SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Qupperneq 22
22 18. apríl 2010 É g hefði viljað vera heima í morg- un og fylgjast með þegar þær báru, en við ákváðum að vera ekki heima í nótt því það er svo óumræðilega erfitt að rýma um miðja nótt,“ sagði Anna Runólfsdóttir bóndi þegar við gengum með henni um túnin í Fljótsdal síðastliðinn fimmtudag. Hún er að huga að lömbunum sem fæddust snemma um morguninn, áður en hún kom heim frá frænku sinni þar sem fjöl- skyldan gisti í tvær nætur vegna eldgoss- ins í Eyjafjallajökli. Hún fer með lambærnar inn í fjárhús, gefur lömbunum næringu og leyfir þeim aðeins að jafna sig. „Þær geta farið fljótt út aftur, ef gos leyfir,“ segir Anna. Sauðburður hófst of snemma í Fljótsdal því hrútur slapp í túnið undir lok nóv- ember. „Ég vissi af því en vonaði að ekki yrði mikill skaði en hann hefur verið mjög skilvirkur og náð að lemba sex til sjö ær.“ Við erum komin með Önnu inn í fjár- húsin þar sem hún er að reyna að koma skipulagi á féð. „Ég veit ekki hver á hvað,“ segir hún. Rýmingin setti allt úr skorðum í sauðburðinum. Þrjár ær voru saman í kró. Tvær báru á meðan Anna var að heiman. Hún er viss um að önnur hafi borið þremur lömbum en hin einu. Tvö lömb gengu með þeirri sem Anna taldi einlembda og hún hafði áhyggjur af því að aukalambið fengi ekki nóg. Þess vegna sleppti hún kindum sem komnar voru að burði út þegar hún þurfti næst að fara að heiman þannig að þær gætu borið úti í ró og næði. „Þetta er ekki góð tímasetning fyrir gos og rýmingu,“ segir hún. Eins og dekkjabrenna Anna og maður hennar, Þorkell Daníel Ei- ríksson, eru með tvö lítil börn, telpu á fjórða ári og sex mánaða dreng. Bústofn- inn er rúmlega tvö hundruð kindur. Fljótsdalur er innsti bærinn í Fljótshlíð og er því nokkuð afskekktur. Það breyttist raunar á einni nóttu þegar eldgosið hófst á Fimmvörðuhálsi, þá var Fljótsdalur skyndilega kominn í alfaraleið Íslendinga sem þyrsti í að sjá eldgos. „Þið eruð fyrstu blaðamennirnir núna en síminn stoppaði ekki í fyrra gosinu,“ segir Anna sem aftur hafði nóg að gera við símsvörun í flóðinu nú á fimmtudagskvöldið. Eldstöðvarnar blasa við úr stofuglugg- anum í Fljótsdal. Skriðjökullinn Gígjökull þar sem jökulvatnið frussast reglulega úr toppgíg Eyjafjallajökuls. Fjær sést í Fimm- vörðuháls þar sem fyrra eldgosið varð. Þá er stóra ógnin, Katla í Mýrdalsjökli, ekki langt undan. Anna notar orðið óþægilegt þegar hún er spurð að því hvernig sé að búa undir eldfjalli. Hún er alin upp á bænum. „Ég hef alltaf vitað að við búum við eldfjöll og sér í lagi hefur verið hugsað um áhrifin af Kötlu.“ Þótt rýmingar séu erfiðar fyrir fjöl- skyldufólk, ekki síst þegar rjúka þarf að heiman í skyndingu að nóttu til, er Anna ánægð með hvernig til hefur tekist. Gerð var ný neyðaráætlun fyrir nokkrum árum og svo vildi til að nokkrum dögum fyrir fyrra eldgosið var farið yfir hana á fundum með íbúunum. „Það setti alla í gírinn og var góður undirbúningur,“ segir hún. „Svo komu sms-skilaboð um rýmingu. Þau komu á óvart og vegna umræðunnar hélt ég fyrst að þetta væri gabb – nema hvað tíminn var ekki líklegur til slíks, það var komið fram yfir miðnætti. Það hvarfl- aði að mér að einhver hefði nú rekið sig í takkann hjá Neyðarlínunni,“ segir Anna. Þau voru betur meðvituð um að eitt- hvað væri að gerast þegar það fór að krauma í toppgíg Eyjafjallajökuls fyrr í þessari viku. „Það var skjálftavirkni þegar við fórum að hátta. Svo komu sms- skilaboð um rýmingu,“ segir Anna. Það leyndi sér heldur ekkert hvað var að ger- ast þegar litið var til jökulsins. „Vatnið stóð eins og reykjarstrókur út úr jökl- inum, það var eins og verið væri að brenna dekkjum,“ segir Anna. Ósofin og pirruð Hún segir að bæði börnin hafi tekið þess- ari röskun ótrúlega vel. „Það er auðveld- ara með kornabarnið, það heldur bara Sauðféð á mig algerlega Anna Runólfsdóttir fylgist með eldgosum og flóð- unum frá Eyjafjallajökli út um stofugluggann í Fljótsdal. Eldgosin hafa raskað daglegu lífi fjöl- skyldunnar og það kemur á versta tíma þar sem sauðburður er hafinn. Anna er mikil sveitakona og þykir ákaflega vænt um kindurnar. Það kem- ur því á óvart að hún á sér annað og gjörólíkt líf, hún er verkfræðingur og vinnur á mölinni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Margir snúningar eru á sauðburði og ekki hjálpa náttúruhamfarnir til. Anna fer með nýfædd lömb inn í fjár Passað upp á bókhaldið. Anna Runólfsdóttir er að reyna að venja lamb undir kind sem missti annað

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.