SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 28
28 30. maí 2010
R
axi, mig langar að lenda aftur.“
Nei, Einar, ertu vitlaus? Nú fer að koma fal-
legasta birtan á gosið, sagði ég. Við Einar
Dagbjartsson, flugstjóri hjá Icelandair, vorum
á flugi yfir Fimmvörðuhálsi að taka myndir af eldgos-
inu. Ég sá að Einar iðaði allur í skinninu þar sem hann
sat fyrir framan mig í Super Cub-flugvél flugklúbbsins
Þyts. Hann langaði greinilega að lenda aftur í brekkunni
á jöklinum við hliðina á hrauninu sem hafði runnið þar
síðustu daga.
Við flugklúbbsfélagarnir, Arnar Jónsson, Stefán Davíð
Helgason og Einar Dagbjartsson, erum allir þaulvanir
flugmenn og höfðum skipst á að fljúga í kringum gosið
og myndað. Við vorum að skrá Íslandssöguna í mynd-
um. Það er frábært að hafa svona félagskap þar sem all-
ir eru boðnir og búnir að koma í flug við þessar að-
stæður og að fljúga áhyggjulaus með öruggum
flugmönnum sem vita upp á hár hvað þeir eru að gera.
Super Cub-flugvélin er tveggja sæta á risastórum
dekkjum þannig að hægt er að lenda henni nánast hvar
sem er. Það var einmitt það sem Einar hafði gert
nokkru áður, við lentum á jöklinum upp smá brekku
þannig að flugvélin stöðvaðist um leið og hún snerti.
Við biðum smá stund eftir því að það færi að rökkva til
að spara bensín. Við vorum búnir að skoða lending-
arstaðinn áður. Þá höfðum við keyrt á jeppa upp á jök-
ulinn til að hafa allt á hreinu.
Einar iðaði allur í skinninu, vildi lenda aftur á jökl-
inum en ég barðist á móti því, vildi ekki missa af neinu.
„Raxi, ég er að míga á mig,“ sagði Einar allt í einu og
iðaði enn meira í sætinu. Ég sá hvað hann langaði að
lenda aftur þar sem hann horfði löngunaraugum á
lendingarstaðinn okkar.
Ertu ekki með flösku sem þú getur migið í? spurði ég
hann.
„Nei, hann er of stór. Ég verð að lenda aftur,“ svaraði
Einar.
Ég reyndi að tefja eins lengi og ég gat, við erum báðir
stríðnir en ég varð að láta undan eftir smá þref.
Allt í lagi, lentu þá til að míga. Ég hafði varla sleppt
orðinu þegar við vorum komnir í krappa beygju og
dýfu niður að jöklinum. Með glampann í augunum lenti
Einar með stæl eins og hann er vanur að gera. Það voru
nokkrir hneykslaðir ferðalangar á jeppum sem gláptu úr
sér augun þegar lítil flugvél lenti upp brekkuna og út
steig maður sem kveikti sér í vindli, meig út í loftið og
horfði á gosið um leið. Það gerist ekki betra í bíómynd.
Ég held að sumir þeirra sem voru á jeppum á jökl-
inum hafi verið í meiri hættu en við á flugvélinni yfir
honum.
Við flugum í nokkra hringi og tókum myndir af gígn-
um. Degi var tekið að halla og ljósið eins fallegt og það
getur orðið. „Ég er að míga á mig aftur,“ kallaði Einar.
Ertu með blöðrubólgu? kallaði ég til hans.
„Já, ég held það,“ svaraði hann hlæjandi. Það er ekki
hægt að mótmæla Einari, það er alltaf líf og fjör í kring-
um hann. Við lentum því þrisvar í viðbót, Einar var
alltaf að míga á sig, eða svo sagði hann. Ég vissi að
hann langaði bara að lenda nokkrum sinnum á jökl-
inum, ég sá það á glottinu. Honum fannst það ekki
leiðinlegt.
„Ertu ekki kominn með góðar myndir? Þú hefðir
aldrei náð þeim ef ég hefði ekki lent til að míga,“ sagði
Einar við mig og glotti út í annað. Jú, svei mér þá, ég
held það bara, sagði ég og glotti á móti.
Heyrðu, Einar, á meðan ég man. Ég hringdi í lækni,
vin minn, og pantaði tíma út af blöðrunni í þér ...
Á flugi yfir gígnum í ljósaskiptunum. Ofarlega til hægri má greina mann á gangi.
Náttúran
kallar
Sagan bak
við myndina
Ragnar Axelsson
rax@mbl.is
’
Með glampann í augunum lenti Einar með stæl eins og
hann er vanur að gera. Það voru nokkrir hneykslaðir
ferðalangar á jeppum sem gláptu úr sér augun þegar lítil
flugvél lenti upp brekkuna og út steig maður sem kveikti sér í
vindli, meig út í loftið og horfði á gosið um leið. Það gerist
ekki betra í bíómynd.