SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 10
10 30. maí 2010
S
kammirnar hafa dunið á mér undanfarna daga, raunar í
heila viku, vegna pistils sem ég skrifaði hér fyrir viku
undir fyrirsögninni Er ekki brandarinn að verða búinn?
Mér finnst ánægjulegt að fá viðbrögð við því sem ég skrifa
og ég kann alveg jafnvel að meta skammirnar eins og hólið,
stundum falla mér skammirnar mun betur, því þær geta oft gefið
tilefni til frekari skrifa, eða að tölvupóstum sé svarað og einhvers
konar málefnaleg umræða, maður á mann, hefjist. En til þess að ég
nenni að svara yfirhöfuð, þurfa skammirnar að vera málefnalegar.
Ég nenni ekki að svara fúkyrðaflaumi og persónulegum svívirð-
ingum, sem berast til mín símleiðis frá fólki sem er með óskráð
númer og neitar að gefa upp nafn sitt. Ég nenni ekki heldur að
svara tölvupóstssvívirðingum sem berast til mín frá einhverjum
g-mail netföngum, með til-
búnum eigendanöfnum.
Nokkur dæmi úr liðinni
viku: „Þú ert ekkert annað en
ómerkileg íhaldstík,“ „Þú ætt-
ir að hafa vit á því að halda
kjafti,“ „Éttu það sem úti
frýs,“ og einn lítill tölvupóstur
var svohljóðandi: „Það er
komið að einkavæðingar- og
frjálshyggjudýrkendum eins
og þér og þínum flokki að axla
ábyrgð og skammast sín og láta
skynsamara fólk stjórna hér
landi.“
Svona sendingum nenni ég
ekki að svara, enda enginn
bættari með því að hefja sam-
ræðu á slíku plani. En ég hef
líka fengið ábendingar um að
ég hafi kannski verið fullfljót á
mér að afskrifa það fólk sem
skipar efstu sætin á lista Jóns Gnarr, Besta flokksins.
Ég hef lengi verið einlægur aðdáandi Jóns Gnarr, sem frábærs
húmorista og leikara. Ég gerði allt sem ég gat til þess að missa ekki
af einum einasta þætti þar sem Georg Bjarnfreðarson kom fram,
hvort sem það var Næturvaktin, Dagvaktin eða Fangavaktin. Mér
þóttu þættirnir frábærir, naprir, beittir og Jón Gnarr fremstur
meðal jafningja. En ég sá hann einfaldlega aldrei fyrir mér sem
stjórnmálamann, að nú ekki sé talað um sem leiðtoga. Hann er
einhvern veginn þeirrar gerðar, að honum er eðlislægt að vera
uppsigað við venjur, reglur og siði lýðræðisins. Hvernig á hann að
skipta svo gjörsamlega um gír, að leiða Besta flokkinn næstu fjög-
ur ár í borgarstjórn, hvort sem er við stjórnvölinn eða í stjórnar-
andstöðu, án þess að glata trúverðugleika sínum sem skapandi
listamaður? Ég sé ekki að það geti gerst og hef miklar áhyggjur af
því að við Reykvíkingar verðum fyrir stórslysi í borgarstjórnar-
kosningunum í dag.
Mér hefur verið bent á að Einar Örn Benediktsson, sem skipar
annað sæti lista Besta flokksins, sé afburðamaður. Það sé eiginlega
sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, allt heppnist. Guð láti gott
á vita. Mér hefur líka verið bent á að Páll Hjaltason, arkitekt, sem
skipar 5. sæti lista Besta flokksins búi yfir yfirgripsmikilli þekk-
ingu á skipulagsmálum, sem gæti nýst okkur borgarbúum til góðs.
Þetta þykja mér málefnalegar og góðar ábendingar. Og ætla þess
vegna að bakka með þá ályktun mína, að kjör á fulltrúum Besta
flokksins gæti orðið að fjögurra ára lélegum brandara.
En ég hvika ekki frá þeirri staðföstu skoðun minni, að Hanna
Birna Kristjánsdóttir hefur staðið sig afburða vel sem borgarstjóri
og hún hefur leitt borgarfulltrúa ólíkra flokka til árangursríks
samstarfs. Á slíku þurfum við áfram að halda, enda sýndi skoð-
anakönnun Morgunblaðsins á fimmtudag að flestir Reykvíkingar
vilja Hönnu Birnu áfram í stól borgarstjórans.
Raunar þótti mér einna merkilegast við þá könnun það afhroð
sem Framsóknarflokkurinn og VG gjalda. Sennilega hafa fram-
sóknarmennirnir sem efndu til samsæris gegn Óskari Bergssyni,
til þess að koma höggi á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann
Framsóknarflokksins, áttað sig á því nú, hversu vonlaust vind-
högg, en um leið sjálfseyðingarhögg, það samsæri var. Líkast til er
svipað uppi á teningnum hjá VG. Liðsmenn þeirrar hreyfingar eru
sennilega búnir að átta sig á því, að það kann ekki góðri lukku að
stýra, að láta kvenfasistann Sóleyju Tómasdóttur, sem lýsti því yf-
ir opinberlega að hún „var mjög lengi að jafna sig á því að eiga
strák“, leiða listann í borginni. Ætli margir strákar sem hafa kosn-
ingarétt og menn, eða við mæður sem
elskum og dáum syni okkar, hafi í hyggju
að leiða Sóleyju til frekari áhrifa í borginni?
Af gagnrýni og
skömmum
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hanna Birna Sóley Tómasdóttir
’
það kann ekki
góðri lukku að
stýra, að láta
kvenfasistann Sóleyju
Tómasdóttur leiða
listann í borginni.
8:30 Vaknaði klukkutíma á
eftir áætlun. Við nánari eft-
irgrennslan kom í ljós að raf-
magnið hafði farið af húsinu um
nóttina með þeim afleiðingum
að vekjaraklukkan núllstilltist.
Þetta er nú ekki besta leiðin til
að byrja vikuna.
8:45 Express-morgunverður
í formi espresso-bolla, ristaða
brauðið verður að bíða.
9:05 Fundur hjá fram-
kvæmdastjórn fyrirtækisins.
Þetta er fyrsti fundur í nokkuð
langan tíma þar sem flestir okk-
ar hafa verið meira og minna
erlendis. Við höfum nýlokið
þátttöku í tveimur stórum ráð-
stefnum. Sú fyrri var á vegum
Microsoft í Atlanta. Sú seinni
var okkar eigin partner-
ráðstefna þar sem við stefndum
140 samstarfsaðilum víðs vegar
að úr heiminum til fundar í
Prag. Næsta verkefni er að
vinna úr öllum þeim upplýs-
ingum og góðu ráðleggingum
sem við fengum á þessum við-
burðum.
11:50 Að sjálfsögðu gleymdi
ég að melda mig í mat, var
reyndar ekki sá eini. Sem betur
fer er persneski veitingastað-
urinn Eldhrímnir í næsta húsi
sem einfaldar málið, enda afar
heilsusamlegur.
12:30 Fundur með Sveini
Áka, formanni Íþróttasambands
fatlaðra, sem reyndar er líka
sölustjóri fyrirtækisins. Við
þurfum að finna leið til að loka
nokkuð stórum samningi niðri í
Dúbaí. Formaðurinn er búinn
að kokka upp plan sem lítur al-
veg hreint ágætlega út.
13:30 Við erum nýflutt í
nýtt húsnæði í Borgartúninu.
Því fylgja nokkrir byrjunarörð-
ugleikar eins og t.d. þegar raf-
magnið slær út í server-
herberginu. Þá virkar tölvu-
pósturinn ekki lengur. Það er
ekki gott þegar fólk fær ekki
póstinn sinn.
15:20 Ameríkudeildin er
mætt á svæðið. Rúnar, sölustjóri
Ameríkumarkaðar, er í heim-
sókn. Menn hugsa stórt þarna
fyrir „Westan“. Núna er planið
er leggja undir sig Las Vegas,
nánast eins og hún leggur sig að
mér skilst. Menn ætla samt að
reyna að borða þetta einn bita í
einu – eða frekar eitt hótel í
einu.
17:00 Stutt símtal við ætt-
móðurina. Það er útskrift á
laugardaginn og við þurfum að
finna einhverja gjöf. Svona
stúdínugjafir eru reyndar ekki
mín sterkasta hlið. Ættmóðirin
fellst á að taka verkefnið að sér.
17:45 Mættur á æfingasvæði
Golfklúbbsins Keilis í Hafn-
arfirði. Golfkennari ársins 2009,
Úlfar Jónsson, ætlar að halda
áfram við að reyna að kenna
okkur að spila golf. Úlfar er
góður kennari en við erum
frekar slakir nemendur. Hann
er reyndar fljótur að laga húkk-
ið þannig að restin af tímanum
fer í stutta spilið, sem er að sögn
lykillinn að velgengni bæði á
golfvellinum og í einkalífinu.
20:05 Matur með þremur
kollegum á Þremur Frökkum.
Ég hef alltaf verið hrifinn af
þessum stað – enda „no-
nonsense“ að öllu leyti. Einn úr
hópnum er danskur bæj-
arfulltrúi frá Fredensborg,
vara-varaborgarstjóri að eigin
sögn. Upp hefjast áhugaverðar
umræður um sveitarstjórnarmál
og kosningarnar um næstu
helgi.
22:15 Örstutt skoðunarferð
um miðborgina sem endar á
Vínbarnum. Það er fátt fegurra
en vorkvöld í Reykjavík.
23:40 Mættur heim í must-
eri menningar og neyslu. Auð-
vitað gleymdi ég að setja
þvottavélina í gang í morgun.
Það stefnir sem sagt allt í
skyrtulausan miðvikudag á
morgun.
Dagur í lífi Daða Kárasonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs LS Retail
Daði Kárason nýtur síðustu hreinu skyrtunnar í bili.
Morgunblaðið/Ómar
Slakur golfnemandi