SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 24
24 18. apríl 2010
E
ltingaleikur fjölmiðla við Gervimann útlönd
hefur staðið yfir þessa viku, en hann skýtur
upp kollinum í skýrslu Rannsóknarnefndar Al-
þingis og er þar „samheiti yfir 14 kennitölur
yfir óþekkta aðila erlendis“. Þar er birtur listi yfir Gervi-
menn frá fjórtán heimshornum og íslenskar kennitölur
þeirra. Þær eru reyndar níu stafir í skýrslunni, en það
skýrist væntanlega af því, að þær séu afritaðar úr reikni-
forriti, en þá fellur fremsta núllið niður.
Í skýrslunni er listi yfir 410 félög, sem kennitölur
Gervimanna eru bendlaðar við yfir 10% eignarhlut í, á
árunum 2006, 2007 og 2008. Þá er listi yfir arðgreiðslur
til Gervimanns, þar sem hann er skráður eigandi, og nær
hann til 64 fyrirtækja. Hæstu arðgreiðslurnar koma frá
Kaupþingi eða um milljarður fyrstu tvö árin og tæpir
tveir milljarðar þriðja árið. Er nema von að menn spyrji
sig hver Gervimaður með stórum staf geti verið?
Uppruni árið 1930
Það vakti forvitni blaðamanns þegar leitin hófst að
Gervimaður Færeyjar hélt úti nafnlausu bloggi á Mbl.is.
Hann spurðist fyrir um tildrög þess, sem varð til þess að
blogginu var snarlega lokað. En til þess að stofna blogg-
síðu þarf gilda kennitölu, því þær eru sjálfkrafa bornar
saman við þjóðskrá. Það lá því beint við að knýja þar
dyra.
„Þetta er alveg makalaust,“ sagði Skúli Guðmunds-
son, skrifstofustjóri Þjóðskrár, við blaðamann og áttaði
sig engan veginn á því hvernig Gervimennirnir hefðu
náð að gera sig gildandi í íslensku viðskiptalífi, hvað þá
af hverju það gerðist árið 2006. „Það er skrýtið, því
byrjað var að nota kennitölurnar fyrir meira en 25 árum
og til að taka af allan vafa um að þær bæru með sér lög-
ráða aldur, þá hefjast þær allar á 010130. Gervimennirnir
eru því komnir á níræðisaldur.“
Og Gervimennirnir eru í raun gervimenn. Ástæðan
fyrir því að þessar kennitölur voru búnar til er sú, að
þegar ólögráða börn fóru til útlanda varð að vera hægt að
tengja þau kennitölu lögráða einstaklings á þeim stað.
„Íslenska þjóðskrárkerfið er þannig úr garði gert, að það
verður að tengja ólögráða einstakling einhverjum lög-
ráða einstaklingi. Og þegar ólögráða barn flytur til út-
landa, til einhvers sem ekki er skráður í okkar kerfi, var
þetta niðurstaðan á sínum tíma, svo hægt væri að halda
utan um réttindi viðkomandi barns áfram. Annars hefði
ekki verið hægt að lýsa þeirri staðreynd, að barnið væri
flutt úr landi.“
Þetta átti til dæmis við ef barnið átti íslenskt foreldri
hér á landi, en fór út til erlends foreldris, sem ekki átti
kennitölu í þjóðskrárkerfinu. „Þá þurftum við að halda
börnunum áfram í kerfinu, en gátum ekki tengt þau ein-
um eða neinum, öðrum en svokölluðum Gervimanni,“
segir Skúli. „Því hitt foreldrið, sem barnið dvaldist hjá,
var ekki með neina kennitölu á Íslandi. Lengi vel var að-
eins ein kennitala, Gervimaður útlönd, en árið 1992 var
ákveðið að stofna nýja kennitölu á Norðurlöndin og álf-
urnar og helstu ríki, til þess að lýsa nánar hvar börn í
reynd voru. Flest börn fara til Norðurlanda, síðan komu
helstu álfurnar og að síðustu er gervimaður útlönd safn-
heiti þeirra sem eftir standa. Þetta eru því kennitölur sem
enginn notar í raun og veru og sem einungis er ætlað að
sýna að barn sé í ákveðnu landi. Og allt í einu eru þessar
kennitölur orðnar áhrifaafl í viðskiptum á Ísland.“
Hann þagnar.
„Þetta er alveg með endemum. Í ljósi alls þessa, er
spurning hvort Þjóðskrá sé ekki tilneydd til að breyta
heiti þessa fyrirbæris, svo Gervimaðurinn ljúki sínu ein-
kennilega hlutverki í íslensku viðskiptalífi.“
Ekki utangarðsskrá
Enn átti þó eftir að rekja spor Gervimanna inn í við-
skiptalífið. Þegar spurst var fyrir hjá fyrirtækjaskrá rík-
isskattstjóra, sem býr til kennitölur fyrirtækja, þá kom
starfsfólk þar af fjöllum, því hvorki fannst tangur né tetur
af Gervimanninum í gögnum þar.
Fyrirtækjaskrá hefur upplýsingar um fjölda fyrirtækja
á hverjum tíma, rekstrarform og atvinnugreinaflokkun
þeirra, einnig stjórnarsetu, framkvæmdastjóra, prókúru-
hafa og endurskoðendur. En þar er ekki að finna upplýs-
ingar um eignarhald fyrirtækja.
„Við erum með sérstaka utangarðsskrá fyrirtækja, en
þar eru eingöngu félög sem skráð eru erlendis,“ sagði
Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár. „Við út-
hlutum þessum aðilum kennitölum, en eingöngu vegna
bankaviðskipta eða viðskipta við fjármálastofnanir. Til að
komast í þá skrá þurfa fyrirtækin að leggja fram vottorð
frá skráningarstofu erlendis, sem má ekki vera eldra en
þriggja mánaða. Þar að auki höfum við gert kröfu um,
sem hljómar kannski hlægilegt núna, að umsóknirnar fari
í gegnum bankana. Það var til þess að skoðað yrði hvort
þau tengdust peningaþvætti eða einhverri vafasamri
starfsemi.“
Sambærileg utangarðsskrá, nema fyrir einstaklinga, er
gefin út af þjóðskrá. Þá er kennitalan ekki fullgild, heldur
einungis hægt að nota hana í viðskiptum og þá á nafni
viðkomandi.
En Gervimaður í útlöndum var ekki með gervi-
kennitölu, heldur fullgilda kennitölu í Þjóðskrá. Og
hvernig gat staðið á því?
Á misskilningi byggt
„Þetta er allt á misskilningi byggt,“ sagði Þorvarður
Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, þegar leitað
var álits hjá honum.
„Maður lítur yfir þennan lista og þar er mikið um
erlend fyrirtæki, sem halda úti starfsemi hér á landi. Í
sumum tilfellum hafa þau fengið kennitölu hérlendis,
en sumum ekki. Margt af þessu sýnist mér ekki stand-
ast skoðun. Ég sé á listanum mörg dótturfélög og jafn-
vel útibú stórra erlendra fyrirtækja, sem eru með
starfsemi hérna, og nákvæmlega ekkert óeðlilegt við
það. Þarna er verið að vinna úr gögnum hjá ríkisskatt-
stjóra og einhverra hluta vegna skilgreinir hann þetta
svona. Ég skil það ekki. Þarna fær listi af fyrirtækjum
þann stimpil að vera Gervimaður í útlöndum.“
– Og fleiri en fjórtán kennitölur?
„Já, ég get ekki séð annað af listanum. Þetta er fullt
af fyrirtækjum.“
Hann vísar svo á Völu Valtýsdóttur lögfræðing, sem
hafði kynnt sér málið, og sagðist vita um að minnsta
kosti fjögur fyrirtæki á listanum, sem hefðu verið
stofnuð fyrir árið 2006. „Eitt er stofnað árið 1999,“
segir hún. „Þannig að ég veit ekki að hverju er verið að
ýja með því að nefna ártalið 2006.“
Hún segir öll fyrirtækin á listanum að einhverju leyti
í eigu erlendra aðila. „Það er auðvitað ekkert ljótt við
það.“
Óþekktir aðilar
En málið skýrist þegar leitað er í smiðju Skúla Eggerts
Þórðarsonar ríkisskattstjóra. „Þetta er það sem kallað
er gervikennitölur,“ segir hann. „Við höfum notað
þær til að koma ákveðnum frumskrám inn í vöruhús
gagna. Upplýsingarnar voru afhentar rannsókn-
arnefnd Alþingis úr þessu vöruhúsi gagna og eru í
sjálfu sér alveg réttar, en þó þannig að skattyfirvöld
búa yfir ítarlegri upplýsingum um hluta af þessum
hópi. Við höfum ekki kennitölur á þennan hóp og þar
af leiðandi þurfum við að fara aftur í frumgögnin til að
sækja upplýsingar, en þar má finna nöfn og heim-
ilisföng sumra af þessum aðilum. En síðan vitum við
ekkert um aðra. Það er ástæðan fyrir því að nefndin
birtir töfluna, að við höfum engar haldbærar upplýs-
ingar um þá eigendur.“
Ástæðan fyrir því að Gervimaður útlönd „stígur
fram á sjónarsviðið 2006 og er þá orðinn skráður eig-
andi íslenskra fyrirtækja“ er að þá var formi upplýs-
inga í kerfi ríkisskattstjóra breytt. Í skýrslunni kemur
raunar fram að á þessum tíma „voru skil á hlutafjár-
Leitin að Gervi-
manni í útlöndum
Gervimaður útlönd er afar áhrifamikill í viðskiptalífinu, ef
marka má skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. En þar sem lítið
fer fyrir honum á torgum, var grennslast fyrir um forsögu hans.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
’
Þá er huliðshjálmur yfir
eignarhaldinu og ekki vitað
um hvern ræðir, eins og
kemur fram í skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar.