Crazy Heart George Clooney – Up in the Air Morgan Freeman – Invictus Jeremy Renner – The Hurt Locker Colin Firth – A Single Man Besta leikkonan í aðalhlutverki Einn af veikleikum Kvikmyndaakademí- unnar er að veita af og til hæfileikalitlum fegurðardísum þessa eftirsóttustu veg- semd kvikmyndaheimsins. Juliu Ro- berts, Gwyneth Paltrow, Halle Berry … Allar státa þær af Óskar sem bestu leik- konur í aðalhlutverki en litlum leiklist- arhæfileikum. Hætt er við að enn ein, Sandra Bullock, bætist í þennan föngu- lega hóp í ár fyrir göngu sína í gegnum The Blind Site (sem hefur mokað inn fé). Þó er hún að berjast við stallsystur sínar sem hún hefur lítið roð í. Hina magn- þrungnu Mirren; Hina fersku, verðandi stórstjörnu, Mulligan; Gabourey Sidibe, sem fær einróma lof fyrir túlkun á hinni holdugu, ólæsu og óskrifandi blökku- stúlku í Harlem. Ég vona að hún vinni, hún hefur þá allavega heiðarlega ástæðu til að gráta úr sér augun, öfugt við stöll-

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.