SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 55
18. apríl 2010 55
Helgin mín hefst á skemmtikvöldi
með mínum frábæru vinnufélögum á
Höfuðborgarstofu á föstudagskvöldið
þar sem við höldum upp á velheppn-
aða tiltekt, Operation Guli Hanskinn.
Við, eins og aðrir starfsmenn borg-
arinnar, erum nefnilega um þessar
mundir að taka til bæði innan dyra og
utan.
Ég vona nú að ég vakni samt of-
urhress á laugardagsmorguninn og
drífi mig í Hreyfingu, en þar er gott að
svitna, hvort sem er í tíma hjá Guð-
björgu eða ein og sjálf með i-podinn í
tækjasalnum. Svo má dekra við auma
vöðva í gufunni eða pottunum og
spjalla við skemmtilegt fólk.
Eftir svona púl er venjan að fara
heim og njóta samvista við fjölskyld-
una yfir letilegum hádegismat, en það
verður ekkert venjulegt við þessa
helgi því Barnamenningarhátíð í
Reykjavík verður haldin í næstu viku
og þar með er ekkert sem heitir helg-
arfrí. Hátíðin hefst kl. 10 á mánudags-
morgun með litríkri skrúðgöngu 1.500
fjórðubekkinga í miðborginni og þar á
eftir mun borgarstjóri setja hátíðina.
Eftir það rekur hver viðburðurinn
annan þar til hátíðinni lýkur á stór-
skemmtilegum Vísnabókartónleikum
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
sunnudaginn 25. apríl, – þannig að
ég veit líka hvað ég geri þá helgi!
En sem betur fer er fátt
skemmtilegra en að undirbúa
hátíð svo að helgin verður vafa-
laust viðburðarík og skemmti-
leg, og svo reikna ég líka með
að minn góði sambýlismaður
eldi einn af sínum und-
ursamlegu kjúklingaréttum
á sunnudagskvöldið. Helginni
lýkur svo með Söru Lund að
sjálfsögðu, vinkonu minni á RÚV,
sem er svo klár að upplýsa glæpi,
en svo vonlaus í mannlegum
samskiptum.
Helgin mín Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu
Tiltektarfagnaður, Sara Lund og
Barnamenningarhátíð í Reykjavík
Í
Hlustaranum segir frá Helgu sem vinnur að
ritgerð í sagnfræði um verkafólkið frá Þýska-
landi sem kom hingað til lands árið 1949 til að
vinna á sveitabæjum á Íslandi. Margar þýsku
kvennanna giftust Íslendingum og settust að hér á
landi og ferðast Helga um
landið og ræðir við þær sem
eftir lifa. Súla býr norður í
landi og er ein fárra eftirlifandi
Þjóðverja úr þessum hópi.
Helga verður veðurteppt hjá
henni og meðal þeirra takast
ágæt en á stundum undarleg
kynni. Á bak við heimsókn
Helgu til Súlu liggur þó meira
en virðist í upphafi og grunar
Súlu fljótt að erindi hennar sé
meira en að safna heimildum fyrir ritgerðina.
Líf Helgu hefur ekki verið neinn dans á rósum,
hún komst að því í barnæsku að hún var ættleidd
og missti svo dóttur sína úr sjaldgæfum sjúkdómi
nokkrum árum áður en sagan gerist. Hún leitar
trúnaðar í vini sem hún auglýsir eftir í gegnum
netið. Sá vinur nefnir sig Hlustarann og honum
trúir Helga fyrir sögu sinni og væntir góðra ráða
frá honum. Ekki er hægt að ljóstra meira upp um
plottið í sögunni, sem er bráðsnjallt hjá höfund-
inum, án þess að skemma fyrir þeim sem eiga eftir
að lesa bókina.
Hlustarinn er þriðja skáldsaga Ingibjargar
Hjartardóttur, en áður hafa komið út Upp til sig-
urhæða og Þriðja bónin. Saga þýska verkafólksins
sem kom hingað til lands í vinnumennsku eftir
síðari heimsstyrjöldina er mjög áhugaverð og
sniðugt hjá Ingibjörgu að vinna út frá henni. Um
leið og maður les góða bók fræðist maður og verð-
ur enn forvitnari um sögu þessa fólks.
Hlustarinn gerist á fjögurra mánaða tímabili í
íslenskum samtíma. Sagan fer í hring, staða Helgu
í upphafi sögunnar er útskýrð með því að líta fjóra
mánuði aftur. Bréfin til Hlustarans skipa stóran
sess í framvindunni, með þeim er litið til baka,
lesandinn fær að skyggnast inn í fortíð Helgu og
ýmislegt kemur í ljós í þeim sem útskýrir söguna.
Eina sem mér fannst athugavert við þessi bréfa-
skipti er að Helga, sem virkar nokkuð lokuð per-
sóna, skuli trúa ókunnugum tölvuvini fyrir sínum
hjartans málum. Annars er þetta snjallt bragð hjá
Ingibjörgu til að leyfa lesandanum að skyggnast
inn í hugarheim og líf Helgu. Hún er annars frekar
hlutlaus persóna á meðan Súla heillar lesandann
strax með krafti sínum og er sterkasti karakter
sögunnar.
Ég var verulega sátt eftir lestur bókarinnar sem
hélt mér við efnið frá upphafi til enda. Eina sem ég
get fundið að henni varðar útlitið; í bókarkápuna
hefði þurft að leggja meiri vinnu, bæði mynd-
skreytinguna og leturgerðina, og titill bókarinnar
hefði mátt vera sterkari, hann gefur ekki alveg
nógu góða mynd af því hversu áhugaverða sögu
hún hefur að geyma.
Hlustarinn er raunsæ saga, skrifuð á leikandi
lesmáli, áhugaverð og spennandi.
Aðkomukona á
hjara veraldar
Bókmenntir
Hlustarinn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur
bbbnn
Kilja
Salka 2010
Ingveldur Geirsdóttir
Ingibjörg Hjartardóttir Höfundur Hlustarans.
Morgunblaðið/Kristinn
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Ævispor
Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur
Endurfundir
Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna
Aðgangur ókeypis fyrir börn
Opið alla daga nema mánudaga 11-17
www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200
Söfnin í landinu
13. mars - 2. maí 2010
Í barnastærðum
Sunnudag 18. apríl kl. 15
- Samtal við hönnuðinn
Gunnar Magnússon
með Hörpu Þórsdóttur
forstöðumanni
Hönnunarsafns Íslands
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
í samstarfi við Listasafn Íslands
ÍSLENSK MYNDLIST
hundrað ár í hnotskurn
Sumardaginn fyrsta
22. apríl kl. 16
Leiðsögn – Inga Jónsdóttir
OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ANGURVÆRÐ Í MINNI 11.3.-2.5.
LISTAMANNASPJALL - sunnudaginn 18. apríl kl. 14
Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður
DYNDILYNDI - verði gjafa gagnstreymi 17.4. - 2.5. 2010
Sýningin er framlag Myndlistaskólans í Reykjavík til
Barnamenningarhátíðar 2010.
Listsmiðjur, endurmenntunarnámskeið og uppákomur
af ýmsu tagi. Dagskrá á www.dyndilyndi.is
SAFNBÚÐ Fermingar- og útskriftartilboð á listaverkabókum.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR • www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og
Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna.
Myndgerð: Páll Steingrímsson.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Ljósmyndasýningin Spegilsýnir:
Bára Kristinsdóttir, Einar Falur,
Jónatan Grétarsson,
Katrín Elvarsdóttir,
Spessi, Þórdís Erla Ágústdóttir.
Síðasta sýningarhelgi
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com