SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 21

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 21
heyið er tekið í rúllum, en menn hand- leika það ekki lengur í böggum. Það er allt annað líf.“ Svo margfaldast öll lán Sigurður og Poula Kristín höfðu sama háttinn á og fjölmargir Íslendingar – þau kynntust á balli. „Það var fjörugt ástarlífið í Vestmannaeyjum á vertíðum í gamla daga,“ segir Sigurður og hlær. Poula er fædd í Færeyjum og uppalin í Vestmannaeyjum, en mamma hennar var færeysk og pabbi hennar er frá Skagaströnd. Foreldrar Sigurðar búa hinsvegar í Vík, Jóhanna Sólveig, elsta systir hans, í Skálakoti undir Vestur-Eyjafjöllum og tvö yngri systkinin í Vík og Bandaríkj- unum. – Hefur gosið haft áhrif á búskap systur þinnar? „Nei, en þau reka ferðaþjónustu, eru með hestaferðir, og eiga því mikið af hrossum. Þau hafa verið að reka þau til og gera varúðarráðstafanir fyrir hugs- anlegt öskufall. Svo það er víða sem menn eru að amstra eitthvað og bjástra.“ – Það vex þér ekkert í augum að moka í burtu og byrja upp á nýtt? „Nei, eins og ég segi, þá vaknaði ég í morgun og var búinn að bíta í mig að gera eitthvað. Ég fékk svo mikinn stuðning í gær, símtöl frá alþing- ismanni, stjórnarmanni Lands- sambands kúabænda og fram- kvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands. Þeir voru að stappa í mann stálinu, sögðust ætla að vera mér innan handar að komast í gegnum kerfið. En það er ljóst að ég get þetta ekki einn og óstuddur. Það hefur tekið tíu ár að framkvæma og rækta upp landið. Og nú er sá tími kominn, að þetta þarf að fara að gefa uppskeru.“ – Þú hefur fjárfest og tekið lán? „Já, já, ég er einn af þessum fáráð- um, sem tóku erlend lán og allt er það í vinnslu hjá bankanum. Mér finnst það ganga ansi hægt og er hræddur um að kominn sé tími á að eitthvað af þessum þingmönnum fari að ýta og rugga þeim báti til. Það er sama hvort það eru bændalarfar eða fólk í Reykjavík; það getur enginn lifað við það að vera með þennan klafa hangandi yfir sér. Þær skuldir sem ég stofnaði til voru náttúrlega töluverðar, en samt þannig dæmi að maður sá fram úr þeim. En svo margfaldast öll lán og við höfum búið við það ár eftir ár að öll aðföng hækka um tugi prósenda, áburður, olía, rúlluplast og allt fræið. Það hefur því bæst mikill kostnaður á mann, svo ekki er hægt að mæta lánakostnaði, auk þess sem verð á nautakjöti hefur ekki hækkað í tvö ár. Ég man að ég keypti nautakjöt fyrir 20 árum og þá kostaði það 350 krónur kílóið. Í dag er verðið 440 krónur.“ – Þú hefur ekki haft mikinn tíma til að lesa skýrslu Rannsóknarnefnd- arinnar? „Nei, ég ákvað að slökkva á útvarp- inu. Ég á helvíti góðan geisladisk í traktornum og eftir að rannsókn- arskýrslan kom út hef ég látið hann damla. Það má segja að ég sé búinn að fá nóg. Ég er ánægður með að hún skyldi út, en það er fullt af öðru fólki sem á að hugsa um hana.“ – Þú hefur nóg á þinni könnu? „Já. Og þegar ég hugsa um það, þá draga þessar neikvæðu fréttir bara úr manni, valda pirringi og það hjálpar ekkert til. Þá er betra að hlusta á Karlakórinn Heimi.“ Morgunblaðið/Ómar ’ „Ég sá þessa spýju koma renn- andi ofan úr jökl- inum og fór upp á þjóð- veg til að forða mér. Það voru engir heima nema ég. Ég fylgdist með hlaupinu koma niður og undir brúna, sá það belja áfram, beið svo- litla stund, en svo kom löggan og rak mig burtu, en þá var farið að sjatna svolítið. Ég vonaði að það væri spýja sem ég slyppi með. Eftir það hefur komið gusa, þetta hel- víti kemur í gusum, og þá fór hún yfir.“ 18. apríl 2010 21

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.