SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 45
18. apríl 2010 45 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 18/4 kl. 16:00 Ö Fös 23/4 kl. 20:00 U Fös 30/4 kl. 20:00 U Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Gunni Þórðar - lífið og lögin (Söguloftið) Lau 17/4 kl. 17:00 Lau 24/4 kl. 17:00 Sun 2/5 kl. 16:00 Lau 8/5 kl. 17:00 Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 17:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Jón Gnarr. Lifandi í Landnámssetri (Söguloftið) Lau 24/4 kl. 20:00 Lau 1/5 kl. 20:00 Lau 8/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Lau 29/5 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Draugagangur í Óperunni Fim 29/4 kl. 20:00 Hellisbúinn Fös 23/4 kl. 20:00 Síðustu sýningar! Sunnudagur Rúnar Sigurpálsson sé að það er komin grúppa hérna „Vegtollar út frá Reykjavík“. Finnst að fólk þurfi ekki að borga til að flýja þetta ve- sældarþorp. Helga Waage Sjaldan hafa eins margir beðið eins spenntir eftir bók sem þeir ætla ekki að lesa. Soffía Auður Birgisdóttir Ætti mað- ur að láta binda rannsóknarskýrsl- una inn í leður og setja allt ritsafnið upp í hillu við hliðina á Laxness? Mánudagur Arnar Másson Er stoltur af sinni konu. Hljóp Parísarmaraþon í dag á 3 klst. og 13 mín. Einungis níu kon- ur á Íslandi hafa hlaupið maraþon hraðar hún. Þriðjudagur Erlingur Erlings Aftur til Khost á morgun. Fjarri harmakveinum hrunsins og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu nema vegs- prengjum, stöku eldflaugum og sjálfsmorðssprengjuárásum. Þýðir ekki að spyrja, ég vil ekki skipta. Miðvikudagur Svanhildur Hólm Valsdóttir missti símann sinn ofan í skúringafötuna. Það þýðir því ekkert að hringja. Sölvi Snær Magnússon Kann virki- lega að meta Matthías Johann- essen skáld. Fimmtudagur Gerður Kristný á færeyskan vin sem setti inn þessa færslu: Asj, nú má eg fara at dustsúgva mær garð- in. Hallgrímur Ólafsson Hvenær á að gefa skýrsluna út með sið- blindraletri? Maður spyr sig … Föstudagur Bergþóra Jónsdóttir hugsar um allt góða íslenska byggið og hveitið frá Þorvaldseyri sem hefur farið í brauðbakstur á heimilinu síðustu misserin og vonar að undir jöklinum þrífist áfram bleikir akrar og slegin tún þrátt fyrir hamfarirnar núna. Anna Kristín Ásbjörnsdóttir „Þú mátt verða gamall, en það er bann- að að vera gamall.“ Sigurður Páls- son ljóðskáld. Fésbók vikunnar flett Páll Hreinsson með skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Morgunblaðið/Kristinn B laðamenn víða í Evr- ópu hafa gert að gamni sínu und- anfarna daga með því að kalla eldgosið, fyrst í Fimm- vörðuhálsi og nú í Eyja- fjallajökli, hefnd Íslendinga gagnvart þeim sem þjóðin hefur átt í erjum við vegna Icesave. Einn þessara erlendu starfs- bræðra er Jeremy Warner, að- stoðarritstjóri á hinu breska Daily Telegraph, en hann sér- hæfir sig í umfjöllun um við- skipti og efnahagsmál. Árangursríkara en viðskiptabann Nú virðist sýna sig, segir War- ner, að vilji lítið land ná sér niðri á öðru mun stærra sé eng- in leið árangursríkari en spú- andi eldfjall. Viðskiptabann, hversu árangursríkt sem það kynni að verða, gæti ekki haft meiri áhrif en þær efnahags- hörmungar sem gosið í Eyja- fjallajökli geti mögulega valdið Bretlandi og raunar stórum hluta Norður-Evrópu, segir hann í blaðinu. „Ég geri ráð fyrir að það, hversu dýrkeypt þetta verður, ráðist af vindáttum og lengd gossins,“ segir hann, en lokun breskrar flughelgi mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif. Hag- kerfi Bretlands sé eitt hið opn- asta í heimi og gríðarlega miklu máli skipti að fólk geti ferðast til og frá landinu. „Hið eina sambærilega sem mér dettur í hug er lokum bandarísku loft- helginnar í kjölfar [hryðju- verkaárásanna] 11. september.“ Warner segir enn ekki hægt að gera sér grein fyrir því með vissu hve miklu tjóni sú lokun olli en þó sé vitað að bandaríska alríkisstjórnin pungaði út gríð- arlegum fjárhæðum – bæði í formi styrkja og lána – til þess að koma í veg fyrir að fjöldi flugfélaga legði upp laupana. Tekjutap þeirra hafi numið milljörðum dollara. Losunarheimildir fyrir hendi? Fólk hefur velt því fyrir sér á netinu hvort Íslendingar hafi losunarheimildir vegna þeirra lofttegunda sem berist út í and- rúmsloftið í kjölfar eldgossins! Slíkar vangaveltur eru í sjálfu sér eðlilegar; vitaskuld ekki hvort heimildir eru fyrir hendi heldur að almenningur velti fyrir sér hvað þarna er á ferð- inni og hve magnið er mikið. Úr iðrum jarðar koma nefni- lega að hluta til sömu efni og maðurinn dælir út í andrúms- loftið með brennslu olíu og kola, t.d. koltvíoxíð (CO2) sem er líklega kunnast gróðurhúsa- lofttegundanna sem svo eru kallaðar. Við rannsóknir á Fimmvörðuhálsi á dögunum kom í ljós að magnið var um- talsvert en vísindamaður sem Morgunblaðið ræddi við í gær sagði ekki enn hægt að fullyrða neitt varðandi Eyjafjallajökul. Í Financial Times er fall ís- lensku bankanna rifjað upp í vikunni; að þeir hafi sprungið í loft upp í hittiðfyrra og það reynst breskum og hollenskum yfirvöldum dýrkeypt. Nú hafi önnur sprenging orð- ið á Íslandi og aftur séu áhrifin mikil í löndunum tveimur. Hermt er í blaðinu að „vinir“ Íslendinga sleppi reyndar ekki því öskufallið hafi einnig áhrif á flugsamgöngur í Skandinavíu, en frændþjóðirnar þar hafi ver- ið reiðubúnir að aðstoða Ís- lendinga eftir bankahrunið. Blaðamaður Financial Times ætti kannski að kynna sér að- eins betur viðhorf frændþjóð- anna í Skandinavíu. Þá skildi hann hugsanlega hvers vegna askan leitar í svo miklum mæli þangað líka … Hefnd Íslendinga vegna Icesave? Efni sem berast út í andrúmslofið úr iðrum Eyjafjallajökuls eru að hluta til þau sömu og valda hinum margumræddu gróðurhúsaáhrifum. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Gríðarlegt öskufall hefur verið á Mýrdalssandi en askan hefur áhrif víða; flugsamgöngur liggja niðri víða álfunni. Morgunblaðið/Ómar 568 8000 – borgarleikhus.is –midasala@borgarleikhus.is Upplýsingar um sýningar á Borgarleikhus.is Gauragangur HHHH EB, Fbl Faust HHHH IÞ, Mbl ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Mbl., GB Nánar á leikhus id.is Sími miðasölu 551 1200 Síðasta sýning 25. aprí l Tryggðu þér miða á þes sa frábæru fjölskyldusý ningu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.