SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 16
16 18. apríl 2010 S tóri salurinn í Háskólabíói er eins og fuglabjarg þennan morgun. Hvert sæti er skipað. Aldrei þessu vant nær ekki nema eitt og eitt höfuð upp fyrir stólbakið, það eru leikskólakenn- ararnir. Nemendur úr leikskólum á höfuðborgarsvæð- inu eru nefnilega mættir til að upplifa nýjasta ævintýri Maxímúsar Músíkúsar, þegar hann trítlar í tónlistar- skólann. Eftirvæntingin skín úr andlitum hinna ungu tón- leikagesta sem ræða fjálglega sín á milli enda þótt ekki sé einu orði vikið að skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis. Kannski eins gott. Um leið og sögumaðurinn, Valur Freyr Einarsson, stígur á svið og býður gesti vel- komna má heyra saumnál detta. Hver segir svo að ís- lenskt ungviði sé ekki vel upp alið. Sögumaðurinn, sem fékk fötin að láni hjá eldgömlu tónskáldi, pípuhatt og allt, og auðvitað Sinfóníuhljómsveit Íslands halda at- hygli gestanna óskiptri næstu þrjú korterin. Aðalhetjan er samt augljóslega Maxímús Músíkús. Börnin þekkja þá mætu fígúru augljóslega eins og lófann á sér. Hlusta andaktug meðan sögunni vindur fram í tali og tónum. Ofan í skjóðu fiðluleikara Í sögunni fær Maxímús fyrir tilviljun að kynnast undraheimi hljóðfæranna og um leið nokkrum hress- um krökkum sem bíða spenntir eftir því að koma fram með stóru sinfóníuhljómsveitinni. Það gerist einmitt í veruleikanum en hvert ungmennið af öðru stígur á svið með hljómsveitinni. Eins og vera ber lendir Maxímús í ýmsum ævintýrum, hafnar meðal annars um tíma ofan í skjóðu eins fiðluleikarans og gerir dauðaleit að svartþresti nokkrum. Þá lendir söguhetjan inni í röndóttu risahljóðfæri sem lítur út eins og harpa á hlið og gerir tilraun til að spila á það gest- unum í Háskólabíói til mikillar ánægju. Aum- ingja húsvörðurinn fer á stjá þegar hann heyrir Maxímús dansa fram og aftur á hljómborðinu en verður logandi hræddur þegar hann sér ekki nokkurn mann sitja við flygilinn. „Draugur,“ hljóðar hann og leitar skjóls á klósettinu undir dynjandi hlátrasköllum tónleikagesta. Samhliða því að fylgjast með ferðum Maxímúsar hlýða börnin á tónlist eftir Brahms, Jón Leifs, Haydn og Seitz, svo einhverjir séu nefndir. Tónleikunum lýkur á því að lagið hans Maxa er leikið og sungið. Þá tekur hver barki í húsinu undir. Þakið rifnar svo af Háskólabíói þegar Maxímús birtist loks á sviðinu í eigin persónu. Fram að því hefur hann aðeins komið fram í teiknimynda- formi á bíótjaldinu. „Þarna er hann,“ heyr- ist sagt með andköfum. Börnin með á nótunum Svo skemmtilega vill til að konan sem skóp Maxímús Músíkús er einmitt fé- lagi í Sinfóníuhljósveit Íslands, Hall- fríður Ólafsdóttir flautuleikari. Höf- undur myndanna er líka í hljómsveitinni, Þórarinn Már Bald- ursson víóluleikari. Þetta er önnur bókin og aðrir tónleikarnir sem helgaðir eru kappanum og Hall- fríður er í skýjunum með viðtök- urnar. „Þetta eru fyrstu tónleikarn- ir í þessari röð og þeir gengu ágætlega. Það er greinilegt að börn- in eru með á nótunum. Það er alltaf jafngaman að sjá glampann í augunum á þeim.“ Hún segir meðbyrinn mikinn, búið er að þýða fyrri bókina á fjölda tungumála og í haust fara fyrstu tónleikarnir fram erlendis, í einu frægasta tónleikahúsi heims Consertgebouw í Amsterdam í Maxímús, Maxí- mús, um tónlist- ina fróðleiksfús Ljósmyndir: Ernir Eyjólfsson ernir @mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bak við tjöldin Sögumaðurinn, Valur Freyr Einarsson, og Maxímús Músíkús (Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir) syngja lagið hans Maxa undir lok tónleikanna í Háskólabíói. Helen Xinwei Chen leikur einleik á flautu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.