SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 8
8 30. maí 2010 Fjölmenni var á lokahátíð átaksins Hjólað í vinnuna í Húsdýragarðinum þar sem mynd- in var tekin, en þar voru fulltrúum þeirra fyr- irtækja sem voru hlutskörpust í Reykjavík afhentar viðurkenningar . Í keppni stærstu fyrirtækja landsins, þar sem starfsmenn eru 800 eða fleiri, hafði Ar- ion banki best en Rio Tinto Alcan í flokki fyrirtækja með 400-799 starfsmenn. Önnur fyrirtæki sem voru hlutskörpust hvert í sín- um flokki voru verkfræðistofan Mannvit, Síðuskóli á Akureyri, Salidris ehf., Tann- læknastofurnar Þórunnarstræti 114 á Ak- ureyri og Efnalaug Suðurlands. Það síðast- nefnda í flokki fyrirtækja með þrjá til níu starfsmenn. Það var Hafsteinn Pálsson, formaður al- menningsíþróttasviðs Íþrótta- og ólympíu- sambandsins, sem tilkynnti um helstu af- rek þátttakenda átaksins að þessu sinni en Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsu- stöðvar og Gígja Gunnarsdóttir, formaður útbreiðslusviðs Íþróttabandalags Reykja- víkur, afhentu verðlaunin. Hjólahetjur Morgunblaðið/Ómar Í slendingar tóku hraustlega við sér þegar blásið var til átaksins Hjólað í vinnuna í átt- unda skipti á dögunum. Því lauk í vikunni og þá hafði landinn lagt að baki vegalengd sem svarar til 16 og hálfrar ferðar hringinn í kringum jörðina á 13 dögum! Það eru 483 ferðir umhverfis landið. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands gekkst í fyrsta skipti fyrir átakinu árið 2003. Þá skráði sig til leiks 71 lið frá 45 vinnustöðum, þátttakendur voru 533 og þeir hjóluðu samtals tæpa 22.000 kílómetra. Nú hjóluðu 9.451 í 1.347 liðum frá 551 fyrirtæki, alls tæpa 650.000 kílómetra. Fólk þarf að fara um mjög mislangan veg frá heimili á vinnustað en keppnisskapið gerir það að verkum að margir fara ekki lengur stystu leið. Sumir fara töluverðar krókaleiðir og það er auð- vitað af hinu góða, því tilgangurinn með átakinu er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsu- samlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta og vitaskuld að fá sem flesta til að hreyfa sig í stað þess að setjast alltaf af gömlum vana upp í bílinn. Töluverður fjöldi fer flestra ferða sinna á hjóli þegar veðrið er gott en færri þegar veðurspáin býður upp á kulda og vind, að ekki sé talað um rigningu. Meðan á átakinu stendur láta margir sig þó hafa það að fórna sér fyrir málstaðinn: „Hér á hreppsskrifstofunni á Reykhólum erum við þrjú að vinna. Við tökum öll þátt í átakinu. Í gær (6. maí) var þoka – mjög blaut – tvær kellur létu sig hafa það og komu frekar blautar til vinnu um morguninn,“ segir starfsmaður skrifstofunnar í bloggi á heimasíðu átaksins. Síðan bætir hann við: „Sá þriðji hafði tekið bílinn, vegna vætu. Þegar liðsstjórinn skráði svo á síðu átaksins ferðir liðsins kom í ljós að við vorum í 5. sæti. Þetta var auðvit- að algjörlega óásættanlegt og var þetta aðeins rætt yfir kaffibolla hvernig liðakeppnin virkar, að talið sé bæði í kílómetrum og dögum. Ekki þurfti frek- ari fortölur, stjórinn (sem fer alltaf heim í hádeg- inu) kom á hjólinu úr hádegismat og það besta, hafði bara skellt sér í pollagallann.“ Kona í Háskólanum á Akureyri segir frá því að stemningin hafi verið góð í tilefni átaksins, hvetj- andi tölvupóstar hafi gengið á milli manna innan skólans, með upplýsingum um stöðu í keppninni, hvernig liðunum gangi og jafnvel hver er búinn að fara lengst. „Þetta hefur valdið því að hugarfarið hjá mér hefur breyst, í staðinn fyrir viðhorfið „að vera með“ hefur nú keppnisskapið látið á sér kræla,“ segir konan, en „vandinn er hinsvegar sá að ég á heima skammt frá skólanum og fer ekki á marga vinnutengda fundi úti í bæ. Til að leggja mitt af mörkum til liðsins og skólans og veita félögum mínum samkeppni fer ég því ekki stystu leiðina í og úr vinnu heldur reyni að finna skemmtilegar leiðir sem gefa mér fleiri kílómetra! Fyrir mér er þetta því ekki lengur spurning um að hjóla í vinn- una eða ekki, heldur hversu langa leið ég ætla að hjóla.“ Það getur tekið á að ferðast um á hjóli við að- stæður eins og oft eru hér á landi. En þegar komið er á leiðarenda finna margir til vellíðunar. Átakið vekur athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum ferðamáta. Morgunblaðið/Kristinn Bros, vellíðan og huggulegheit Hjóluðu sem svarar til 483 hringja umhverfis landið Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það er eins gott að vera réttu megin línunnar. Morgunblaðið/Kristinn Frábær þátttaka var í átakinu að þessu sinni og öll met slegin, skv. upplýsingum á heimasíðu átaksins. Þátttakan jókst um 17,5% frá því í fyrra; nú skráði 551 vinnustaður 1347 lið til leiks en í fyrra voru liðin 1147 frá 458 vinnustöðum. Liðsmenn voru nú 9.451 en 8.041 fyrir ári. Alls voru hjólaðir 647.865 km (493.202) eða 483,84 (368,34) hringir í kringum landið. Við það spöruðust um 124 tonn af útblæstri koldíoxíðs, 10,4 millj- ónir króna spöruðust þar sem ekki þurfti að kaupa bensín á far- artæki miðað við þá vegalengd alls voru brenndar um 22 millj- ónir kílókaloría, sé miðað við 80 kg mann sem ekur á fólksbíl. 10,4 milljónir spöruðust fyrst ekki þurfti að taka eldsneyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.