SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 44
44 30. maí 2010
Margir tónlistaraðdáendur hafa eflaust beð-
ið lengi eftir að heyra ný lög frá hljómsveit-
inni Arcade Fire, en liðin eru þrjú ár frá því að
plata þeirra Neon Bible kom út. Í vikunni
endaði biðin þegar sveitin birti brot úr tveim
lögum af nýrri plötu. Stuttu seinna voru lögin
svo komin í heild sinni inn á heimasíðu
sveitarinnar sem tilkynnt hefur að platan
The Suburbs komi út í ágúst og er hægt að
panta hana í forsölu á netinu.
Fyrir þá sem vilja heyra fleiri fréttir af sveit-
inni má hlusta á viðtal við Will og William
Butler hjá NPR útvarpstöðinni.
Arcade Fire tjáir sig
um nýja plötu
Platan The Suburbs með Arcade Fire er
væntanleg í byrjun ágúst.
Söngvarinn Zack de la Rocha er ekki hrifnn
af nýrri löggjöf í Arizona-ríki.
Tónlistarfólk og hljómsveitir á borð við Ka-
nye West, Sonic Youth, Conor Oberst, Tena-
cious D, Cypress Hill, Rage Against the
Machine og fleiri hafa hótað að sniðganga
Arizona-ríki í Bandaríkjunum eftir að umdeild
innflytjendalög voru samþykkt þar nýverið.
Lögin gefa lögregluyfirvöld í ríkinu auknar
heimildir til að handtaka og færa til yf-
irheyrslu fólk sem grunað er um að vera
ólöglegir innflytjendur.
Söngvari Rage Against the Machine, Zack
de la Rocha, fer fyrir hópnum sem kallar sig
Tónlist í verkfalli, og hafa fjölmargir sveitir
neitað að koma fram á tónleikum í ríkinu svo
lengi sem lögin eru í gildi.
Hóta að sniðganga
Arizona-ríki
Árið 2006 gaf LCD Soundsys-
tem út plötuna 45:33 í samstarfi
við Nike. Hugmyndin á bak við
plötuna var að semja tónlist
sem var ætluð hlaupurum.
Platan átti þannig að vera full-
komna tónlistin til að skokka
við. Hún byrjar á rólegu lagi
sem smám saman verður hraðara og
launar langhlauparanum góða spretti
með rólegri köflum inni á milli. LCD
Soundsystem vann plötuna í samstarfi
við íþróttasálfræðinga hjá Nike sem lögðu
grunn að uppbyggingu plötunnar, þ.e. í
hraða og sveiflu. LCD Soundsystem
samdi svo hina eiginlegu tónlist ofan á
þessa beinagrind sem lá fyrir.
Platan dregur nafn sitt af lengd sinni,
eða svo segir LCD Soundsys-
tem. Platan er hinsvegar í raun
ekki fjörutíu og fimm mínútur
og þrjátíu og þrjár sekúndur
heldur fjörutíu og fimm mín-
útur og fimmtíu og átta sek-
úndur. Platan ætti þannig að
heita 45:58. Margir hafa velt því
fyrir sér hvaðan nafnið komi þá í raun en
helsta getgátan er sú að nafn plötunnar sé
einhverskonar skírskotun til píanóverks
Johns Cage sem ber nafnið „4:33“. En það
verk er í alvöru fjórar mínútur og þrjátíu
og þrjár sekúndur.
Aðrir vilja meina að nafnið sé dregið af
tónleikaupptöku Daft Punk Alive 1997 en
sú plata er fjörutíu og fimm mínútur og
þrjátíu og þrjár sekúndur að lengd.
Þó svo að platan hafi opinberlega verið
miðuð að hlaupurum er það almennt tal-
ið að James Murphy hafi einfaldlega vilj-
að fá tækifæri og peninga til að semja
plötu sem væri eitt samfellt tónverk í
anda E2-E4 eftir Manuel Göttsching.
Plötuumslagi 45:33 svipar óumdeilanlega
til þeirrar plötu en báðar plöturnar eru
köflóttar að framan með smáu letri. Nike
komst að þessu eftir útgáfu plötunnar og
breytti því umslagi plötunnar í endur-
útgáfu hennar ári síðar.
Eitt af þeim tónverkum sem má finna á
45:33 var notað sem grunnur að laginu
„Someone Great“. Það lag er eitt vinsæl-
asta lag LCD Soundsystem og var síðar
gefið út á plötunni Sound Of Silver.
jonasmargeir@mbl.is
Poppklassík 45:33 - LCD Soundsystem
Aðeins lengra en 45:33
E
f fyrsta plata hljómsveitar slær í gegn
myndast strax mikil pressa á plötu
númer tvö. Ef plata númer tvö verður
ennþá stærri en sú fyrri, þá er heldur
betur komin pressa á hljómsveitina fyrir plötu
númer þrjú.
Það var því vitað mál að það yrði erfitt fyrir
LCD Soundsystem og heilann á bakvið sveitina,
James nokkurn Murphy, að fylgja eftir plötunni
Sound of Silver sem kom út árið 2007. Tónlist-
arpressan og aðdáendur sveitarinnar víðsvegar
um heim töluðu lengi vel um að allt sem kæmi á
eftir Sound of Silver gæti bara hreinlega ekki
toppað hana, slíkt meistaraverk væri þar á ferð.
En Murphy sannar það enn og aftur að tónlist-
arleg snilligáfa hans er engum takmörkum
bundin. Á nýjustu plötu LCD , This Is Happen-
ing sem kom út fyrir stuttu er Murphy ekki að
fjarlægjast LCD hljóminn of mikið þó að vissu-
lega hafi ákveðin skiljanleg þróun átt sér stað í
tónlist hans. Murphy spólar samt ekki í sama
farinu alltof lengi. Svo er það líka bara oft þann-
ig, að þegar hlutirnir virka, þá þarf ekkert endi-
lega að hamast við að gera við þá.
Murphy sem verður fertugur á árinu er fædd-
ur og uppalinn í úthverfinu Princeton Junction í
New Jersey-ríki, bæ með um 2000 íbúa. Að
námi loknu ákvað Murphy að yfirgefa æsku-
slóðinar og flytja til New York borgar. Árið
1999 vann hann við gerð plötunnar Bow Down
To The Exit Sign með breska tónlistarmann-
inum David Holmes og þá fór boltinn að rúlla.
Meðan á þeim upptökum stóð kynntist hann
öðrum Breta, Tim Goldsworthy, fyrrverandi
meðlim U.N.K.L.E. og stofnuðu þeir saman
plötuútgáfuna og pródúseratvíeykið DFA.
Murphy stofnaði svo LCD fyrir sína eigin tónlist
og hefur hann fengið fjölda tónlistarmanna úr
ýmsum sveitum til að vinna með sér. Ásamt
því að pródusera plötur fyrir fjölda tónlistar-
manna.
Stuttu áður en platan kom út var Murphy
spurður í viðtali við Drowned in Sound við
hverju fólk mætti búast. Sagðist hann vera full-
ur af ótta þegar hann hugsaði um plötuna.
Hann væri vanur að setja mikla pressu á sjálfan
sig við upptökur og að árangurinn væri oft á
tíðum misjafn. Hann ætti það til að ofhugsa
tónlistina en á This Is Happening, þrýsti hann
næginlega fast og náði því fram sem hann vildi.
Það væri erfitt að segja hvernig plata þetta yrði,
Mikið gæti breyst fram að útgáfudegi plötu.
Þessi ótti Murphys virðist hafa verið að óþörfu.
Því This Is Happening er á góðri leið með að
komast á sama stall og fyrri plötur LCD. Enda
virðist flest sem Murphy kemur við slá í gegn.
Þetta er að gerast
Þriðja hljóðversplata Brooklyn dans-pönk sveit-
arinnar LCD Soundsystem sannar að vinsældir fyrri
platna voru sko engin heppni.
Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is
James Murphy flúði úthverfið Princeton Junction í New Jersey-ríki, settist að í New York og stofnaði hljómsveitina LCD Soundsystem.
Í nýlegum viðtölum hefur James
Murphy ýjað að því að This is
Happening gæti orðið síðasta
plata LCD Soundsystem. Hann
að segir LCD hreinlega yfirtaki
líf hans þegar hann vinnur að
tónlistinni og færi á tónleika-
ferðalög, það væri ekki það sem
hann vildi. Öll vinnan á bak við
LCD gerði það að verkum að
hann hefði ekki tíma til að sinna
DFA-útgáfunni, taka upp aðrar
sveitir, semja kvikmynda-
tónlist, hvað þá að skrifa bækur.
Það verður þó ekki tekið af
Murphy að hann hefur gefið út
þrjár frábærar plötur og ef hann
vill hætta, þá verður að virða þá
ákvörðun hans.
LCD Soundsystem á Coachella.
Ljósmynd/MÁI
Svanasöng-
ur LCD?
Tónlist
Hljómsveitin The Faces sem áður hét Small
Faces býr sig nú undir sitt fyrsta tónleika-
ferðalag frá því að hún hætti árið 1975. Í
fyrra kom sveitin saman á góðgerðartón-
leikum og fékk þá með sér á svið Mick
Hucknall söngvara Simply Red. Nú ætlar
sveitin að koma saman aftur, en litlar líkur
eru taldar á að söngvarinn Rod Stewart verði
með að þessu sinni. Sveitin hefur staðfest
tvenna tónleika í sumar en Ian McLagan
hljómborðsleikari segir að þeim muni fjölga.
Rod Stewart syngur líklegast ekki með The
Faces á komandi tónleikum.
The Faces án Rod