SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 51
30. maí 2010 51
leysi og óöryggi, ef eitthvað kemur fyrir, ef ég fót-
brotna eða missi röddina þá er ég talgjörlega tekju-
laus,“ sagði Bjarni Thor. Hann telur þó kostina vega
upp á móti, yfirleitt fá lausráðnir söngvarar hærri
tekjur og þá skemmtun að fá að kynnast heiminum.
Hættulegt starf
Lífið á óperusviðinu er ekki alltaf dans á rósum, það
gengur á ýmsu og menn þurfa ávallt að vera búnir
undir hið óvænta þó að óperumeiðsl séu kannski ekki
mjög algeng þá henda slysin þar eins og ann-
arsstaðar. Söngkonan Sophie Koch fékk að kynnast
því á sýningu með Bjarna Thor er hún fékk óvænt
olnbogaskot frá listagyðjunni fyrr í vikunni. „Í upp-
hafi sýningarinnar er sjóðandi heit ástarsena þar sem
Markskálksfrúin og Octavian, sem sungin er af
mezzo-sópran eru í brennidepli. Í hita leiksins rak
markskálksfrúin olnbogann svo hressilega í andlit
elskhuga síns að stöðva þurfti sýninguna, huga að
meiðslum og byrja svo sýninguna aftur. Allt fór þetta
nú samt vel og söngkonan hlaut ekki varanlegan
skaða af“, segir Bjarni með bros á vör og er greinilega
örlítið skemmt yfir óförum félaga sinna.
Söngskemmtanir fyrir ferðamenn
Í sumar myndast gat í dagskránni hjá Bjarna Thor og
frekar en að „sitja og telja á sér fingurna,“ hyggst
hann standa fyrir daglegum söngskemmtunum sem
hugsaðar eru fyrir erlenda ferðamenn í Reykjavík.
„Það er ekki svo mikið á boðstólum í söngheiminum
heima á sumrin, einstaka sönghátíðir úti á landi
kannski en ekki í Reykjavík og það er leiðinlegt fyrir
allt það hæfileikaríka söngfólk sem við höfum,“ sagði
Bjarni Thor. Í salarkynnum Söngskóla Sigurðar De-
mentz úti á Granda munu efnilegir söngvarar kynna
íslenska tónlist fyrir erlendum ferðamönnum í þrem-
ur mismunandi dagskrám. Þar verður boðið upp á
perlur íslenskra einsöngslaga, Draumalandið, Á
Sprengisandi og Í fjarlægð til að nefna nokkrar. Tón-
skáldin verða kynnt og ef við á tilurð laganna. Önnur
kvöld verður boðið upp á karlakvartett sem mun
flytja íslensk þjóðlög, ættjarðarljóð og hugsanlega
sálma án undirleiks og á þriðju dagskránni verða
það síðan sópransöngkona, tenórsöngvari og gít-
arleikari sem fara yfir íslenska tónlistarsögu. „Það
virðist vera mikill áhugi á þessu innan ferðaþjón-
ustunnar og síðan kemur bara í ljós hvernig þetta
mun ganga. Meiningin er að hafa þetta aðgengilegt
fyrir allan almenning,“ segir Bjarni Thor að lokum
en hann mun hafa yfirumsjón með verkefninu og
eins að leiðbeina söngvurunum eða eins og hann
segir sjálfur frá þá mun hann „hlutast til um
hvernig söngvararnir syngja þetta og það má
kannski líta á það sem einskonar námskeið fyrir
þá.“
Að lokinni tapasmáltíðinni heldur Bjarni Thor út
á Römbluna í Liceu óperuna til að liðka radd-
böndin. Hann er ánægður með dvölina í Barcelona
og í haust taka síðan við önnur hlutverk í öðrum
erlendum óperuhúsum.