SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 36
36 7. mars 2010 mannslífum.“ Ingvar notar orðin „fluga á vegg“ til að lýsa hlutverki sínu á Haítí. Hann fylgdi ís- lensku sveitinni hvert fótmál og fékk óheftan aðgang, utan þess að hann fékk ekki að skríða inn í göng þaðan sem fórn- arlambi var bjargað. „Ég sótti það stíft en sveitin tók það ekki í mál. Öryggið er fyrir öllu.“ Hann segir samstarfið við sveitina hafa gengið hnökralaust fyrir sig. „Strákarnir voru einstaklega ljúfir og þægilegir í minn garð. Þeir hafa örugglega einhvern tíma verið pirraðir, eins og þegar þeir voru að reka sig í myndavélina, en þeir létu aldrei á því bera.“ Ingvar hafði það fram yfir flesta frétta- menn á svæðinu að hann var með björg- unarsveit. Hann er ekki í minnsta vafa um að það hafi gert honum kleift að ná betra efni. „Saga íslensku sveitarinnar var eina heilsteypta sagan sem varð til fyrstu dag- ana eftir skjálftann.“ Myndirnar gerðu gagn Myndir Ingvars fóru út um allan heim gegnum AP-fréttastofuna og meira að segja kom fyrirspurn frá Opruh Winfrey, sem sendi út sérstakan söfnunarþátt fyrir fórnarlömb skjálftans, en Ingvar veit ekki til þess að neitt hafi komið út úr því. „Ég held að þessar myndir hafi gert gagn. Fólk gerði sér grein fyrir neyðinni þegar það horfði á þær.“ Erfitt er að setja sig í spor heimamanna á Haítí en Ingvar segir þá hafa tekið því sem að höndum bar af aðdáunarverðri yf- irvegun. „Það er mikil reisn yfir þessu fólki. 90% þeirra sem fylgdust með björg- unaraðgerðum áttu ættingja í rústunum. Samt hélt fólk ró sinni, hvergi sást tár á hvarmi. Fólk gaf björgunarsveitunum líka algjört næði til að sinna sínum störfum.“ Ingvar upplifði eigi að síður dramatísk augnablik eins og þegar leið yfir móður stúlku sem bjargað var heilli á húfi úr rústunum. Enn með eftirskjálfta Hann kveðst hafa verið víku til tíu daga að jafna sig eftir heimkomuna. „Það var mjög skrýtið að koma heim aftur og venjast hversdagsleikanum. Ég kýldist reyndar niður í rúmið fyrstu nóttina vegna þreytu – var gjörsamlega uppgefinn eftir törnina. Það er erfitt að lýsa lífsreynslu af þessu tagi og áfallahjálpin sem við fengum í kjöl- farið var vel þegin. Það var gott að hitta strákana í sveitinni aftur og deila reynsl- unni.“ Hann er orðinn góður núna. „Það er helst að eftirskjálftarnir sitji í manni, þeir voru ófáir. Um daginn sat ég á bekk niðri í bæ þegar hann fór skyndilega að hristast. Á augabragði var ég kominn aftur til Haítí. Það var ekki þægilegt.“ „Við ferðuðumst um á stórum vörubílum, vistin á pallinum var ekki alltaf þægileg í tæp- lega 40 stiga hita og ryk- mekki,“ segir Ingvar. Það var ófögur sjón sem blasti við fyrsta kvöldið. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til að fjarlægja líkin. Málin rædd. Björg- unarsveitarmennirnir Guðjón, Oddgeir, Jó- hann og Halldór. Ingvar Á. Þórisson hefur verið við- loðandi sjónvarp og kvikmyndagerð í tvo áratugi. Hann var lengi á Rík- issjónvarpinu en rekur nú eigið kvik- myndafyrirtæki, Hugo Film. Ingvar hefur lengi verið áhugamað- ur um fjalla- og jöklamennsku og það skýrir þátttöku hans í myndinni um björgunarsveitina. Hann fór m.a. með Haraldi Erni Ólafssyni á Elbrus og Simon Yates a Ama Dablam. „Ég hef þvælst mikið á jöklum og fjöllum, meðal annars sem leiðsögumaður, og er því vanur volki og vosbúð.“ Hugo Film er með tvær heimild- armyndir í vinnslu um þessar mund- ir. Önnur myndin, Roðlaust og bein- laust, verður frumsýnd á Sjómannadaginn. Hermir þar af áhöfn á togara frá Ólafsfirði sem starfrækir hljómsveit um borð. Hina myndina gerir Ingvar í félagi við Kolfinnu Baldvinsdóttur og fjallar hún um innflytjendahælið í Njarðvík. Hann gerir ráð fyrir að hún verði tilbúin síðar á þessu ári. „Annars er því ekki að neita að maður finnur fyrir kreppunni. Og erum við þó ýmsu vanir í þessu fagi. Það er merkileg ráðstöfun að þjarma að kvikmyndagerð í ljósi þess að sagan sýnir að ríkið fær framlag sitt marg- falt til baka.“ Vanur volki og vosbúð „Við vorum með frið- argæsluliða frá SÞ allan tím- ann, hér erum við við hótel í miðbænum, eldar loguðu á götum og þetta minnti helst á stríðsástand,“ segir Ingvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.