SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 33

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 33
18. apríl 2010 33 U ppistöðufélagið sam- anstendur af níu ungum konum sem óðum eru að hasla sér völl á vettvangi uppistands á Íslandi. Félagið var sett á laggirnar síðastliðið haust og hefur efnt til þriggja uppistandskvölda á Næsta bar fyrir troðfullu húsi. „Viðtökur hafa verið vonum framar,“ segir einn Uppi- stöðufélaga, Íris Ellenberger. „Eitt kvöldið var meira að segja svo troðið að blaðaljósmyndari sem boðað hafði komu sína komst ekki inn í húsið.“ Auk þess að koma fram saman á sér- stökum kvöldum hafa stelpur innan hópsins tekið að sér uppistand hér og þar með ágætum árangri. Stofnandi Uppistöðufélagsins er Þórdís Nadia Óskarsdóttir. Að sögn Ír- isar auglýsti hún eftir stelpum á Snjáldru (e. Facebook) og voru við- brögð með ágætum. „Þangað til farið var að tala um að koma fram op- inberlega. Þá vildi engin gefa kost á sér,“ segir Íris. Nadia virkjaði þá nokkrar vinkonur sínar og dró þær með sér út í djúpu laugina. „Ég kom ekki inn í þetta alveg strax,“ segir Íris, „en ég mætti á fyrsta uppistandskvöldið og sá hvað þær fengu frábærar viðtökur.“ Metnaðurinn hefur aukist Eftir nokkrar þreifingar er hópurinn nú fullmótaður og Íris staðfestir að hann sé „býsna þéttur“. „Okkur hefur farið hratt fram og margar stelpnanna eru orðnar mjög færar. Metnaðurinn hefur aukist kvöld frá kvöldi og við er- um tilbúnar að stíga næsta skref.“ Spurð hvað hún eigi við með því segir Íris að hópurinn hafi áform um að koma fram oftar og jafnvel efna til grínhátíðar. Hún leggur þó áherslu á, að þau áform séu enn á hugmynda- stiginu. „Eigum við ekki bara að segja að við séum rétt að byrja.“ Enda þótt Uppistöðufélagið sé nú lokaður klúbbur hvetur Íris allar konur til að láta að sér kveða á vettvangi uppistands. „Allar konur geta verið fyndnar. Ég er til dæmis ekki þessi dæmigerða brandarakerling og hélt fyrir vikið að ég ætti ekkert erindi í uppistand. Það var misskilningur. Ég varð steinhissa þegar fólk hló eins og vitleysingar að bröndurunum mínum og var orðlaus yfir viðtökunum.“ Æfingin skapar meistarann í þessu sem öðru og Íris segir uppistandara snemma átta sig á því, þegar þeir standa frammi fyrir hópi fólks, hvað gengur og hvað ekki. „Ég hef fengið mörg góð ráð og fylgst með atvinnu- mönnunum en það er auðvitað lang- best að vera óragur við að prófa sig áfram.“ Eina reynslan sem Íris hafði af því að koma fram áður en hún hellti sér út í uppistandið var að flytja erindi en hún leggur stund á doktorsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands. „Sú reynsla nýtist mér ekki nema að afar takmörkuðu leyti. Enda þótt lengi megi finna spaugilega fleti á rannsóknarefninu er tilgangurinn ekki að vera fyndinn þeg- ar maður heldur fræðileg erindi,“ segir hún sposk. Enginn eðlismunur Aðspurð kveðst Íris ekki greina mikinn mun á körlum og konum í uppistandi. Hver og einn uppistandari hafi sinn stíl og stelpurnar séu mjög ólíkar inn- byrðis, bæði í efnistökum og fram- komu. „Það er auðvelt að þykjast sjá einhvern eðlismun en satt best að segja geri ég það ekki. Mér hugnast ekki merkimiðinn „stelpuuppistand“. Uppistandarar sækja iðulega í sitt nær- umhverfi og stelpur eru ekkert öðru- vísi en strákar í þeim efnum. Kannski tölum við meira um kynlíf og sambönd en strákarnir en það er samt ekki gegnumgangandi,“ segir hún og hlær. „Það sem skiptir mestu máli er að við gerum þetta á okkar forsendum og veltum ekki fyrir okkur hvað aðrir eru að gera.“ Þess má geta að Áslaug Einarsdóttir vinnur nú að gerð heimildarmyndar um Uppistöðufélagið sem frumsýnd verður á Skjaldborg á Patreksfirði um hvítasunnuna. Næsta uppistandskvöld Uppistöðu- félagsins verður á miðvikudaginn kemur á Næsta bar og hefst kl. 22. Þar kemur Íris fram ásamt Margréti Erlu Maack, Uglu Egilsdóttur og Þórdísi Na- diu Óskarsdóttur. Allar konur geta verið fyndnar Íris Ellenberger greinir ekki mikinn mun á körlum og konum í uppistandi. Morgunblaðið/Ernir alklúbbnum, Comedy Store. Það var ótrúleg lífs- reynsla og ég entist í tæpar fimm mínútur áður en ég þurfti frá að hverfa. Það var þó hátíð miðað við suma sem fóru upp á opnu kvöldi, ætli þetta hafi ekki verið 24 menn á heildina litið og þar af entist ekki nema helmingurinn lengur en mínútu. Fyrst ég komst lif- andi út úr þessum klúbbi hef ég ekkert að óttast.“ Hann segir breska áhorfendur ekki sýna neina mis- kunn. „Formið er lengra komið þar en hér og sumir áhorfendur mæta bara til þess að rakka menn niður. Ég var ekki fyrr kominn á svið en einhver hrópaði á mig: „Þú skuldar mér pening!“ Ég náði sem betur fer að gera mikið grín úr því og svaraði á óvæntan hátt fyrir land og þjóð. Það er ekkert elsku mamma þarna en á móti kemur að Bretarnir hlæja eins og brjál- æðingar líki þeim atriðið.“ Íslendingar auðmjúkir Ari hefur sjaldan lent í óvæntum frammíköllum af þessu tagi en segir uppistandara þurfa að vera undir þau búin. „Láti menn frammíköll slá sig út af laginu er alveg eins gott að snúa sér að einhverju öðru.“ Ari fer aftur utan um næstu helgi en á laugardag verður Mið-Ísland með uppistand í íslenska menning- arhúsinu í Kaupmannahöfn. Þar verður þó töluð ís- lenska enda dagskráin ætluð Íslendingum í Dan- mörku. „Hugmyndin er að bera mönnum fréttir heiman úr héraði ef eldgosið sleppir okkur í gegn.“ Ari segir Íslendinga bestu áhorfendur í heimi. „Stundum er sagt að Íslendingar séu dónar að eðlisfari en það á ekki við í þessu sambandi, þeir munu alltaf klappa fyrir listamönnum. Spurðu bara erlenda tón- listarmenn sem hingað hafa komið. Það er nóg fyrir þá að segja einu sinni „takk fyrir“ og þá eru þeir búnir að bræða íslensku hjörtun, burtséð frá því hvort tónleik- arnir eru góðir eða slæmir. Mín kenning er sú að þetta sé ekki sveitamennska heldur þróað form af kurteisi. Þegar allt kemur til alls eru Íslendingar upp til hópa auðmjúkir og vita að skemmtun er ekki sjálfsagður hlutur.“ Ari er bjartsýnn á framtíð uppistands á Íslandi. Sár- lega vanti þó fastan samastað, yfirlýstan grínklúbb. „Stelpurnar í Uppistöðufélaginu hafa verið á Næsta bar og á tímabili vorum við búnir að hreiðra um okk- ur á Batteríinu, sem var mjög fínn staður. Okkur var því ekki hlátur í huga þegar hann brann. En leitin heldur áfram. Ekki verður aftur snúið úr þessu.“ Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.