SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 18
18 30. maí 2010 H ún tekur á móti mér rjóð í kinnum, með epli í annarri hendinni. „Það er ekki nóg að röddin sé í góðu formi svo maður skellir sér í ræktina,“ segir hún um leið og hún býður mér inn. Erna Hrönn Ólafsdóttir býr í stórri og bjartri íbúð í Vatnsendahverfinu ásamt börnunum sínum tveimur, þeim Mána Steini, átta ára og Silju Sól, sex ára. Börnunum finnst mamman helst til hógvær og taka upp hanskann fyrir hana þegar hún segist ekki vera fræg. Erna Hrönn byrjaði að læra söng þeg- ar hún var níu ára gömul. Námið hóf hún í sveitinni heima og á þar við Tón- listarskóla Eyjafjarðar. Hún var búin að prófa blokkflautu og hljómborð en fann sig ekki þar og ákvað því að sækja um í söngdeildinni. Þar var henni veitt und- anþága vegna ungs aldurs og þar með var ferillinn hafinn. „Það var hrikalega erfitt að koma fyrst fram. Ég var svo ung og ég man að þegar ég steig á sviðið þá skulfu hnén á mér. En þetta stress hefur nú minnkað þó það fari alltaf fiðringur um mann þegar maður kemur fram. Söngur hefur svo alltaf verið mikill hluti af mér. Ég man eftir því að Pétur Kristjáns kom með svona tónlistarmarkaði norður og þar keypti ég þrjár karókí-kassettur. Það var sko alvöru stöff,“ segir hún og skellihlær. „Ég fékk hljómflutningsgræjur í ferm- ingargjöf, eins og tíðkaðist gjarnan á þeim tíma og á þeim var takki sem slökkti á söngnum en spilaði lagið. Ég fékk líka hljóðnema og þá varð ekki aft- ur snúið. Ég söng daginn út og inn með alls konar lögum og gerði fjölskylduna vafalaust klikkaða á tímabili. Slagarar eins og „Eina ósk“ og „Twinkle, twinkle little star“ ómuðu um alla sveit. Sumarið 1995 ferðuðust Hemmi Gunn, Pétur Kristjáns og Ómar Ragnarsson í kringum landið og leituðu að hæfi- leikaríkum, ungum söngvurum. Ég tók þátt á Akureyri ásamt Friðriki Ómari en hvorugt okkar komst áfram. Það vildi svo þannig til að ég var stödd á Horna- firði þegar þeir félagar héldu keppnina þar svo ég tók aftur þátt og þá vann ég. Sigurvegurunum af öllu landinu var svo boðið til Reykjavíkur og ég söng lagið mitt á Hótel Íslandi og fékk að vinna í stúdíói. Það var frábær reynsla og gam- an að fá að vinna með alvöru fólki úr bransanum. Lögin voru gefin út á geisladiski og þann disk á ég ennþá. Ég hlusta nú ekki oft á hann, enda afar sérstök útgáfa af lagi Shady Owens, „Án þín“ með teknó-ívafi,“ segir hún og glottir. Ekki bara glamúr Frægðarsól Ernu Hrannar hefur stigið hægt, en örugglega upp á við. Hún hef- ur komið víða við, sungið í hljómsveit- inni Bermuda, verið í hljómsveit hússins í sjónvarpsþættinum Singing Bee, komið fram á fjölda árshátíða og sungið í ófáum brúðkaupum. Síðustu ár hefur hún mest verið í bakröddum við hin ýmsu tækifæri. Þar má til dæmis nefna Michael Jackson-sýningu á Broadway, jólatónleika Björgvins Halldórssonar, Frostrósatónleika og Eurovision. „Það er ofsalega gaman að syngja bakraddir, en það er líka ákveðin kúnst. Maður þarf að vera góður söngvari, en þó geta ekki allir góðir söngvarar verið bakraddasöngvarar. Það er ýmislegt sem þarf að huga að, til dæmis má ekki draga aðalsöngvarann niður, eða gnæfa yfir hann. Röddin þarf líka að vera fjöl- breytt. Í stúdíóvinnu er maður kannski að syngja heilan kór í einu lagi og þá þarf röddin að geta skipt um karakter mörgum sinnum í sama laginu. Góðar bakraddir geta gert heilmikið fyrir lag, þó svo að mörg lög geti algjörlega staðið ein og sér bara með einni rödd og hljóð- færum. En með röddum verður lagið oft safaríkara og stærra. Bakraddasöngvarar þurfa líka að vera sérstaklega góðir í að ú-a og a-a,“ segir hún hlæjandi og tek- ur tóndæmi fyrir blaðamann. Hvernig kom það til að þú tókst þátt í Eurovision-undankeppninni hér heima og fórst svo til Moskvu? Erna dregur fæturna upp í sófann og lætur fara vel um sig. „Ég tók í fyrsta skipti þátt árið 2006 og söng þá ba- krödd hjá Matta Matt sem var í Pöp- unum. Ég veit svo sem ekki alveg hvers vegna ég tók þátt, þetta var bara tæki- færi sem bauðst, frábær reynsla sem maður slær ekki hendinni á móti. Ári síðar söng ég bakraddir í nokkrum lög- um, ásamt því að syngja sóló eftir Rol- and Hartwell. Þá var ég með hljóm- sveitina Buff í bakröddum hjá mér og það var upphafið að mjög skemmtilegu samstarfi. Árið 2008 vorum við Pétur (Jesú) úr Buffinu ráðin sem ríkisraddir fyrir Eurovision hér heima. Lagahöf- undum stóð sem sagt til boða að hafa okkur í bakröddum og það endaði með því að ég tók þátt í tíu lögum það árið. Ári síðar söng ég aftur sóló en komst ekki áfram með það lag. Ég söng hins vegar í nokkrum öðrum lögum, en ekki í Is it true? sem sigraði svo eft- irminnilega í keppninni það árið. Það kom mér því gríðarlega á óvart þegar haft var samband við mig og mér boðið í hópinn sem var á leiðinni til Moskvu. Á meðan ég rifja þetta upp finnst mér pínu fyndið að ég skuli hafa sungið í hátt í fjörutíu lögum í keppninni, en farið út með lag sem ég tók engan þátt í upprunalega. “ Hún brosir og horfir dreymin út í loftið þegar hún minnist á keppnina í Moskvu. Á svipnum sést greinilega að hugurinn er aftur kominn á stóra sviðið í Rússlandi í ógleymanlegri keppni þar sem Ísland náði sínum besta árangri í Eurovision. „Þessi Euro-veröld er ótrú- leg. Það var búið að vara mig við því að það væri allt svo risastórt þarna úti, en ég trúði því ekki alveg. En þegar maður upplifir það sjálfur, þá er það alveg satt. Þarf að vera sérstaklega góður í að „ú-a og a-a“ „Það var hrikalega erfitt að koma fyrst fram. Ég var svo ung og ég man að þegar ég steig á sviðið þá skulfu hnén á mér,“ segir Erna Hrönn Ólafs- dóttir. Hún hefur náð úr sér skjálftanum og mun standa á Eurovision-sviðinu með Heru Björk um helgina. Lovísa Þóra Gunnarsdóttir Erna Hrönn Ólafsdóttir stendur á sviðinu í kvöld í úrslitum Eurovision. Morgunblaðið/Ernir „Það er frábært að vera hérna,“ sagði Erna eftir að Ísland komst áfram á þriðju- dagskvöld. „Stemningin er eiginlega bara ólýsanleg. Það er rosalega gaman hjá okkur, hópurinn er svo hress og skemmti- legur og við pössum öll upp á hvert ann- að.“ Hún er ánægð með viðtökurnar í Ósló. „Stemningin var mögnuð. Viðbrögðin í salnum voru svo mikil þegar við komum inn á sviðið. Salurinn bókstaflega gargaði „Hera, Hera, Ísland, Ísland“ svo maður var bara með gæsahúð allan tímann og þegar flutningnum lauk þá jókst gæsa- húðin enn meira því viðtökurnar voru engu líkar.“ Og þannig hefur viðhorfið verið í garð ís- lensku keppendanna allan tímann. „Það er rosalega mikil jákvæðni í okkar garð hér úti. Við t.d. sungum á Euroklúbbnum á miðvikudagskvöldið og þar var alveg stappað og stemningin bara geggjuð.“ Það hefur bara jákvæð áhrif að Ísland hafi verið í fréttunum upp á síðkastið. „Við höfum fengið talsverða athygli út á Eyjafjallajökul, en alls engan biturleika eða pirring, fólk hefur meira áhuga á því hvort við höfum komist á réttum tíma út og hvort við höfum orðið fyrir einhverjum áhrifum af gosinu.“ Spáin fyrir laugardagskvöld? „Ég spái Íslandi í topp þremur, ekki spurning. Ég myndi líka skjóta á að Grikkland yrði of- arlega og sennilega Ísrael líka.“ Salurinn bókstaflega gargaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.