SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 4
4 18. apríl 2010
Styrmir Gunnarsson hrósaði Borgarahreyfingunni á
fundinum, sem hreyfingin hélt á fimmtudag, og þeim
grasrótarhreyfingum, sem hefðu sprottið upp eftir
hrunið, og spurði hver hefði komið ríkisstjórn Geirs
H. Haarde frá. Staðið hefði til að hún sæti áfram og
stjórnmálaflokkarnir hefðu ekki fellt hana: „Þið, sem
genguð um göturnar gerðuð það.“ Styrmir sagði að
grasrótarhreyfingarnar hefðu slegið réttan tón: „Ég
hef skilið tóninn sem grasrótarhreyfingarnar hafa
slegið frá upphafi fyrst og fremst á einn veg, að fólk-
ið sem mótmælti á götunum í fyrra hafi verið að gera
kröfu um aukið lýðræði, um meira lýðræði og opnara
og gagnsærra samfélag.“ Hann bætti við að eina
leiðin út úr kreppunni væri beint lýðræði, „í staðinn
fyrir að kjósa fámennan hóp á nokkurra ára fresti
taki fólkið sjálft allar meginákvarðanir, alveg sama
hvort það er virkjun við Kárahnjúka, auðlindagjald í
sjávarútvegi eða breytingar á kvótakerfinu“.
Þegar honum var svarað með gagnrýni á beint lýð-
ræði í Sviss stóð ekki á svari: „Pólitíska yfirstéttin á
Íslandi mun alltaf finna einhverjar leiðir til að halda
því fram að hið beina lýðræði sé ekki rétt aðferð.“
Hugmyndum sínum væri svarað með því að stórir að-
ilar gætu keypt atkvæði kjósenda eða hinn venjulegi
borgari hefði hvorki menntun né þekkingu til að taka
sömu ákvarðanir og 63 þingmenn, en þeir væru í
grundvallaratriðum hvorki betur menntaðir né betur
upplýstir en fólkið salnum og væru á engan hátt bet-
ur til þess fallnir en það og aðrir Íslendingar, sem rétt
hefðu til að taka þátt í kosningum, til að taka slíkar
ákvarðanir: „Þess vegna segi ég: það á að færa
þetta vald til fólksins.“
Það á að færa þetta vald til fólksins
Morgunblaðið/Ómar
S
kýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um
aðdraganda og orsakir falls íslensku
bankanna er ekki opinberun í þeim
skilningi að niðurstaða hennar komi á
óvart. Hún er í einni setningu sú að meg-
inábyrgðin er bankanna og stjórnkerfið brást
með aðgerðarleysi sínu þrátt fyrir vitneskju um
að allt væri komið í óefni. Skýrslan er hins veg-
ar mjög rækileg krufning á fallinu og þar er
mikið um upplýsingar, sem ekki hafa komið
fram áður.
Við því var að búast að í svo umfangsmikilli
skýrslu fyndu allir eitthvað við sitt hæfi, eitt-
hvað til að renna rökum undir sína kenningu
um það hvers vegna íslenskt samfélag hefði
farið á hliðina. Umræður um skýrsluna hafa að
mestu leyti snúist um fortíðina. Spurt er hvað
gerðist, hvers vegna og hver bar ábyrgðina. Við
þessum spurningum verða að fást svör, en það
er einnig lykilatriði að af henni verði dreginn
lærdómur. Sú hugsun lá að baki orðum Páls
Hreinssonar, formanns rannsóknarnefnd-
arinnar, þegar hann hóf blaðamannafundinn til
kynningar skýrslunni á mánudag með því að
segja að nú þyrfti að bretta upp ermar og breyta
því, sem breyta þyrfti. En hverju þarf að
breyta?
Auðveldar ákvarðanir um framtíðina
Á meðan uppgjörið við hrunið yfirgnæfði um-
ræðuna í fjölmiðlum hélt Borgarahreyfingin
fund á fimmtudag undir yfirskriftinni „Hvað
næst?“ þar sem frummælendur voru Jón Bald-
vin Hannibalsson, fyrrverandi stjórnmálafor-
ingi, Sigrún Davíðsdóttir fréttamaður og
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins. Spurningarnar á fundinum
voru þrjár. Er stjórnmálaflokkunum treyst-
andi? Hverra er ábyrgðin? Er þörf á nýjum
samfélagssáttmála?
Styrmir talaði tæpitungulaust á fundinum.
Íslenskt þjóðfélag væri í raun hrunið og enginn
trúverðugleiki eftir í því. Það væri gott að
skýrslan „færði okkur heim sanninn um það,
sem í alvörunni hefur verið að gerast hér á
undanförnum árum“. Í því væri fólgin ákveðin
von um framtíðina vegna þess að nú vissi fólk
almennt hvað hefði verið á ferðinni á Íslandi
„og þegar sú vitneskja liggur fyrir held ég að sé
miklu auðveldara að taka ákvarðanir um fram-
tíðina“.
Sigrún Davíðsdóttir lagði áherslu á gerend-
urna í bönkunum og sagði að það bæri vitni
gríðarlegum hroka þeirra að kvarta undan því
að þeir hefðu ekki verið stöðvaðir, en einnig
hefði verið ógnvekjandi að heyra því lýst
hvernig ekkert hefði verið gert í stjórnkerfinu
þrátt fyrir vitneskju. Hún hafnaði því að öll
þjóðin bæri ábyrgð á hruninu.
Nýtt form lagar ekki hugarfar
Sigrún vildi ekki svara því hvort þörf væri á
nýjum samfélagssáttmála, en kvaðst trúa á ein-
faldar afmarkaðar aðgerðir. Hún talaði um
kunningja- og klíkusamfélagið og kvaðst ekki
vera viss um að „ný lög og nýtt hitt og þetta“
breytti miklu um þau grundvallarvandamál,
sem við væri að etja á Íslandi, að sumir fengju
að gera hlutina og aðrir ekki samkvæmt ein-
hverjum afstæðum kvarða. Hún sagði að vand-
inn lægi í hugarfarinu, sem virtist liggja djúpt:
„Það er engin allsherjarlausn að laga einhver
form ef hér er einlægur brotavilji, sem glíma
þarf við.“ Jón Baldvin tók undir þetta og sagði
að helmingur embættisveitinga á Íslandi réðist
af flokksskírteini, ekki hæfni.
Jón Baldvin sagði að margir hefðu óttast að
skýrslan yrði kattarþvottur, en svo væri ekki.
Hans helsta gagnrýni var að formaður Sam-
fylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
hefði verið undanskilinn. Hún hefði verið for-
maður annars stjórnarflokksins í ríkisstjórn
Geirs H. Haarde og bæri því jafna ábyrgð og
hann á verkum þeirrar stjórnar. Nú væri að sjá
hvort þingnefndin, sem fjalla á um skýrsluna,
hefði manndóm í sér til að ákæra ráðherra og
draga fyrir landsdóm og láta þá svara til saka,
hvort sérstakur saksóknari með ábendingar í
höndunum muni fylgja þeim eftir með máls-
höfðun. „Það mun breyta miklu í þessu þjóð-
félagi ef við getum sannfærst um að hér séu
stjórnvöld, sem tryggi réttlæti,“ sagði Jón
Baldvin. „Ef það bregst er fátt um fína drætti.
Ef það tekst er það skref fram á við.“
Næsta skrefið væri hins vegar stóra spurn-
ingin: Hvað við ætluðum að læra af óförum
okkar: „Trúum við því að við getum gert þetta
með smáskammtalækningum, skref fyrir skref,
höfum við einhverja trú á því að við getum gert
þetta innan stjórnmálaflokkanna eða höldum
við að við þurfum að gera það eins og í Frakk-
landi fyrir Du Gaulle þegar fjórða lýðveldið var
komið í þrot, að það þurfi að byrja upp á nýtt
og byggja nýtt samfélag á nýjum grunni. Ykkar
er valið.“
Í leit að
lausnum
Hvað nú þegar
skýrslan um hrun-
ið liggur fyrir?
Grasrótarhreyfingar hafa látið að sér kveða eftir hrunið og þær fara sínar leiðir til að vekja umræðu og þoka henni áfram.
Morgunblaðið/Ómar
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Spurningar úr sal á
fundi Borgarahreyf-
ingarinnar á fimmtu-
dag um hver séu
næstu skref eftir
skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar end-
urspegluðu margar
vantrú á íslensku
valdakerfi. Einn spyrj-
andi sagði að við sem
þjóð fengjum það
sem við kysum og í
boði væri „ömurlegt,
verra, skítt og glat-
að“. Annar notaði
garðyrkjulíkingu og
spurði hvort til nokk-
urs væri að vökva
rætur stjórnkerfisins
ef tréð væri dautt.
Ömurlegt,
verra,
skítt og
glatað
ódýrt og gott!
Krónu kjúk
lingur599kr.kg