SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 37

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 37
7. mars 2010 37 U ndanfarin tvö ár hafa verið lærdómsrík fyrir Íslendinga. Við áttuðum okkur á því að við erum ekki jafn flott og rík og við héldum, en mikilvægast af öllu var að við fórum að mótmæla fyrir alvöru. Búsáhaldabyltingin smitaði út frá sér og nú eru bar- áttuglaðir og reiðir Íslendingar farnir að standa upp og berja hnefum í borðið þegar þeim finnst vera brotið á sér. Dæmi má sjá um þetta á öllum stigum þjóð- félagsins, ekki síst hjá yngri kyn- slóðinni. Þeir eru fáir sem ekki muna eftir framhaldsskólaárum sínum. Margir muna eftir þessum árum sem þeim bestu í sínu lífi. Það hefur lengi verið talið að gott fé- lagslíf sé mikilvægt svo nemendur séu ánægðir og skemmti sér vel í skólanum. Reglan hefur verið að því betra sem félagslífið er í skól- anum, því ánægðari verða nem- endurnir með hann. Sumir skólar leggja mikið upp úr félagslífinu og styrkja nemendafélög sín vel, en aðrir leggja síður upp úr því. Fjöl- mörg nemendafélög hafa haldið hefðum í fjölda ára, jafnvel tugi ára, og eru þessar hefðir stærsti þátturinn í félagslífi hvers skóla. Flestir á menntaskólaaldri þekkja Nemó – árshátíð Verslunarskól- ans, 85 ballið – ball með „eig- hties“ þema Menntaskólans við Sund og Eplaballið sem er stærsta skemmtun Kvennaskólans í Reykjavík. Það hefur lengi verið hefð hjá nemendafélagi Fjölbrautaskólans í Breiðholti (NFB) að halda árshá- tíð sína á landsbyggðinni, hefð sem nær allt til stofnára skólans. Á árshátíðinni hefur tíðkast að nemendurnir snæði saman, haldi skólaball og gisti á hóteli í grenndinni. Undanfarin 24 ár hefur árshátíðin oftast verið hald- in á Hótel Selfoss, en hefur þó far- ið misvel fram. Árshátíð NFB hefur verið stoð félagslífsins undanfarin ár og hef- ur aðsóknin á hátíðina verið mik- il. Nemendur, sem náð hafa átján ára aldri, hafa sumir gist á her- bergjum Hótel Selfoss eftir ballið, en það mætti segja að skemmt- unin hefjist fyrst þar. Sungið og spilað er langt fram eftir nóttu og flest mál ganga áfallalaus fyrir sig. Þetta hefur verið frábær skemmt- un og flestir, ef ekki allir, koma heim sáttir. Árið 2007 var árshátíðin þó ekki áfallalaus, en slagsmál, fíkni- efni og óhófleg drykkja einkenndi skemmtunina sem leiddi til þess að árið eftir var NFB ekki lengur velkomið á Hótel Selfoss. Þetta var mikið áfall bæði fyrir skóla og nemendafélag, enda bætir slíkt ekki orðspor skólans. Það var svo tveimur árum síðar, árið 2009, sem nemendafélaginu tókst að sannfæra bæði hótelið og skóla- stjórn um ágæti nemendanna og féllust báðir aðilar á árshátíð á Hótel Selfoss sem gekk mjög vel, en engin meiri háttar mál komu upp. Núverandi stjórn nemenda- félagsins bjóst því við að fá aðra árshátíð á Selfoss í ár, en stjórn skólans tók fyrir þann möguleika. ,,Skólayfirvöld Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti geta ekki ábyrgst slíkt skemmtanahald tengt gist- ingu hluta nemendahópsins á hóteli og fjarri heimahúsum þar sem foreldrar geta ekki sinnt eft- irlitsskyldu sinni með fullnægj- andi hætti,“ sagði Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, nýráðinn skólameistari FB í bréfi til allra nemenda skólans. ,,Árshátíð úti á landi með tilheyrandi gistingu er kostnaðarsöm fyrir þátttakendur og er þannig hugsanlega að ýta undir mismunun nemenda með tilliti til fjárhagsstöðu. Einnig er það að að keyra yfir Hellisheiði að næturlagi á miðjum vetri með stóran nemendahóp ákveðin áhætta,“ bætti hún við. Erfið barátta nemenda Það var ljóst strax í upphafi að bann skólastjórnarinnar myndi draga dilk á eftir sér, en aðeins fá- einum klukkustundum eftir ákvörðunina hófst mikið fár meðal nemenda í skólanum. Skipulögð mótmæli hófust strax á mánudeginum eftir tilkynn- inguna, og fóru nemendur í mæt- ingarverkfall í kjölfarið og mættu ekkert í tíma. Mikill erill var í skólanum, sem fylltist af fjölmiðlum og aðilum sem forvitnir voru um málavexti. Rapparinn vinsæli Dóri DNA kom og hélt ræðu, Morfísliðið fór í kappræður við skólastjórnendur og tónlistaratriði voru skipulögð í matsal skólans. Nemendur fóru í einskonar skrúðgöngu um skól- ann, börðu í trommur og vildu að félagslífið væri í höndum nem- endafélagsins en ekki skólans eins og þetta væri í öðrum skólum. Því var jafnvel hótað af nemendum að draga skólann út úr Gettu betur, þar sem skólinn var kominn í fjórðungsúrslit. Þrýstingurinn á skólastjórnina var gríðarlegur á þessum tíma- punkti, en hún gaf sig ekki. Á endanum voru fundir boðaðir með stjórn nemendafélagsins og stjórn skólans, en þar börðust nemendur enn frekar fyrir mál- stað sínum og töldu upp rök fyrir því að árshátíð skyldi halda á Sel- fossi. Á endanum náðust þó sætt- ir. Árshátíðin yrði haldin í bæn- um, en ekki úti á landi. „Við skipulögðum þetta þannig að dagurinn byrjar í FB þar sem leikritið okkar, Frumskógarlög- málið, verður sýnt. Maturinn verður svo haldinn á Hótel Sögu með Audda og Sveppa sem veislustjóra, en ballið verður í Turninum með Bloodgroup sem hita upp fyrir Skítamóral,“ sagði Erla María Jónsdóttir, formaður NFB, í viðtali við Morgunblaðið. ,,Skólinn kemur til móts við okk- ur í kostnaði, og við erum sann- færð um að þetta verður jafnvel betra í ár en í fyrra.“ Sumir vilja meina að skólinn hafi borið sigur af hólmi í þessu máli, en aðrir álíta annað. Það er ljóst að árshátíð nemendafélagsins verður glæsileg í ár og eflaust munu framhaldsskólanemendur flykkjast á þennan árlega viðburð. Það er ekki spurning að þessari orrustu er lokið, en stríðið er langt frá því að vera búið milli nemendafélagsins og skólans. Á næsta ári má búast við annarri eins baráttu milli stjórna NFB og FB, enda þykir þetta mikið hita- mál meðal nemenda. Í FB verður 2010 minnst sem ársins sem nemendur stóðu upp og börðu hnefum sínum í borðið. Ársins sem nemendur héldu sína eigin búsáhaldabyltingu. Þetta var kannski ekki mikilvægasta bylt- ing í heimi þetta árið, en er ekki mikilvægt að ungt fólk temji sér að standa við sannfæringu sína? Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti verður 2010 minnst sem ársins sem nemendur skólans stóðu upp og börðu hnefum sínum í borðið. Morgunblaðið/HilmarSig Styr um- árshátíð FB Það hefur lengi verið hefð hjá nem- endafélagi Fjölbrautaskólans í Breið- holti (NFB) að halda árshátíð sína á landsbyggðinni. Að þessu sinni lögðust skólastjórnendur gegn þeirri hefð. Hilmar Þór Sigurjónsson hilmarsig@mbl.is Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n NÁMSKEIÐUM FYLGIR FRJÁLS MÆTING Í TÆKJASAL Innritun hafin í alla TT flokka! Sími 581 3730 Þú getur strax byrjað að æfa Um leið og þú hefur greitt fyrir námskeiðið, er þér frjálst að mæta í tíma í opna kerfinu TT tímar í boði: 6:15 – mán, mið, fös 7:20 – mán, mið, fös 10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun 12:05 – mán, mið, fös - Barnapössun 14:20 – mán, mið, fös 16:40 – mán, mið, fös - Barnapössun 17:40 – mán, mið, fös - Barnapössun 18:25 – TT3 mán, mið - (16-25 ára) 18:40 – TT3 mán, þri - (16-25 ára) 19:25 – mán, mið, fim (18:25) Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 14. mars kl. 15:00 og 16:00 Velkomin í okkar hóp!

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.