SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 37

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 37
lega kósí, þótt það sé nú ekki alltaf nýtiltekið hjá okkur. Okkur semur líka ágætlega þótt mér finnist hann stund- um heldur latur við uppvask og slíkt. Hann hefur hálf- partinn synt í gegnum lífið á kæruleysinu og í raun hefur hann aldrei þurft að læra neitt annað en músík. Lítið vit á matseld Mér hefur alltaf fundist tónlistarupplagið í Guðmundi svipað og hjá mér en við eigum fremur auðvelt með að skilja framvinduna í tónlistinni – hvað kemur næst. Eðlilega var ég farinn að spila töluvert á undan Guð- mundi en hann fór snemma að koma til mín með tónlist og hafði þá alltaf mikinn áhuga á hljómaganginum í tón- listinni. Við höfum ekki spilað mikið saman enda hef ég nú ekki verið að hvetja of mikið til þess – það er ágætt að við séum hvor á sínum staðnum því ég upplifi mig alltaf aðeins fullorðnari en hann enda búinn að spila lengur. Guðmundur er í fullri vinnu við tónlistina og hefur ekki gefist mikill tími fyrir annað í seinni tíð. En hann var óskaplega mikill hestamaður og æfði sund í mörg ár. Að öðru leyti hefur þetta verið meira og minna músík. Hann hefur til dæmis lítið vit á þeirri efnafræði sem er á bak við matseld en hefur hins vegar gaman af því að borða. Við Guðmundur erum alltaf pínulítið að keppa þótt það sé öfundarlaust og á heilbrigðan hátt. Framgangur hans í tónlistinni hefur ekki komið mér á óvart því ég hef alltaf vitað að hann væri öflugur á því sviði.“ að breytingar verði þar á í náinni framtíð. Morgunblaðið/Ómar jurnar Tengsl Bræðurnir Sigurður og Guðmundur Guðmundssynir Berþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is 18. apríl 2010 37 Guðmundur: „Við Siggi kynntumst í raun ekkert í alvöru fyrr en ég var 12, 13 ára, eftir að við fluttum í Breiðholtið. Í minningunni var Siggi með herbergi í kjallaranum heima í Njarðvík og það var dálítil mystería yfir því hvað væri þarna niðri. Þar var allt annar heimur; subbulegt herbergi, sófar og sígar- ettur á borðunum. Ég mátti nú ekki mikið fara í herbergið hans en einstöku sinnum var mér boðið inn og þá kveikti hann á gítarmagnaranum fyrir mig og leyfði mér að glamra. Þarna var hann unglingur með sítt hár og átti töffaravini sem hann var farinn að spila með í hljómsveitum. Fljótlega eftir að við fluttum í bæinn fór hann til Ítalíu og var þar í tvö ár. Á meðan notaði ég tæki- færið og stalst í gítarana og gítarmagnarana hans sem voru í geymslu heima og kenndi þannig sjálfum mér að spila á gítar. Ég nýtti mér líka símtölin sem mamma átti við hann út og bað hana um að spyrja hvar hann geymdi hljóðfærin eða hvernig maður ætti að framkalla ákveðin hljóð. Það var svo ekki fyrr en hann kom til baka og fór að búa með okkur í Breiðholtinu að við fórum að glamra saman og hann fór að kenna mér meira. Ég man að einhvern tímann spurði ég hann hvort hann hefði heyrt nýja lagið með Mariah Carey og Whitney Houston. Hann leit á mig eins og ég væri viðundur og rétti mér svo bunka af geisladiskum sem hann sagði mér að hlusta á. Þetta voru svona tíu, tuttugu diskar úr safninu hans sem var eins konar sneiðmynd af tónlistarsögunni. Þegar ég skil- aði þeim fékk ég nýjan bunka. Þannig kynntist ég Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple, Cardigans og öllu mögulegu sem skipti sköpum fyrir mig. Annars hefði ég bara matast af því sem spilað var í útvarpinu og Popp TV eins og krakkar gera. Ætlaði að gefast upp á tónlistinni Siggi er listamaður og það kemur fram í öllu sem hann gerir, hvort sem það er að laga mat, búa til tónlist eða taka myndir. Hann fór til Ítalíu að læra ljósmyndun þegar hann hélt að hann væri búinn að gefast upp á tónlistinni en tveimur, þremur árum eftir að hann kom heim aftur stofnaði hann Hjálma. Þá var hann búinn að átta sig á því að hann vildi búa til tónlist en ekki taka myndir. Á þessum tíma var farið að draga saman með okk- ur vitsmunalega og við fórum að vera meira saman, sérstaklega eftir að við fluttum á Flókagötuna árið 2005. Við höfum hins vegar ekki spilað mikið saman nema þegar við gerðum plötuna Á ljúflingshól með Sigríði Thorlacius. Hann hefur þó unnið mikið með Hjaltalín, allt frá því við vorum að byrja árið 2004, en þá tók ég gjarnan upp lög fyrir Hjaltalín heima í skúr og hann mixaði þau fyrir okkur. Ég tek mikið mark á honum þegar kemur að tón- listinni og hef alltaf litið upp til hans en hann getur verið mjög harður. Þegar við vorum að byrja með Hjaltalín 17, 18 ára gömul gaf hann okkur alls kyns ráð sem við vildum ekkert hlusta á en eftir því sem ég læri meira skil ég betur hvað hann hefur átt við. Við fengum svo Sigga til að taka upp nýju plötuna okkar. Á rússnesku mótorhjóli með hliðarvagni Í seinni tíð hef ég kannski verið duglegri en hann við að grafa upp nýja og gamla tónlist og ef ég heyri eitthvað sem ég veit að hann muni fíla þá leyfi ég honum að heyra það. Stundum er það ekki gott í hans eyrum en stundum kann hann að meta það. Ég kynnti hann t.d. fyrir Scott Walker, sem hafði mikil áhrif á hann og okkur í Hjaltalín því þar var ákveðið sánd á ferð sem við notuðum á plötunni okkar og hann nýtti sér þegar hann gerði jólaplötuna með Memfismafíunni en á þeim diski er m.a. lag sem Walker Brothers sungu. Siggi er mjög sérstök týpa bæði útlitslega og í lund. Hann er sérvitur, sérstaklega þegar kemur að tónlist og matargerð, en í raun hverju sem er. Hann lætur ekki mikið hagga sér og er ekki sérlega uppá- tækjasamur; það er frekar ég sem dreg hann út í einhverja vitleysu en hann mig. Honum líður best að spila eða vera heima í skúrnum enda erum við búnir að koma okkur vel fyrir þar. Við erum oftast á sama tempói þó að ég sjái lítið um eldamennsku, enda hefur hann sterkar skoðanir á henni og leggur mikið í hana. Við tókum t.d. oft fram grillið í vetur en hann veit fátt skemmtilegra en að grilla. Siggi keypti sér rússneskt mótorhjól með hlið- arvagni í fyrrasumar, tók mótorhjólapróf og keypti sér mótorhjólagalla. Þá skartaði hann nýrri hlið íklæddur leðurgallanum. Það er mjög í stíl við hans karakter að kaupa sér mótorhjól sem enginn annar er á því hann er ekki mikið fyrir að vera venjulegur og getur það einfaldlega ekki. Ég á ekki von á því að við eigum eftir að búa lengi saman því Siggi er trúlofaður. Kærastan hans, Tinna, býr núna í Noregi þar sem hún er kennari en hún er væntanleg heim í vor. Ég á ekki von á að hún hafi áhuga á að búa með mér og Nínu kærustunni minni í skúrnum til frambúðar svo þau eiga vænt- anlega eftir að finna sér einhvern annan stað að búa á og þá verðum við Nína ein eftir í skúrnum. Ég efast samt um að ég muni búa þar miklu lengur, enda óhóflega birtulaust, sem mér skilst að sé ekki gott fyrir geðheilsuna.“ Getur ekki verið venjulegur ’ Ég nýtti mér líka símtölin sem mamma átti við hann út og bað hana um að spyrja hvar hann geymdi hljóðfærin eða hvernig maður ætti að framkalla ákveðin hljóð. Sigurður Halldór Guðmundsson fæddist 15. mars árið 1978. Hann er einna þekkt- astur fyrir söng og orgelleik með alíslensku reggíhljómsveitinni Hjálmum sem gefið hefur út nokkrar plötur, en einnig hefur hann gert það gott með hljómsveitinni Memfismafíunni og fleiri böndum, s.s. Fálkum frá Keflavík, þar sem hann gerði sig fyrst gildandi. Hann starf- ar auk þess sem hljóðmaður og upp- tökustjóri, að mestu í Hljóðrita í Hafnarfirði. Sigurður er trúlofaður Tinnu Ingvarsdóttur. Guðmundur Óskar Guðmundsson fæddist 2. mars árið 1987. Hann er bassaleikari í hljómsveitinni Hjaltalín sem stofnuð var árið 2004 og hefur gefið út tvær breiðskífur, Sleepdrunk Seasons sem kom út árið 2007 og Terminal sem kom út í fyrra. Þá spilaði hann inn á plötu Sigríðar Thorlacius, Á ljúf- lingshól, sem kom út í fyrra og leikur með ballhljómsveitinni Svitabandinu, svo eitthvað sé nefnt. Sambýliskona hans er Jónína Guðný Bogadóttir.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.