SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Qupperneq 10

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Qupperneq 10
10 18. apríl 2010 H inn 23. nóvember 2008, einum og hálfum mánuði eftir bankahrun, birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins fréttaskýring eftir mig, undir fyrirsögninni Sjónarspil og sýndarleikir Glitnis og FL. Í greininni, sem var byggð á hluta af lánabók Glitnis frá 31. janúar 2008, var baktjaldamakk í Glitni rakið, þar sem tugir milljarða króna voru lánaðir úr bankanum til hand- valinna Baugstengdra aðila, sem svo vitanlega töpuðust allir. Það var Jón Ásgeir Jóhannesson sem sá um val- ið. Morgunblaðið var varla komið úr prentvélinni laugardaginn 22. nóv- ember þegar Jón Ásgeir hafði brugðist harkalega við fréttaskýr- ingu minni. Hann fékk birta svar- grein eftir sig í Fréttablaðinu á leið- araopnu sunnudaginn 23. nóvember (sama dag og greinin birtist í Mogganum) og símleiðis hót- aði Jón Ásgeir mér málsókn. Jón Ásgeir fór mikinn í grein sinni sem birtist undir fyrirsögninni Órökstuddar dylgjur. Hér eru nokkrar orðréttar tilvitn- anir í grein Jóns Ásgeirs: „Morgun- blaðið heldur áfram að ráðast að mér og tengdum félögum. Nú birtir Agnes Bragadóttir upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptamanna við Glitni hinn 31. janúar 2008. Á grunni þeirra upplýsinga treystir Morgunblaðið sér til að slá upp fjögurra dálka svörtum kassa á forsíðu þar sem fullyrt er: „Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, brutu allar verklagsreglur við lánveitingar“ og að líklegt sé „talið að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum“,“ segir Jón Ásgeir m.a. í grein sinni. Síðar segir hann: „Morgunblaðið er væntanlega að reyna að sá þeirri hugmynd að stærstu eigendur Glitnis, félög tengd mér, hafi gengið um sjóði Glitnis eins og þeir ættu þá … Tilgangurinn helgar meðalið Það stendur ekki steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Það er líklega vegna þess að hún hefur ákveðið fyrirfram, eins og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist mér og mínum félögum sé tóm spilling og svikamylla. Hugsanlega veit Agnes betur, en tilgang- urinn helgar meðalið. Ég get skilið að venjulegt fólk, sem hefur því miður orðið fyrir barðinu á hruni íslensks efnahagslífs, sé reitt og leiti skýringa, jafn- vel sökudólga. Það ríkir mikil tortryggni og andúð í garð bankanna, fjárfestingafélaganna og ekki síst þeirra einstaklinga í viðskiptalíf- inu sem mest hefur borið á. Ég mun standa skil á því sem að mér snýr og vík mér ekki undan þeirri ábyrgð sem ég ber. Ég veit að ég hef ekki aðhafst neitt ólöglegt og neita því að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð, í trausti þess að fólk geri ekki kröfur um að svikabrigslin séu rökstudd. Hvað gengur Morgunblaðinu til? Hverra erinda gengur blaðið? Af hverju hafa órökstuddar ávirðingar í nýlegum greinaskrifum ein- staklinga ratað í þrígang á forsíðu blaðsins? Af hverju er Agnes Bragadóttir með mig og tengd félög á heilanum, en fjallar lítið sem ekkert um aðra banka eða eigendur blaðsins? Af hverju eyðir seðla- bankastjóri stórum hluta ræðu sinnar hjá Viðskiptaráði í ósannindi um að ég stjórni öllum fjölmiðlum í landinu og að ég skuldi þúsund milljarða? Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið ... en sú gagnrýni verður að byggjast á staðreyndum og rökum, ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri.“ Þótt lygin sé endurtekin út í eitt verður hún ekki sönn. Jón Ásgeir og félög honum tengd skulda 5,74 milljónir evra, eða tæpa þúsund milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Lánveitingar Glitnis sem ég fjallaði um eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ekkert af þessu er „ósannindi, dylgjur og slúður“. Að endur- taka lygina nógu oft ’ Þótt lygin sé endurtekin út í eitt verður hún ekki sönn. Jón Ásgeir og félög honum tengd skulda 5,74 milljónir evra. 06:00 Ég vakna vanalega á þessum tíma. Hlustaði á ágæta klassík í Ríkisútvarpinu á meðan ég fékk mér kornmeti og súr- mjólk, en það gerir mig vitlaus- an að heyra alltaf eitthvert gerviklapp sem þeir leika eftir hvert tónverk – alltaf sama klappið eins og upp úr dós. Þeir halda sennilega að ekkert venjulegt fólk hlusti á útvarpið fyrir allar aldir. 07:00 Vann ég að verki í sambandi við valnefnd í stöðu eldfjallafræðings við Háskóla Ís- lands. 08:30 Fór ég í bakaríið í Stykkishólmi til að kaupa brauð og nesti í mína daglegu göngu- ferð. Í þetta sinn fórum við í tveggja tíma göngu í Helgafells- sveit, framhjá Smyrilshamri og Árnesborg, að ósum þar sem Gríshólsá og Bakkaá falla í Hofs- staðavog. Gangan varð að vera í styttra lagi í dag, þar sem við vorum enn stirð eftir fimm tíma gönguna í Búðahrauni í gær. Hápunkturinn í gær var að finna yndislegt vetrarblóm (saxifraga) í blóma í hrauninu. Fyrsta villta blómið sem ég sé í vor. Veður var hið besta til göngu í morgun, þurrt og enginn vindur. Ég rakst á nokkra bergganga í fjörunni og falleg rauð millilög af fornum jarðvegi milli tertíeru blágrýt- ishraunlaganna. Svo rakst ég á fornt hraunlag af líparíti, rétt hjá spennistöðinni, en það kom mér mikið á óvart. Þetta svæði er svo fallegt að ég skil ekkert í því að ég skuli ekki hafa gengið hér fyrr. Það er víst oft svo að maður leitar langt yfir skammt. 12:00 Var mér boðið í nýja soðna ýsu og kartöflur hjá Stellu frænku minni, en hún og Sig- urður Hauksson gátu frætt mig frekar um örnefni á stöðum þar sem ég fór um á gönguleiðinni. Ambáttarskeið? Hvaða saga er nú á bak við það örnefni? Var ambáttin á flótta? Undan hverj- um? 13:00 Fór ég að vinna við handrit fyrir vídeósýningu um gosið á Fimmvörðuhálsi, sem verður sýnt í Eldfjallasafni í sumar. Ég er að reyna að kynn- ast betur iMovie HD-forritinu til að skapa vídeómyndina. Þetta eru allt of margir valmöguleik- ar! 16:00 Ég skrapp yfir í gamla barnaskólann, rétt hinum meg- in við götuna, en þar hef ég her- bergi sem ég nota fyrir fag- bókasafn Eldfjallasafns. Það er dálítið skrítið að vera kominn inn í gamla skólahúsið aftur, en ég var hér í barnaskóla fyrir um 59 árum. Skrifaði blogg á vulkan.blog.is um bólstraberg. Mér finnst að fólk ætti almennt að vita um bólstraberg, þar sem það er al- gengasta hrauntegund á jörð- inni, en sést aðeins neðansjávar, – nema á Íslandi, þar sem bólstraberg hefur myndast við eldgos undir jöklum. Það er næstum því jafnmerkilegt og móberg! Skrapp út í búð og tók eftir því að það er bara besta veður í Hólminum. Kíkti á óró- ann sem er mældur á Goða- bungu og jarðskjálfta undir Eyjafjallajökli, sem eru nú næst- um hættir. Mér sýnist gosið al- veg að deyja út. Þetta var stutt og laggott. Samt væri nú gaman ef gosið tæki sig upp aftur, svona eins og nokkrar dauða- hryglur. Er samt að hugsa um að skreppa á Fimmvörðuháls á helginni. 18:30 Það er kominn kvöld- matur og ég er að steikja bleikju í matinn. Ég reyni að bægja frá mér óskemmtilegum hugsunum um rannsóknarskýrsluna um bankahrunið, en er farinn að hlakka til göngunnar í fyrra- málið. Er ekki dásamlegt að hafa eitthvað til að hlakka til? Ég fæ að sjá grjót sem ég hef aldrei séð áður! Á hvaða fjall á Snæfellsnesi skyldi gangan á morgun nú verða? Ég verð að halda áfram að ganga daglega, því annars fæ ég brauðfætur. Þeir koma víst hvort sem er með aldrinum … Vissara að fara snemma í rúmið, enda aldrei neitt af viti í sjónvarpinu. Dagur í lífi Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings Haraldur Sigurðsson við eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Morgunblaðið/RAX Dagleg ganga kemur í veg fyrir brauðfætur Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Breyttu lífi þínu til hins betra? Gerðu eitthvað í málunum núna Lifandi og nærandi Lífsstílsnámskeið Tryggðu þér pláss á þessu einstaka námskeiði. Síðast komust færri að en vildu. Námskeið umnæringuna í lífi okkar. Heildræn nálgun þar sem horft er til lífshátta, hugarfars og næringar. Mataræði, uppskriftir, yoga, hugleiðsla og hamingjufyrirlestur meðÁsdísi Olsen. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Heilsusamlegmáltíð fráMaður Lifandi fylgir í hvert skipti. Verð 39.000 kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.madurlifandi.is Námskeiðin eru undir handleiðslu Ingibjargar Stefánsdóttur, jógakennara, markþjálfa og heilsuráðgjafa Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6 - Hafnarborg - s: 58 58 700 - www.madurlifandi.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.