SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 42
42 30. maí 2010 F áir leikarar hafa byrjað með jafnmiklum krafti og fyr- irheitum um glæstan feril og William Hurt. Þarna var kominn leikari sem skar sig úr, hugsanlega full- mikið þegar til lengdar lét. Undirrituðum fannst hann sannkölluð opinberun eftir minnisstæða frammistöðu hans í fyrstu myndunum, sem voru ekki af lakari end- anum: Þetta voru snilldarverkið Altered States (’80), eftir Ken Russell; The Janitor (’81) og hin magnaða Body Heat (’81), eftir Lawrence Kasdan. Nú, þrem áratugum síðar, stendur gamli risinn á sextugu og er mikið til horfinn úr hefðbundnum Hollywood- kassastykkjum, en bregður af og til fyrir í óháðum og oft forvitnilegum smámynd- um. Síðan stakk hann upp kollinum í Hróa hetti, mjög óvenjulegri mynd á hans ferli, og stóð sig eins og hetja og áhuginn á þessu gamla átrúnaðargoði var end- urvakinn. Í dag býr Hurt fjarri heimsins glaumi, í strjálbýlum austurhluta Oregon-fylkis. Reynir að verða sem minnst á vegi Holly- wood-framleiðenda en brá þó fyrir á Golden Globe-afhendingarhátíðinni í vetur, þar sem hann var tilnefndur fyrir sjónvarpsþættina Damages, þar sem Glenn Close er mótleikari hans, líkt og í The Big Chill (’72). Hún var ein af stór- myndunum sem prýddu feril hans lengi vel, þar sem Hurt stóð sig undantekning- arlaust mjög vel. Í kjölfarið kom Gorky Park (’83), mikið eftirlæti, gert af Michael Apted með landa hans Lee Marvin, sem mótleikara í óvenjulegri spennumynd sem hefur ekki elst um ár. Áfram héldu bestu hlutverkin að rúlla inn á borðið hans. Hurt er einkar minn- isstæður sem klæðskiptingurinn í kvik- myndagerð leikritsins Kiss of the Spider Woman (’85), eftir Hector Babenco. Þar lék hann á móti Raul Julia, frábærum sviðs- og kvikmyndaleikara sem lést langt fyrir aldur fram. Í næstu mynd, Children of the Lesser God, sem einnig var byggð á heimsfrægu leikriti, lék hann með tilþrifum kennara í málleysingja- skóla. Hann verður ástfanginn af einum nemenda sínum, sem er leikinn af Marlee Matlin, sem uppskar Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína. Það er ekkert lát á vel- gengninni því næsta viðfangsefni hans var aðalhlutverkið í hinni rómuðu Broadcast News, eftir James L. Brooks, eitt stærsta leikstjóranafnið á þessum tíma (’87). Þaðan lá leiðin til Kasdans, sem var að gera The Accidental Tourist, sem skartar eftirtektarverðum Hurt. Þegar hér er komið sögu er engu líkara en Hurt bregðist bogalistin í hlutverka- valinu. Frá 1990 til 2001 leikur hann ein- göngu í auðgleymdu drasli og und- arlegum verkum sem enginn nennti að sjá. Undantekning vel með farið gesta- hlutverk í Smoke (’95). En árið 2001 er hann kominn í hendurnar á sjálfum Ste- ven Spielberg, sem lét hann fá lítið en sómasamlegt hlutverk í A.I., mikið til mislukkaðri mynd. Þá lét hann ginna sig út í 2008 árgerðina af Hulk, eftir Louis Leterier, og er jafnvel fáséðari en hörm- ungin hans Angs Lee. Síðasta áratuginn hefur Hurt mest- megnis leikið í furðuverkum og óháðum myndum sem hafa oft á tíðum litla sem enga dreifingu hlotið. Undantekningar eru The Village (’04), eftir M. Night Shya- malan (og kolféll í aðsókn); Hrikalega flott innkoma í smáhlutverki í History of Violence, eftir David Cronenberg og þá var hann í leikarasúpunni sem prýddi The Good Shepherd (’06), tormelta og fá- séða mynd eftir Robert De Niro. Þá var röðin komin að Hróa, og von- andi vísar hann Hurt veginn út úr eyði- mörkinni, þar sem leikarinn hefur fengið fína dóma þó myndin þyki í meðallagi. William Hurt var einkar minnisstæður í Kiss of the Spider Woman. Hurt er ekki horfinn Miklar vonir voru bundnar við William Hurt sem er orðinn heldur fáséður, en birtist óvænt í Hróa hetti þar sem hann sýndi gamla takta. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Þó að leikstjórinn, leikarinn, handrits- höfundurinn, framleiðandinn og síðast en ekki síst goðsögnin Woody Allen, verði 75 ára í desember, er engan bilbug á honum að finna. Þessi afkastamikli lista- maður á að baki 46 myndir sem hann hefur lokið við að skapa frá A til Ö, á að- eins 45 árum. Engin furða þó að hann hafi marglýst því yfir að hann hati ellina. Síðast fyrir nokkrum vikum á Cannes, þar sem hann frumsýndi nýjustu mynd- ina sína, You Will Meet a Dark Stranger, með toppleikurum að venju, þeim Naomi Watts, Josh Brolin, Antonio Banderas og Anthony Hopkins fremstum í flokki. Al- len hefur tekið sér fáa frídaga á æfinni og er þegar farinn í gang með glænýtt verk, Midnight in Paris, sem á að frumsýna að ári. Þar er mannskapurinn ekki heldur af verri endanum, nú síðast bættist Ósk- arsverðlaunahafinn Adrien Brody (The Pianist), í hóp þeirra Marion Cotillard, Kathy Bates, Rachel McAdams, Owen Wilson, Michael Sheen og sjálfrar for- setafrúarinnar, Cörlu Bruni-Sarkozy. Það er vel við hæfi að Allen eigi kvik- myndaklassík vikunnar: HANNA OG SYSTUR HENNAR – HANN- AH AND HER SISTERS (́86) Aðalpersónurnar í bestu mynd Allens eru þrjár systur í New York (að sjálfsögðu) og fjallar myndin á fyndin og hlýjan hátt um fjölskyldur þeirra á tveggja ára tímabili. Sviðsljósið beinist þó einkum að einum eiginmanninum (Michael Caine), sem giftur er Hönnu (Mia Farrow), og ást- arsambandi hans við yngstu systurina (Barbara Hershey). Margar hliðarsögur fléttast inní framvinduna, sú fyndnasta snýst um ímyndunarveikan sjónvarps- myndaframleiðanda, sem Allen leikur einsog honum er einum lagið. Hér sjá menn svart á hvítu hvílíkur snillingur hann er í leikaravali. Michael Caine, þeim ágætisleikara, hafði því miður sárasjald- an verið treyst í burðarmikil hlutverk. (Það átti heldur betur eftir að breytast, myndin varð upphaf að nýjum og enn glæstari ferli sem stendur enn.) Allen vissi betur og Caine sýnir og sannar það hér, líkt og í Educating Rita, hvað í hon- um býr. Aðrir leikarar eru afbragðsgóðir, með Diane West í fararbroddi og hún hlaut Óskarinn að launum. Allen leik- stýrir af kunnu öryggi og skopskyni en tekst jafnvel enn betur upp sem leikari og höfundur, handritið geislar af hnyttnum setningum, speki og skynsemi. Kvikmyndaklassík Hanna og systur hennar ***** Geislar af speki Woody Allen í kunnuglegri stellingu í Hönnu og systrum hennar. Við Íslendingar getum ekki stært okkur af mörgum Holly- woodstjörnum í gegnum tíðina. Þær Anna Bjorn og María Ellingsen áttu sín augnablik í kvik- myndaborginni en um þessar mundir eigum við engan fulltrúa sem eitthvað kveður að, aðra en hina há- norrænu og glæsilegu Anitu Briem. Og hún á einmitt afmæli um helgina (29.5.), er í blóma lífsins, verður 28 ára gömul. Við sendum henni okkar bestu kveðjur og óskir um velgengni í lífinu. Anita er frægust fyrir hlutverk sitt í þrí- víddarmyndinni Leyndardómum Snæfells- jökuls, eða Journey to the Center of the Earth, útgáfunni sem var sýnd hérlendis síðla árs 2008. Hún átti lítið skylt við bókina, en naut það mikilla vinsælda hér sem annars staðar, að fyrir nokkrum dög- um birtist frétt í The Hollywood Reporter, um að framhaldsmynd væri í bígerð og við skulum rétt vona að hlutverkið sem Anita lék, Hannah Ásgeirsson, haldist inni. Anita, sem er dóttir Gunnlaugs Briem trommuleikara, kemur fram í a.m.k. tveimur Hollywood-myndum í ár; Everyt- hing Will Happen Before You Die, og Dyl- an Dog: Dead of Night, þar sem hún leik- ur m.a. á móti heillakarlinum Peter Stormare. Hún á afmæli í dag! Fréttir Sunnudagur 30. maí kl. 21.30 (RÚV) Hér er um að ræða sjónvarpsmynd frá 2008, sem byggð er á víðfrægu og marg- kvikmynduðu leikhúsverki eftir Friedrich Dürrenmatt. Það fjallar um heimsókn vell- ríkrar konu til gamla þorpsins síns. Ástæð- an fyrir förinni er að ná fram hefndum á manninum sem sveik hana í tryggðum fjór- um áratugum áður. Leikstjóri er Nikolaus Leytner og meðal leikenda eru Lisa Kreu- zer, Michael Mendel, Muriel Baumeister, Christiane Hörbiger og Dietrich Holl- inderbäumer. Leikritið hefur verið sett upp um allan heim, m.a. á fjölum borgarinnar, í Iðnó, undir nafninu Sú gamla kemur í heimsókn, ef ég man rétt og aftur í Borg- arleikhúsinu í fyrra undir heitinu Millj- arðamærin. Þá er minnisstæð þýsk-fransk- bandarísk kvikmyndagerð frá árinu 1964, sem ber nafnið The Visit, og var sýnd í Nýja bíó. Þar fóru stórstjörnurnar Ingrid Bergman og Anthony Quinn með aðal- hlutverkin undir handleiðslu Bernhards Wicki og aukahlutverk voru einkar vel mönnuð. Ingrid lék þá rosknu sem setur gamla þorpið sitt á annan endann þegar fréttist af ferðum hennar. Allir vona að hún verði gjafmild á auð sinn, þó svo að hún hafi verið hrakin þaðan kornung eftir að hún eignaðist barn með ástmanni sínum (Quinn). Myndir vikunnar í sjónvarpi Sú gamla kemur í heimsókn – Der Be- such der alten Dame Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.