SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 26
26 30. maí 2010
Ú
rslit sveitarstjórnarkosning-
anna, sem fram fara í dag
munu segja töluverða sögu
um stöðu flokkanna á
landsvísu, þótt auðvitað hafi staðbund-
in sjónarmið einhver áhrif eins og allt-
af. Athyglin beinist ekki sízt að því
hver útkoma stjórnarflokkanna verður
eftir þær sviptingar, sem orðið hafa á
vettvangi stjórnmálanna á því rúma ári,
sem liðið er frá því að þeir tóku við
völdum.
Samfylkingin hefur verið óheppin í
kosningabaráttunni. Dagur B. Eggerts-
son hóf hana af hálfu flokksins með því
að boða átakastjórnmál, sem flokkur
hans hafði áður fordæmt og hafnað. Það
er enginn jarðvegur fyrir slíkri pólitík í
dag hvað sem síðar verður, sem bendir
til þess að leiðtogi Samfylkingarinnar í
borginni skynji ekki rétt tíðarandann. Í
kosningabaráttu hefur Dagur lagt
áherzlu á atvinnumál en var svo
óheppinn, að á sama tíma boðaði Al-
þýðusamband Íslands að atvinnuleysi
mundi aukast úr 15 þúsund manns í 18
þúsund manns í haust og gagnrýndi
ríkisstjórnina harðlega fyrir aðgerð-
arleysi í atvinnumálum. Dagur er vara-
formaður annars stjórnarflokksins og
þess vegna skiljanlegt að kjósendur
hlusti ekki á loforð í borgarstjórn, sem
ekki er staðið við í ríkisstjórn.
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur lagt
áherzlu á samvinnu í borgarstjórn. Nið-
urstöður síðustu skoðanakanna um
borgarstjóraefni að kosningum loknum
sýna að sá málflutningur hefur fallið í
frjóan jarðveg, þótt hins vegar sé mikill
munur á fylgi borgarbúa við Hönnu
Birnu sem borgarstjóra og fylgi þeirra
við Sjálfstæðisflokkinn.
Hinn stjórnarflokkurinn, Vinstri
grænir, hefur ekki náð að setja mark
sitt á kosningabaráttuna. Við því var
ekki að búast. Flokkur, sem skiptir sér í
tvennt, þegar það hentar honum og
rennur svo saman í eitt þegar það pass-
ar getur ekki búizt við miklum stuðn-
ingi.
Alvarlegasta málið fyrir ríkisstjórnina
er þó ekki hugsanlega slakur árangur
stjórnarflokkanna í sveitarstjórnarkosn-
ingunum heldur gjörbreytt afstaða Al-
þýðusambandsins til hennar. Í raun og
veru má segja, að landinu hafi verið
stjórnað í rúmt ár með bandalagi
stjórnarflokkanna og Alþýðu-
sambandsins. Þetta bandalag gat
orðið til vegna eindregins per-
sónulegs stuðnings Gylfa Arnbjörns-
sonar, forseta ASÍ, við Samfylkinguna. Í
skjóli þess hafa verkalýðsfélögin haft
hægt um sig þrátt fyrir þá gífurlegu
kjaraskerðingu, sem orðið hefur í kjöl-
far hrunsins. Þetta hefur auðvitað verið
mikilvægt fyrir atvinnulífið og þjóðfé-
lagið allt og ber ekki að gera lítið úr því
en því miður er ólíklegt að til „stöð-
ugleikasáttmálans“ hefði komið ef aðrir
flokkar hefðu verið í ríkisstjórn. Það
segir sína sögu í þessum efnum, að það
eru samtök opinberra starfsmanna, sem
hafa verið að ókyrrast á undanförnum
vikum og mánuðum en ekki Alþýðu-
sambandið fyrr en nú.
Fyrir vinstri stjórnir er stuðningur
verkalýðshreyfingarinnar lykilatriði. Án
slíks stuðnings hafa þær litla mögu-
leika. Það er nokkuð ljóst, að það er
þrýstingur frá grasrótinni, sem veldur
gjörbreyttri afstöðu Alþýðusambandsins
til ríkisstjórnarinnar. Það blasir við, að
ríkisstjórnin sjálf hefur þvælst fyrir því,
að nýjar framkvæmdir við stóriðju og
stórvirkjanir kæmust í gang. Og þegar
við bætast aumingjaleg viðbrögð stjórn-
arflokkanna við innrás útlendinga í ís-
lenzkar orkulindir er fólki nóg boðið.
Það er af þessum ástæðum, sem mál-
flutningur Samfylkingarinnar í kosn-
ingabaráttunni í Reykjavík hefur verið
svo fáránlegur. Hver trúir flokki til þess
að auka atvinnu í Reykjavík, sem hefur
öll völd til þess á landsvísu en situr
auðum höndum svo að jafnvel Alþýðu-
samband Íslands snýst gegn ríkisstjórn
þess sama flokks? Það er merkilegt að
forystusveit Samfylkingarinnar skuli
ekki átta sig á þessum andstæðum í
eigin málflutningi, sem bendir til þess,
að hún hafi búið sér til eigin veruleika,
sem hún lifir og hrærist í en er í engri
snertingu við veruleikann, sem fólk
stendur frammi fyrir í daglegu lífi
sínu.
Það hefur enginn sérmenntun í því
að stjórna bæ eða borg. Þeir sem eru á
framboðslistum eru venjulegt fólk og
ef það fólk kemst til valda er það
dómgreind og heilbrigð skynsemi, sem
skiptir mestu máli. Þess vegna hefur
verið fáránlegt að gera lítið úr Bezta
flokknum með þeim rökum að þar sé
saman komið fólk, sem kunni ekki að
stjórn borg. Frambjóðendur þess
flokks kunna hvorki meira til þess né
minna en aðrir.
Nái Bezti flokkurinn þeim árangri í
kosningunum í Reykjavík, sem skoð-
anakannanir benda til er það alvarleg
áminning til hinna hefðbundnu stjórn-
málaflokka. Þeir hafa þá fengið gula
spjaldið eins og sagt er á íþróttamáli og
það á við um þá alla. Hafi þetta verið
grínframboð í upphafi er það ekki
grínframboð lengur.
Við gætum verið að upplifa upphafið
að grundvallarbreytingum á íslenzka
flokkakerfinu.
Flokkarnir á vegamótum
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
S
kothvellur rauf æpandi þögnina á engi nokkru
í Logan-sýslu, Kentucky, á þessum degi fyrir
204 árum. Charles Dickinson, sem fellt hafði
26 andstæðinga sína í einvígjum upp á líf og
dauða, skaut fyrst enda hafði verið skorað á hann að
þessu sinni. Hann hæfði andstæðing sinn, Andrew
Jackson ofursta, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna,
í brjóstið. Jackson stóð eigi að síður keikur og beindi
hólki sínum að Dickinson. Hann átti næsta skotrétt. En
hvað var a’tarna? Byssan stóð á sér. Menn Dickinsons
voru á því að þar með væri einvíginu lokið en Jackson
krafðist þess að fá að hlaða byssuna á ný. Það var látið
eftir honum. Að því búnu miðaði hann vandlega á and-
stæðing sinn og skaut hann til bana. Allar götur síðan
hafa menn deilt um það hvort Jackson hafi brotið við-
teknar einvígisreglur, hvort misheppnaða skotið hafi
verið gilt eður ei. Ekki skal tekin afstaða til þess hér.
Jackson gekk óstuddur af hólmi en kúlan úr byssu
Dickinsons hafði komið sér makindalega fyrir skammt
frá hjartanu, meðal annars mölvað rifbein. Þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir var ekki hægt að fjarlægja kúluna
með þeirra tíma tækni og Jackson bar hana fyrir vikið í
brjóstinu til dauðadags, 39 árum síðar. Olli hún honum
á köflum miklum þjáningum.
Dickinson var plantekrueigandi og hestaræktandi í
Tennessee. Þeir Jackson höfðu um skeið troðir illsakir.
Rót þjarks þeirra var rakin til veðmáls milli Jacksons
og tengdaföður Dickinsons, Josephs Irvins höfuðs-
manns, sem varð uppspretta ágreinings eftir veðreiðar.
Hnútukastið hélt áfram þeirra í millum næstu mánuði
og náði hámarki þegar Dickinson fékk fréttabréf í
Nashville til að birta frá sér yfirlýsingu. Þar sparaði
hann ekki stóru orðin, kallaði Jackson meðal annars
„gagnslausan fant“ og „raggeit“.
Móðgaði eiginkonuna
Tvennum sögum fer af því hvers vegna Jackson skoraði
Dickinson á hólm en líklegasta skýringin er talin sú að
sá síðarnefndi hafi móðgað eiginkonu hans, Rachel,
gróflega. Dickinson taldi sig hafa heimildir fyrir því að
hún hefði aldrei skilið við fyrri mann sinn. „Jackson
ofursti hefur drýgt mikla hetjudáð. Hann hefur stolið
eiginkonu annars manns,“ á hann að hafa sagt í vitna
viðurvist.
Vinir Jacksons töldu augljóst að Dickinson væri að
reyna að upphefja sig á kostnað ofurstans og vildi
narra hann til að heyja við sig einvígi. Nú var Jackson
vandi á höndum enda var honum kunnugt um fyrri af-
rek Dickinsons eins og öðrum íbúum Tennessee. Hann
tók sér fyrir vikið góðan umhugsunarfrest en ákvað á
endanum að skora Dickinson á hólm enda ekki stætt á
öðru en að verja heiður spúsu sinnar.
Einvígi voru stranglega bönnuð í Tennessee á þess-
um tíma en kapparnir létu það ekki á sig fá, héldu
ásamt fríðu föruneyti yfir ríkjamörkin til Kentucky.
Eins og fyrr segir átti Charles Dickinson ekki aftur-
kvæmt.
Lengi var á huldu hvað varð um jarðneskar leifar
Dickinsons. Sumir héldu því fram að ung þrælastúlka
hefði skilað þeim til ættingja hans í nafni forboðinnar
ástar en svo reyndist ekki vera. Þannig er nefnilega
mál með vexti að hjón nokkur í miðborg Nashville
komu niður á lík Dickinsons þegar þau voru að róta í
garðinum sínum fyrir nokkrum árum. Var það flutt í
kirkjugarð borgarinnar með samþykki ættingja hans.
Andrew Jackson óx að virðingu og völdum innan
hersins og linnti ekki látum fyrr en hann var sestur í
stól forseta Bandaríkjanna 1829. Embættinu gegndi
hann í tvö kjörtímabil og átti drjúgan þátt í því að
móta Demókrataflokkinn eins og við þekkjum hann í
dag. Árið 1935 reyndi sturlaður húsamálari frá Eng-
landi að ráða Jackson af dögum en án árangurs. Hann
lést árið 1845, 78 ára að aldri, af völdum berkla, bjúgs
og hjartabilunar.
orri@mbl.is
Verðandi
forseti veg-
ur mann
Andrew Jackson meðan hann gegndi embætti forseta.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir var
ekki hægt að fjarlægja kúluna með
þeirra tíma tækni og Jackson bar
hana fyrir vikið í brjóstinu til dauða-
dags, 39 árum síðar.
Jackson skýtur Dickinson til bana í umdeildu einvígi þeirra.
Á þessum degi
30. maí 1806