SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 40
40 7. mars 2010
H
refna hefur þrátt fyrir ungan
aldur komið víða við. Hún var
í fyrsta unglingalandsliði Ís-
lands og hefur tvisvar sinnum
keppt á heimsmeistaramótinu með ís-
lenska kokkalandsliðinu. Hún lærði kokk-
inn á Apótekinu, fór síðan á Sjávarkjall-
arann og var rétt nýorðin 27 ára þegar hún
opnaði Fiskmarkaðinn. „Ég var alltaf að
elda þegar ég var lítil og mér fannst það
bara rosalega skemmtilegt. Foreldrar
mínir elduðu ekkert mikið en fóru reynd-
ar mjög mikið út að borða. Svo komu þau
heim og elduðu eitthvað sem mér fannst
ekkert endilega gott og ég var alltaf að
skipta mér eitthvað af, segja að þetta ætti
að vera svona og hinsegin,“ segir Hrefna
um fyrstu skrefin í eldhúsinu og hlær við.
Hún segist alltaf hafa vitað að hana langaði
að verða kokkur þegar hún yrði stór en
segir að mamma hennar hafi í upphafi
hvatt hana til að leggja eitthvað annað
fyrir sig. „Þegar ég fór á unglingsaldurinn
var mamma alltaf að reyna að ýta mér á
aðra braut af því að henni fannst ég aðeins
of ung, en þegar ég varð tvítug fann ég
aftur að mig langaði að verða kokkur og þá
sagði mamma að ég væri tilbúin. Þannig
að ég byrjaði tvítug að læra.“
Fiskurinn krefjandi
Hrefna segir að þrátt fyrir ungan aldur hafi
hún verið alveg verið tilbúin til að reka
sinn eigin stað þar sem það hafi verið
markmið hennar frá upphafi námsins.
Fiskmarkaðurinn hefur frá upphafi fengið
mjög góða dóma og jákvæða umfjöllun og
Hrefna er ánægð með staðinn. Hún segir
að það sé á margan hátt erfiðara og meira
krefjandi að matreiða sjávarafurðir en
annað hráefni. „Mér finnst mjög gaman að
elda fisk. Það er aðeins erfiðara að gera
hann góðan, maður þarf að vera nákvæm-
ari þegar maður er að elda hann sem er
mjög skemmtilegt,“ segir hún en eldhúsið
segir hún vera á asískum nótum. „Við
erum með sushi og þannig mat en notum
íslenskt hráefni. Þetta er svona asískt
blandað við íslenskt en ekki „fusion“
samt. Við kryddum ekki mjög mikið og
leyfum hráefninu að njóta sín, en útfærsl-
an er kannski á asíska háttinn.“
Eldar grænmeti heima
Hrefna segir að fiskibollur séu allra besti
matur sem hún fær, en hún segir jafnframt
að það breytist oft hvað er í uppáhaldi hjá
henni á hverjum tíma. „Maður tekur ást-
fóstri við eitthvað í tvo, þrjá mánuði og
borðar yfir sig af því. Tekur til dæmis eitt-
hvert grænmeti og gerir allt við það,“ seg-
ir hún, en grænmetisréttir eru einmitt það
sem Hrefna eldar oftast heima hjá sér. Hún
segist vera dugleg við að elda og að kær-
astinn sé líka mjög góður kokkur, „ég er
bara miklu fljótari að elda en hann, dríf
þetta bara af“.
Hrefna viðurkennir að úrvalið af græn-
meti í verslunum mætti vera meira og
segir það vera óþægilega háð innflutningi
frá öðrum löndum. Hún segir þó mögu-
leikana óþrjótandi þegar um matreiðslu á
grænmeti er að ræða. „Ég nota mikið af
kryddi til að gera þetta skemmtilegt og
svo eru svo margar mismunandi eldunar-
aðferðir. Það er hægt að gufusjóða, steikja,
búa til bökur, buff, hrísgrjónarétti og alls
konar. Það eru eiginlega mestu möguleik-
arnir í grænmeti.“
Innt eftir góðu ráði þegar kemur að
eldamennskunni er Hrefna fljót að gefa
svar. „Það er alltaf betra að elda minna en
of mikið, af því að það er auðveldara að
elda það þá meira ef þarf, en það er ekki
hægt að elda til baka! Hráefnið heldur líka
alltaf áfram að eldast þegar það er komið
út úr ofninum út af hitanum.“
Hrefna hefur einlægan áhuga á matargerð og hefur heimsótt veitingastaði víða erlendis.
Morgunblaðið/Ómar
Fiskur
og
grænt
Hrefna Rósa Jóhanns-
dóttir Sætran er yfir-
kokkur og eigandi
Fiskmarkaðarins. Hún
segir sjávarafurðir
vera ögrandi hráefni
en eldar mest af græn-
meti heima.
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is
Grænmetisréttir eru jafnan ́a borðum Hrefnu og kærasta hennar en hún segir möguleika hráefnisins endalausa.
Morgunblaðið/Ómar
Matur
Sætkartöflu-hnetusmjörs-
baka
Það er hægt að gera nokkrar litlar bök-
ur eða bara eina stóra.
1 pakki smjördeig
4 stk. egg
2 stórar sætar kartöflur
100 ml rjómi
6 msk. hnetusmjör
2 rif hvítlaukur
2 stk. skalotlaukar
salt og pipar
Aðferð: Saxið laukana fínt. Brjótið egg-
in í skál. Pískið hnetusmjörinu saman
við. Blandið rjómanum og laukunum
út í. Skrælið og skerið sætu kartöfl-
urnar í litla kubba. Bætið út í eggja-
blönduna. Kryddið með salti og pipar.
Fletjið út smjördegið. Setjið það í
botninn á forminu sem þið ætlið að
hafa bökuna í. Hellið fyllingunni ofan í
og bakið í 20 mín. ef það eru litlar bök-
ur en 40 mín. ef þær eru stærri.
Tandoori-kryddaðar kartöflur
200 g litlar kartöflur
2 msk. tandoori krydd
1 stk. hvítlaukur
100 g ósaltað smjör
salt
Aðferð: Sjóðið kartöflurnar með hýð-
inu þar til þær eru tilbúnar. Bræðið
smjörið á pönnu ásamt gróft skornum
hvítlauknum og tandoori-kryddinu.
Steikið kartöflurnar vel á pönnunni þar
til þær verða fallegar á litinn.
Tofu og græn chilli dressing
1 stk. tofu
1 stk. grænt chilli
1 stk. sítróna
salt
Aðferð: Setjið tofu í matvinnsluvél og
maukið þar til það er orðið eins og
mæjónes í áferð. Grófsaxið chilli og
bætið út í. Kreistið safann úr sítrón-
unni út í og kryddið með salti.