SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Page 47

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Page 47
18. apríl 2010 47 LÁRÉTT 1. Mát fyrir óhreinindi heimilisins koma með ómerki- legu tapi. (13) 7. Bungur Laxness innihalda eina sem er pen og skepnur. (10) 8. Fer Eiki flókna leið að finna dráttardýr. (7) 10. Klukkur spjalla hálflauslega um hjálparlítinn. (10) 11. Spil notað á bíl? (7) 12. Salta aftur fyrir jötun. (5) 14. Kim fer í létta flugfarið til að komast á miðin. (8) 16. Brennir glaður að hluta fyrir ruglaðan. (10) 18. Hefurðu hitt Ara eftir að hann gerðist handverks- maður. (7) 20. Andstæða og mótrök gegn spurningaþætti? (7) 22. Tek fugla sem lærlinga. (8) 25. Ameríka tapar einum út af myndavél. (6) 26. Kærleikur kom í heimsókn hjá rómantískum. (10) 27. Radísa brotnar hjá persónu á góðum stað. (7) 29. Lætur höfuðból. (5) 30. Félagi Grana á yngri árum fékk sneið. (9) 31. Kræfar lifa einhvern veginn á mat. (10) LÓÐRÉTT 2. Stakur nær að munda það sem hefur takmark- aða notkun. (7) 3. Runnum til baka í líkamshluta. (6) 4. Band notað í leiklist. (5) 5. Þúsund eru örg og æst yfir fugli. (6) 6. Lækna tímarit með pörtum af hjarna. (9) 7. Föst í brú nær að sýna vinnu. (7) 8. Fyrir arm færðu skít skordýrs. (7) 9. Blástur læt vera sem jarðveg. (7) 12. Vigta Aðalstein að minnsta kosti. (8) 13. Gestur fær nasl af því að hann varð án bands. (10) 15. Sjór dragi andann hálfvegis í kafi. (7) 17. Stök skriða sýnir staðfestu. (6) 18. Hlátur er hálfvegis vegna Ægis og þess að hann er rólegur. (8) 19. Láta raus gera sig ógrátandi. (8) 21. Erindi á dansgólfi. (9) 23. Nei, myrði ruglaðan með aðdróttun. (8) 24. Flugeldur skaddaðs. (6) 28. Alger verður öfugsnúin út af skipan. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 18. apríl rennur út fimmtudaginn 22. apríl. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 25. apríl. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi kross- gátunnar 11. apríl sl. er Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Svörtuloft eftir Arnald Indriðason. Vaka-Helgafell gefur út. Krossgátuverðlaun Öflugustu skákbræður Íslands í dag – og er þá átt við bræður sem tefla eitthvað að ráði – eru Björn Þorfinnsson og Bragi Þor- finnsson. Það er full ástæða til að hafa fyrirvara á, því þennan titil báru áður Jón L. og Ásgeir Þór Árnasynir og um tíma Helgi Áss og Andri Áss Grétarssynir. Sé leitað utan landsteina koma í hugann bandarísku bræðurnir Donald og Robert Byrne og þeir norsku Simen og Espen Agde- stein. Í öllum þessum tilvikum náði yngri bróðirinn náð yf- irhöndinni í innbyrðis sam- keppni og gat sá eldri þó talist laukur í sérhverri ætt. Í tilviki þeirra Björns og Braga virtist geta þeirra lengi vel þróast eftir kunnuglegu mynstri; sá yngri, þ.e. Bragi, var í upphafi ferilsins fljótur að ná bróður sínum að styrkleika og skaust síðan fram úr honum. Ekki er gefið að sá eldri hafi unað þessu og í seinni tíð hefur gengið á ýmsu í samskiptum þeirra við skákborðið og utan þess. Víkur þá sögunni að keppni í landsliðsflokki á Skákþingi Ís- lands sem lauk um síðustu helgi. Í 9. umferð settust þeir bræður að tafli en þá var staða efstu manna þessi: 1. Guðmundur Gíslason 6½ v. (af 8) 2.-3. Hannes Hlífar og Bragi 5½ v. (af 7) 4. Björn 5 v. (af 7). Í skák bræðranna sem hér fer á eftir velur Björn hörmulegan leik, 15. Bc1, eftir þekkta byrjun. Í 16 leiki er Bragi með unnið tafl. Hvað gerðist svo er erfitt að út- skýra. Bragi gat „loftað út“ með hinum eitursvala leik, 21. … g6. En hann gerði þau mistök að reyna að knýja fram vinninginn strax. Eldri bróðirinn greip tækifærið, sneri vörn í sókn og hægt og bítandi seig á ógæfu- hliðina hjá Braga. Í vonlausu hróksendatafli gafst hann svo upp. Braga beið síðan það verkefni að mæta Hannesi Hlífari í 10. umferð en tapið fyrir Birni bróð- ur hafði svipt hann sjálfstrausti og Hannes vann. Björn var þá genginn í endurnýjun lífdaga og vann Guðmund Gíslason: Björn Þorfinnsson – Bragi Þorfinnsson Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 Re4 7. Dc2 c5 8. dxc5 Rc6 9. cxd5 exd5 10. Rf3 Df6 11. e3 Bg4 12. Be2 0-0 13. Bd2 Hfe8 14. Hd1 Had8 15. Bc1 Re5 16. b4 Bxf3 17. Bxf3 Rxf3+ 18. gxf3 Dxf3 19. Hf1 d4 20. Hfd3 Rc3 21. Hg1 21. … Rd5 22. Dd1 Df6 23. Bb2 Rc3 24. Bxc3 dxc3 25. Hg4 Hxd3 26. Dxd3 Df3 27. Dd7 Hf8 28. Hc4 Dh1+ 29. Ke2 Dc1 30. Dd3 Dxa3 31. Dxc3 Da6 32. Dd3 g6 33. Hd4 Da2+ 34. Kf3 h5 35. De4 Da6 36. Hd7 b6 37. c6 Df1 38. Dd5 Dh1+ 39. Ke2 Dxd5 40. Hxd5 Kg7 41. b5 Hc8 42. Kd3 Kf6 43. Hd7 – og svartur gafst upp. Lokastaðan varð þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 8½ v. – Skákmeistari Íslands 2010 2. Björn Þorfinnsson 8 v. 3. Stefán Kristjánsson 7 v. 4.-5. Guðmundur Gíslason og Bragi Þorfinnsson 6½ v. 6. Ingvar Þ. Jóhannesson 4 v. 7.-9. Sverrir Þorgeirsson, Þröstur Þórhalls- son og Þorvarður Ólafsson 3½ v. 10. Róbert Lagerman 2½ v. 11. Daði Ómarsson 1½ v. Í áskorendaflokki sigraði Sig- urbjörn Björnsson. Heimsmeistaraeinvígið hefst á fimmtudag Titilvörn indverska heims- meistarans Wisvanathans An- ands hefst föstudaginn 23. apríl í Búlgaríu. Andstæðingur hans, Venselin Topalov, er aftur mættur til leiks en hann tapaði frægu einvígi fyrir Vladimir Kramnik haustið 2008. Þeir munu tefla 12 skákir. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Enginn er annars bróðir í leik Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.