SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 44
44 7. mars 2010 Hin breska Kate Nash sló í gegn með plötu sinni Made Of Bricks árið 2007, plata sem lagði grunninn að töffarapoppinu sem svo margar breskar stúlkur iðka í dag; þ.e. hráar „mér er skítsama“-lífsreynslusögur í bland við stíliseraða og ofurspræka popptónlist. Nash mun gefa út aðra plötu sína, My Best Friend Is You, í apríl komandi. Það er sjálfur Bernard Butler, fyrrverandi gítaristi Suede, sem upptökustýrir. Fyrsta smáskífan nefnist „Doo Wah Do“ og kemur út 12. apríl. Kate Nash klár með plötu númer tvö Kate Nash Belle & Sebastian GLASGOW-sveitin geðþekka Belle & Sebast- ian er farin að huga að nýrri plötu, en nú eru fjögur ár liðin frá þeirri síðustu (The Life Pursuit, 2006). Sveitin hefur verið að vinna að efninu í heimabænum en svo verður hald- ið til Los Angeles þar sem tekið verður upp. Sveitin hyggst þá sækja nokkrar tónleikahá- tíðir í sumar til að viðra sig. Belle & Sebast- ian hefur legið í hálfgildings híði og Stuart Murdoch, leiðtogi sveitarinnar, gaf út plötu undir heitinu God Help The Girl í fyrrasumar. Ku það vera tónlist við mynd eftir Murdoch sem á reyndar ennþá eftir að „skjóta“. Belle & Sebastian leggur í nýja plötu Þrenningunni Lily, Rosemary og hjartagosanum, Jack of He- arts, bregður fyrir í Hænuung- unum, leikriti Braga Ólafssonar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Ekki er gott að gera sér grein fyrir því hve margir átta sig á hvaðan þau spretta, en hafir þú legið andvaka yfir þrautinni, kæri les- andi, er mér ljúft að upplýsa að öll eru þau persónur í samnefndu lag á plötunni Blood on the Tracks eftir Bob Dylan sem kom út 1975, þegar Bragi var þrettán ára. Þó að hér sé skrifað um poppklassík, en ekki leikhúsklassík, má geta þess að setningin kemur fyrir þar sem söguper- sónan Sigurhans horfir hugsi yfir stofuna heima hjá sér í blokkinni og segir svo: „Lily, Rosemary and the Jack of Hearts“. Það gefur augaleið að hann er að vísa til þess að skömmu áður lauk samtali hans við stúlkuna Lillý, en faðir hennar er nýlátinn, en hvernig texti lagsins rímar við annað það sem fram fer í Hænuung- unum verða aðrir að gera upp við sig. Þegar Blood on the Tracks kom út má segja að vegur Dylans hafi verið með minnsta móti. Skífurnar tvær þar á und- an, Dylan og hin arfaslaka Planet Waves, bentu til þess að innblásturinn væri upp urinn. Blood on the Tracks var því ekki síst fagnað fyrir það að Dylan væri aftur kominn í stuð, en hún skorar líka hátt á Dylan-kvarðanum, þó ekki taki ég undir það að hún sé ein af hans bestu verkum eins og svo oft er haldið á lofti. Hún er þó klassík á sinn hátt og þarf ekki Hænu- unga til. Mikið var um það rætt á sínum tíma að platan væri sprottin af tilfinningaróti Dylans í kjölfar skilnaðar hans og Söru, en þau höfðu þá verið gift í um áratug, og vissulega má lesa marga textana þannig að þeir séu endurrit deilna þeirra í mill- um sem Jakob, sonur þeirra, hefur og tekið undir. Dylan er þó ekki allur þar sem hann er séður og í sjálfævisögu sinni segir hann að innblástur skífunnar sé all- ur fenginn frá rússneska rithöfundinum Anton Tjekov, sem var líka leikskáld. Eins og Bragi. arnim@mbl.is Poppklassík: Blood on the Tracks – Bob Dylan Bob Dylan og Hænuungarnir Þ egar bretapopppsveitin Blur sprakk loksins á limminu voru örlog einstakra meðlima eðlilega í limbói eins og jafnan gerist er vinsælar poppsveitir hætta. Meðlimir kunna iðulega lítið annað en að vera í hljómsveitinni sem um ræðir og hafa oftast ekki haft rænu á því að koma á samböndum eða búa á annan hátt í haginn ef ske kynni að í harð- bakkann slægi. Í tilfelli Blur var það svo að Graham Coxon gítarleikari fór að sýsla við sóló- feril sem hann hefur rekið síðan með dágóðum árangri. Alex James bassa- leikari fór m.a. að skrifa í blöð og trymbillinn Dave Rowntree er í lög- fræðinámi. Damon Albarn, sem var alla tíð heili bandsins, hefur líkt og Coxon haldið áfram að sýsla við tónlist, en þó undir allt öðrum formerkjum. Á meðan Coxon dælir út gítarrokki er Albarn búinn að hringsóla um nánast öll tón- listarform sem hægt er að ímynda sér; heimstónlist, hipp-hopp og gallsúra tilraunatónlist. Og allt þetta hefur hann gert með góðum árangri, merkilegt nokk. Og það merkilegasta er óefað sýndarsveitin Gorillaz, skipuð fjórum teiknimyndahetjum sem vinur hans Jamie Hewlett skapaði en Hewlett þessi vann m.a. að myndasögunum Tank Girl. Plata, samnefnd sveitinni, kom út árið 2001 og önnur, Demon Days, fjór- um árum síðar. Báðum var þeim af- skaplega vel tekið og Albarn og Hew- lett hafa útfært Gorillaz-hugmyndina enn frekar með ýmsum hætti, t.a.m. með tónleikum, en svo á leiðtogi sveit- arinnar, Murdoc, til með að koma með kjaftforar, á stundum hneyksl- unargjarnar yfirlýsingar. Fyrir þremur árum hófu Albarn og Hewlett að vinna að verkefni sem þeir kölluðu Carousel. Átti það að standa utan við Gorillaz en á endanum þróað- ist það upp í að verða þriðja plata sveit- arinnar, Plastic Beach. Albarn hefur lýst því yfir að þetta sé poppaðasta plata Gorillaz til þessa en bætir við að: „En ég reyni um leið að nýta þá reynslu sem ég bý yfir til að ljá henni eitthvað sem kalla mætti dýpt.“ Fyrsta lagið af plötunni sem fór í spilun kallast „Stylo“ og þar má heyra Mos Def og sjálfan Bobby Womack syngja. Womack hafði enga hugmynd um hvað Gorillaz væri en þar eð dóttir hans fílaði hana ákvað hann að láta slag standa! Damon apabróðir Þriðja Gorillaz-plat- an, Plastic Beach, kemur út eftir helgi. Þessi leynisveit Da- mons Albarn er nú búin að taka undir sig dularfulla eyju, eins og sjá má í teikn- ingum hinnar Górill- unnar, Jamie Hewlett Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Górillunnar 2D, Murdoc Niccals, Noodle og Russel Hobbs og Plastströndin góða. Fjöldinn allur af listamönnum leggur gjörva hönd á plóg á plötunni. Þeir eru Snoop Dogg, Hypnotic Brass Ensemble, Kano, Bashy, Bobby Womack, Mos Def, Gruff Rhys, De La Soul, Little Dragon, Mark E. Smith, Lou Reed, Mick Jones, Paul Simonon, sinfonia ViVA og The Lebanese National Orchestra for Oriental Arabic Music. Einar Örn Benediktsson, ekta- vinur Albarn, lagði þá til rödd á plötuna en hún var á endanum ekki notuð og var hann ekki sá eini sem það mátti þola. Mark E. Smith, eins og Jamie Hewlett sér hann fyrir sér. Górillukórinn Tónlist Upptökustjórinn Steve Lillywhite (U2 og fleira) ásælist sæti Simon Cowell í American Idol, en Cowell er sem kunnugt er á leiðinni í X-Factor. Lillywhite er það áfjáður í að vera arftaki Cowell, einhverra hluta vegna, að hann hefur póstað stuttu myndbandi á you- tube þar sem hann lýsir mætti sínum og megin og ástæðunum fyrir því að hann ætti að fá starfið. Steve Lillywhite Steve Lillywhite vill stól Cowell

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.