SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 16
16 18. apríl 2010
S
tóri salurinn í Háskólabíói er eins og fuglabjarg
þennan morgun. Hvert sæti er skipað. Aldrei
þessu vant nær ekki nema eitt og eitt höfuð
upp fyrir stólbakið, það eru leikskólakenn-
ararnir. Nemendur úr leikskólum á höfuðborgarsvæð-
inu eru nefnilega mættir til að upplifa nýjasta ævintýri
Maxímúsar Músíkúsar, þegar hann trítlar í tónlistar-
skólann.
Eftirvæntingin skín úr andlitum hinna ungu tón-
leikagesta sem ræða fjálglega sín á milli enda þótt ekki
sé einu orði vikið að skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis. Kannski eins gott. Um leið og sögumaðurinn,
Valur Freyr Einarsson, stígur á svið og býður gesti vel-
komna má heyra saumnál detta. Hver segir svo að ís-
lenskt ungviði sé ekki vel upp alið. Sögumaðurinn, sem
fékk fötin að láni hjá eldgömlu tónskáldi, pípuhatt og
allt, og auðvitað Sinfóníuhljómsveit Íslands halda at-
hygli gestanna óskiptri næstu þrjú korterin. Aðalhetjan
er samt augljóslega Maxímús Músíkús. Börnin þekkja
þá mætu fígúru augljóslega eins og lófann á sér. Hlusta
andaktug meðan sögunni vindur fram í tali og tónum.
Ofan í skjóðu fiðluleikara
Í sögunni fær Maxímús fyrir tilviljun að kynnast
undraheimi hljóðfæranna og um leið nokkrum hress-
um krökkum sem bíða spenntir eftir því að koma fram
með stóru sinfóníuhljómsveitinni. Það gerist einmitt í
veruleikanum en hvert ungmennið af öðru
stígur á svið með hljómsveitinni.
Eins og vera ber lendir Maxímús í ýmsum
ævintýrum, hafnar meðal annars um tíma ofan í
skjóðu eins fiðluleikarans og gerir dauðaleit að
svartþresti nokkrum. Þá lendir söguhetjan inni í
röndóttu risahljóðfæri sem lítur út eins og harpa
á hlið og gerir tilraun til að spila á það gest-
unum í Háskólabíói til mikillar ánægju. Aum-
ingja húsvörðurinn fer á stjá þegar hann heyrir
Maxímús dansa fram og aftur á hljómborðinu
en verður logandi hræddur þegar hann sér ekki
nokkurn mann sitja við flygilinn. „Draugur,“
hljóðar hann og leitar skjóls á klósettinu undir
dynjandi hlátrasköllum tónleikagesta.
Samhliða því að fylgjast með ferðum
Maxímúsar hlýða börnin á tónlist eftir
Brahms, Jón Leifs, Haydn og Seitz, svo
einhverjir séu nefndir.
Tónleikunum lýkur á því að lagið hans
Maxa er leikið og sungið. Þá tekur hver
barki í húsinu undir. Þakið rifnar svo af
Háskólabíói þegar Maxímús birtist loks á
sviðinu í eigin persónu. Fram að því hefur
hann aðeins komið fram í teiknimynda-
formi á bíótjaldinu. „Þarna er hann,“ heyr-
ist sagt með andköfum.
Börnin með á nótunum
Svo skemmtilega vill til að konan sem
skóp Maxímús Músíkús er einmitt fé-
lagi í Sinfóníuhljósveit Íslands, Hall-
fríður Ólafsdóttir flautuleikari. Höf-
undur myndanna er líka í
hljómsveitinni, Þórarinn Már Bald-
ursson víóluleikari. Þetta er önnur
bókin og aðrir tónleikarnir sem
helgaðir eru kappanum og Hall-
fríður er í skýjunum með viðtök-
urnar. „Þetta eru fyrstu tónleikarn-
ir í þessari röð og þeir gengu
ágætlega. Það er greinilegt að börn-
in eru með á nótunum. Það er alltaf
jafngaman að sjá glampann í augunum á
þeim.“
Hún segir meðbyrinn mikinn, búið er
að þýða fyrri bókina á fjölda tungumála
og í haust fara fyrstu tónleikarnir fram
erlendis, í einu frægasta tónleikahúsi
heims Consertgebouw í Amsterdam í
Maxímús, Maxí-
mús, um tónlist-
ina fróðleiksfús
Ljósmyndir: Ernir Eyjólfsson ernir @mbl.is
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Bak við tjöldin
Sögumaðurinn, Valur Freyr Einarsson, og Maxímús Músíkús (Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir) syngja lagið hans Maxa undir lok tónleikanna í Háskólabíói.
Helen Xinwei Chen
leikur einleik á flautu.