SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 34
34 7. mars 2010 A ðgerðir íslensku sveitarinnar einkenndust af fagmennsku og fumleysi enda er hæfni hennar vottuð af Sameinuðu þjóð- unum. Það fer ekki hver sem er í svona leiðangur. Þessir menn eru ótrúlega ein- beittir og skipulagðir. Þegar Íslendingar taka sig til standa engir þeim á sporði,“ segir Ingvar Á. Þórisson kvikmyndagerð- armaður sem fylgdi Íslensku alþjóða- björgunarsveitinni, sem starfar á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hvert fótmál á Haítí fyrir skemmstu en hann hefur að undanförnu safnað myndefni um björgunarsveitastarf vegna heimild- armyndar sem Sagafilm er að gera í sam- vinnu við Landsbjörg. Unnið hefur verið um nokkurt skeið að myndinni. Ingvar beið átekta eftir stóru verkefni en óraði ekki fyrir því að það myndi tengjast einhverjum mestu ham- förum síðari tíma. „Ég er alltaf á vakt. Tilbúinn að fara þegar útkallið kemur. Þessa nótt fékk ég símtal klukkan hálf eitt þess efnis að sveitin væri hugsanlega á leið til Haítí. Mér fannst ólíklegt að af þessu yrði, þannig ég fór aftur að sofa. Rétt fyrir klukkan tvö fékk ég annað símtal og ákvað þá að drífa mig upp í Skógarhlíð, þar sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er til húsa. Þar var utanríkisráðherra mættur og ljóst að sveitin væri á leiðinni á stað- inn. Við vorum komnir út á flugvöll fyrir klukkan sex um morguninn,“ segir Ingv- ar. Enginn „fjölmiðlaskjálfti“ Hann var með allt klárt, nema bólusetn- ingarskírteinið. Honum var sagt að hafa ekki áhyggjur af því enda hefur hann fengið allar helstu sprautur. Þar fyrir utan borðaði íslenski hópurinn aldrei annan mat en hann hafði meðferðis og drakk að- eins rammíslenskt vatn. Lítið var vitað um afleiðingar skjálftans nóttina sem hópurinn hélt utan. Ingvar hafði séð skelfilegar myndir á CNN en vonaði eigi að síður að aðeins væri um „fjölmiðlaskjálfta“ að ræða. Þegar þeir lentu á flugvellinum styrktist sú von. Flugstöðin stóð uppi og lítil merki um hamfarir. Því miður var það tálsýn. „Þeg- ar við komum inn í flugstöðina sáum við sprungur á veggjum og á leiðinni inn í borgina blasti skelfingin við. Allt á rúi og stúi, kílómetri eftir kílómetra af hrundum húsum. Það var átakanlegt að sjá gröfur stafla líkum upp á vörubílapalla. Við gerðum okkur því fljótt grein fyrir því hvað var á seyði. Neyðin fór ekkert milli mála. Eins og þessi langþjáða þjóð þyrfti á þessu að halda, nóg var örbirgðin fyrir.“ Nálykt er óhjákvæmilegur fylgifiskur svona hamfara og Ingvar segir hana hafa verið afar sérstaka. „Ég hafði aldrei fund- ið þessa lykt áður en vissi af hverju hún var. Nályktin getur verið kæfandi.“ Fékk ekki að fara inn í göng Ingvar hefur víða drepið niður fæti í þriðja heiminum og í fyrra kom hann á Gaza en segir ekkert geta búið fólk undir hamfarir af þessari stærðargráðu. Hann viðurkennir að hafa verið í lausu lofti fyrstu klukkustundirnar eftir kom- una en um leið og björgunaraðgerðir hóf- ust helltist tilgangurinn yfir hann. „Við einblíndum á hjálpina og það vó óneita- lega upp á móti eymdinni að ná að bjarga Fluga á föllnum vegg Ingvar Á. Þórisson kvikmyndagerðarmaður fylgdi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni eftir sem skugginn þegar hún vará Haítí á dögunum og náði einstökum myndum af aðgerðum henn- ar. Hann segir íbúa eyjunnar hafa sýnt mikið æðruleysi andspænis þessum miklu hamförum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Það leið yfir móður Nadiu, þriðju konunnar sem var bjargað úr verslunarmiðstöð, þar sem hún var grafin í rúst- unum í á þriðja sólarhring, þegar hún sá dóttur sína. Ingvar myndar björg- unarsveitarmenn með- an þeir ræða við Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra í síma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.