SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 48
48 30. maí 2010
Í
meira en hálfa öld hef ég haft
brennandi áhuga á útvarpi. Setið
hugfangin við tækið og gildir þá
einu hvort um er að ræða fréttir,
frásagnir, leikrit eða symfóníur. Allt frá
því að einungis var ein rás í boði og ekk-
ert óhugsað „blaður“ leyfilegt. Í minn-
ingunni töluðu allir skýrt og áheyrilega.
Hvert orð var skrifað niður, lesið upp og
þess gætt að framsögn væri einkar skýr. Í
dag er flutningurinn sem betur fer frjáls-
legri og þáttagerðarfólk og þulir ekki ríg-
bundnir af skrifuðum texta. Sem fyrr
leggja þó allir sig fram um að vanda
framburðinn eins og kostur er því það er
líklega sá þáttur sem skiptir mestu máli
fyrir þá sem hlusta á útvarp.
Þeir sem vilja vanda framburð sinn
ættu að gæta vel að sérhljóðum og þó
einkum tvíhljóðum en þau eru oft óná-
kvæm í framburði. Tvíhljóð eru þau hljóð
sem búin eru til úr tveimur ólíkum sér-
hljóðum. Þetta eru hljóðin á, ó, æ, ei og
au. Þegar þau koma fyrir er gjarnan ein-
ungis annað hljóðið borið fram. Þá verð-
ur t.d. á í orðinu ást að „a“, borið fram
„asd“ og ó í orðinu dóttir verður að „o“
borið fram „dottir“. Ó getur jafnvel orðið
að „ú“ en það mátti heyra í auglýsingu
frá Póstinum fyrir einhver jólin en þar
var talað um „pústinn“ í stað „póstinn“.
Þekkt er að tvíhljóðið æ, í orði eins og
hækka sé borið fram sem einhljóðið „a“
og verður þá „hakka“. Dæmi um slíkar
framburð er: „hakkað’í grajunum“.
Annað tvíhljóð sem verður að einhljóði er
ei, sem verður gjarnan að einhvers konar
i- eða í-hljóði. Orð eins og heimili er þá
borið fram „hímili“. Og auglýsingin þar
sem klifað er á að eitthvað sé ódýrt fyrir
heimilið er gjarnan lesin „údírt fyrir
hímilið“. (Hvað svo sem það nú merkir.)
Tvíhljóðið au er ögn flóknara en þau
sem hér hafa verið nefnd því þar spilar
annars vegar saman brottfall á öðru
hljóðinu en þá fellur í brott svo eftir
verður einhljóð í ætt við „ö“. Hins vegar
hið svokallaða nýja flámæli þar sem ein-
hljóðið ö vill í nútíma máli verða líkara
„u“. Austur er þá borið fram „ustur“ og
Stöð tvö verður í munni sumra frétta-
manna stöðvarinnar „stuð tvu“. Annað
dæmi um nýja flámælið er að e vill verða
að einhverju hljóði mitt á milli „e“ og „i“
og Netið verður þá „nitið“.
Þessi ónákvæmi framburður sérhljóð-
anna; einhljóðun tvíhljóðanna og nýja
flámælisins, hefur síðustu vikurnar
kristallast í tungubrjótnum Eyjafjallajök-
ull sem Íslendingar bera gjarnan fram
„íjafjadlajugudl“. Tvíhljóðið ei verður að
einhljóði sem líkist „í“ og hljóðið ö að
einhvers konar „u“.
Það eru sérhljóðin sem gefa málinu
hljóm og blæbrigði, mýkt og áferð. Í
samhljóðunum býr hins vegar skýrleiki,
snerpa og kraftur. Sérhljóðin þurfa að fá
að njóta sín í framburði og þess vegna er
mikilvægt að bera þau rétt fram. Sam-
hljóðin gefa orðum skýrleika og þau þarf
að fægja vel og gæta þess að hvert og eitt
sé borið skýrt fram. Ræðum það síðar.
Enn meira um
framburð
’
Það eru sérhljóðin
sem gefa málinu
hljóm og blæbrigði,
mýkt og áferð. Í samhljóð-
unum býr hins vegar skýr-
leiki, snerpa og kraftur.
Útlendingar eiga í erfiðleikum með tungubrjótinn Eyjafjallajökul en sitthvað er að athuga
við framburð Íslendinga sjálfra – „íjafjadlajugudl“.
Morgunblaðið/Júlíus
Tungutak
Ingibjörg B.
Frímannsdóttir
ingfrim@hi.is
B
andaríski rithöfundurinn
Christina Sunley sendi frá sér
skáldsöguna The Tricking of
Freyja á síðasta ári, en í bók-
inni segir hún frá telpunni Freyju sem
elst upp hjá einstæðri móður sinni í
Connecticut. Móðir hennar er af ís-
lensku bergi brotin, afi hennar fluttist
með foreldrum sínum til Winnipeg í
Kanada í kjölfar Öskjugossins vorið
1875, og ólst upp í Gimli. Framan af vill
hún þó ekki að Freyja kynnist ætt-
ingjum sínum, en svo fer að þær halda
til Gimli að hitta móðurforeldra Freyju
og móðursystur, Ingibjörgu, Birdie.
Birdie, sem haldin er geðhvarfasýki,
tekur ástfóstri við Freyju, en veikindi
hennar eiga eftir að hafa alvarlega af-
leiðingar.
Bókinni var vel tekið vestanhafs og
kom út íslensku á síðasta ári undir
heitinu Freyjuginning. Christina Sun-
ley er svo væntanleg hingað til lands
nú um helgina til að kynna bókina og á
mánudag mun hún lesa upp úr henni í
Þjóðmenningarhúsinu, segja frá tilurð
hennar og tengslum sínum við Ísland
og svara fyrirspurnum.
Kemur með kærastann
Christina Sunley er ekki að koma hing-
að í fyrsta sinn, en það eru þó níu ár
liðiðn frá því hún kom síðast og hún
segir að nú rætist draumur hennar öll
þau ár þegar hún kemst hingað aftur.
Það gefi heimsókninni svo sérstakt gildi
að hún komi til að segja frá bók sinni,
enda hafi hana aldrei grunað að hún
ætti eftir að gefa bók út á Íslandi.
„Ég kem líka með kærastann minn
með mér núna og það verður gaman að
geta sýnt honum slóðir afa fyrir austan,
en ég á líka eftir að skoða heimaslóðir
ömmu minnar sem var að vestan.“
Aska úr Öskju örlagavaldur
Í viðtölum hefur Sunley sagt frá því að
kveikja bókarinnar hafi verið er hún sá
fyrir sér lítinn dreng vakna að morgni
við svo mikið öskufall að hann sá ekki
handa sinna skil. Hún segir og að það
verði eflaust merkilegt að sjá ösku yfir
svo miklu landsvæði á Suðurlandi, þó
að vissulega sé það ekki nema brot af
þeim ósköpum sem komu upp úr Öskju
1875. „Ég vona að það verði enn eitt-
hvert líf í Eyjafjallajökli þegar ég ek
austur en það er nóg að sjá smágos-
skvettu rétt á meðan við keyrum
framhjá,“ segir hún og hlær.
Snar hluti Freyjuginningar var skrif-
aður þegar Sunley dvaldi á Skriðu-
klaustri í maí 2001. „Ég hélt að ég væri
að koma til Íslands á góðum tíma, það
hlyti að vera gott veður í maí, en svo
snjóaði meira og minna allan tímann og
ég hélt mig því að mestu innan dyra og
skrifaði fyrir vikið meira á þeim mán-
uði en ég hafi gert alla mánuðina á
undan,“ segir hún og kímir.
Sögur af íslenskum ættmennum
Eins og getið er í upphafi segir bók
Sunley frá Freyju sem kemst á snoðir
um ætt sína og uppruna þegar hún
kynnist ættingjum sínum í Gimli í
Manitoba. Þó að Sunley sé af íslenskum
ættum líkt og Freyja segir hún að þær
eigi lítið annað sameiginlegt. „Ég ólst
upp ættingjalaus,“ segir hún: „Ég átti
enga ættingja í New York þar sem ég
bjó með foreldrum mínum og systur.
Móðir mín átti íslenska foreldra og bjó í
Gimli sem barn, en missti þá og var
ættleidd til Bandaríkjanna. Hún hélt þó
fast í uppruna sinn og sagði okkur oft
sögur af íslenskum ættmennum sem
við þó hittum aldrei enda sagði hún
okkur að það væri ekkert þeirra á lífi í
Manitoba. Þegar ég var hálffertug sendi
hún mér svo minningar afa míns þar
sem hann sagði frá því er fjölskyldan
tók sig upp með pjönkur sínar í kjölfar
Öskjugossins, hélt til Seyðisfjarðar og
þaðan til Kanada. Þegar ég las þessa
frásögn og söguna af því hvernig það
var að koma til nýja landsins, eiga í
samskiptum við frumbyggjana, veikindi
og basl fannst mér sem hann væri að
tala til mín og að ég væri hluti af langri
sögu. Mamma lét ekki þar við sitja
heldur sendi hún mér fleiri skjöl um
vesturfara, minnisbækur, bréf og ævi-
sögur og síðan Íslendingasögurnar. Hún
var helsti ráðgjafi minn við samningu
bókarinnar og ég hrindi í hana þegar ég
Ég ólst upp
ættingjalaus
Rithöfundurinn Christina Sunley, sem er af ís-
lenskum ættum, skrifaði skáldsögu um telpuna
Freyju sem grefst fyrir um uppruna sitt og ís-
lensk ættmenni. Sunley er væntanleg hingað til
lands nú um helgina að kynna bókina.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lesbók