SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 2
2 30. maí 2010
22 Húslestur
Listahátíð í Reykjavík gengst fyrir dagskrá um helgina þar sem þjóð-
kunnir rithöfundar opna heimili sín og lesa úr verkum sínum.
24 Hef aldrei kallað mig söngkonu
Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Svanhildi Jakobsdóttur.
27 Engin hrekkjusvín í bekknum
Krakkarnir í 12 ára E í Austurbæjarskólanum, sem útskrifuðust
1944, hittast nokkrum sinnum á ári, borða eða ferðast saman.
28 Nei, hann er of stór!
Ragnar Axelsson segir söguna bak við myndina.
32 Troðið út úr dyrum
Fjórða Skjaldborgarhátíðin er nú að baki
og örugglega ekki sú síðasta ef marka
má hljóðið í aðstandendum.
37 Gítargaldrar
Thiago Trinsi býr á Akureyri og kennir
gítarleik á Ólafsfirði. Hann þykir eitt best varðveitta leyndarmál lands-
ins.
Lesbók
48 Ólst upp ættingjalaus
Rithöfundurinn Christina Sunley, sem er af íslenskum ættum, er
væntanleg hingað til lands nú um helgina að kynna nýja bók.
49 Hanga eða fljóta
Ljóð eftir Berg Ebba Benediktsson úr Tími hnyttninnar er liðinn.
52 Seljast eins og heitar lummur
Gott framboð er af þýddum norrænum glæpasögum hér á landi. Þær
einkennast yfirleitt af raunsæi og töluverðum drunga.
34
Efnisyfirlit
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson.
Augnablikið
A
ðkomumönnum hefur oft verið kennt um
það sem miður fer á Akureyri og enn einu
sinni gerðu þeir heimamönnum í höf-
uðstað Norðurlands skráveifu í fyrra-
kvöld. Að þessu sinni var reyndar hvorki um ólög-
legt né ósiðlegt athæfi að ræða, „bara“ sigur í
knattspyrnuleik.
Augnablikið á myndinni að ofan gerði hugsanlega
út um Íslandsmótið, Pepsídeildina, þrátt fyrir að
sumarið sé í reynd ekki komið norður.
Meistarinn Valur lagði Þór/KA að velli. Stúlkurnar
að norðan gerðu í fyrsta skipti tilkall til meist-
aratignar í fyrra og ætluðu sér að stíga skrefið til fulls
í sumar.
Fyrstu mínútur leiksins minntu á kvæði lista-
skáldsins góða, Óhræsið:
Valur er á veiðum,
vargur í fuglahjörð,
veifar vængjum breiðum,
vofir yfir jörð
Valurinn missti af rjúpunni í kvæði Jónasar en hún
slapp þó ekki með skrekkinn, vel að merkja. Ólíklegt
er að Valurinn á Íslandsmóti kvenna láti nokkra bráð
sleppa í sumar ef marka má frammistöðuna til þessa.
Það var hrollkalt í kvæði Jónasar og hitinn ekki
nema fimm gráður þegar flautað var til viðureignar
toppliðanna tveggja á Þórsvellinum. Húfur, treflar,
vettlingar og úlpur komu sér vel en utanbæj-
armönnum hlýnaði aðeins um hjartarætur nokkr-
um mínútum síðar. Valur gerði þá fyrsta markið. Á
móti norðanvindinum, meira að segja.
Valur í vígahuga
varpar sér á teig,
eins og fiskifluga
fyrst úr löngum sveig
hnitar hringa marga;
hnýfill er að bíta;
nú er bágt til bjarga,
blessuð rjúpan hvíta!
Hvítklæddir heimamenn voru greinilega særðir;
lykilmenn hafa glímt við meiðsli og liðið átti erfitt
uppdráttar. En rétt áður en fyrri hálfleik lauk
braust sólin fram úr skýjunum og ekki var að sök-
um að spyrja að lið Þórs/KA jafnaði, enda Norð-
lendingar vanari því að sólin leiki við þá en ekki.
Svo skoruðu þeir aftur og áhorfendur brostu í
hléinu.
Valsmenn jöfnuðu á ný þegar nokkrar mínútur
voru liðnar af seinni hálfleik og þá dró að sjálfsögðu
fyrir sólu aftur ... Útslagið gerði svo mark hinnar
bráðefnilegu Dagnýjar Brynjólfsdóttur.
Siguröskrin úr búningsklefa aðkomuliðsins
sögðu sína sögu í leikslok. Þögn ríkti í hinum enda
stúkunnar. skapti@mbl.is
Titillinn tryggður? Dagný Brynjarsdóttir, til hægri, fagnar eftir að hún náði forystu fyrir Val á Akureyri undir lokin.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Valur er á veiðum
3. júní
Næstkomandi fimmtudag mun nýtt tón- og textaverk eftir tónlistarmann-
inn Benedikt H. Hermannsson verða frumflutt á Listahátíð. Benni og
skoski söngvarinn Alasdair Roberts munu syngja persónulega texta á ís-
lensku og skosku, en undir sönginn spilar Blásarasveit Reykjavíkur. Tón-
leikarnir verða endurteknir 5. júní í Ketilhúsinu á Akureyri. Tónleikarnir í
Reykjavík verða hins vegar í Íslensku óperunni og hefjast kl. 20.
Nýtt verk Benna Hemm Hemm
Við mælum með…
29. og 30. maí
Það verður mikið um
að vera á Listahátíð í
Reykjavík um helgina.
Laugardag og sunnu-
dag verða haldnir húslestrar
heima hjá rithöfundum og hefjast
þeir á klukkutíma fresti. Aðeins ör-
fá sæti eru í boði á hverjum stað.
Um helgina verða einnig fjórar sýn-
ingar á tónævintýrinu Herra Pottur
og ungfrú Lok í Kúlunni í Þjóðleik-
húsinu. Þetta er skemmtileg
barnasýning þar sem
fram koma hljóðfæra-
leikarar, brúður og
sögumaður.
Á sunnudeginum
flytja Ágúst Ólafsson
barítón og Gerrit Schuil píanóleik-
ari Svanasöng Schuberts í Fríkirkj-
unni kl. 11, en tónleikaröð þeirra á
Listahátíð hefur hlotið einróma lof
áheyrenda. www.listahatid.is
Leikarinn Gary Coleman lést úr heilablóðfalli á föstudag. Hann var barna-
stjarna og lék í ógrynni af bandarískum sjónvarpsþáttum og ófáum kvik-
myndum. Hér sést hann ásamt klámmyndaleikkonunni Mary Carey, en
þau buðu sig bæði fram til embættis ríkisstjóra Kaliforníu í október 2003.
Reuters
Barnastjarna fallin frá
Veröldin
Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson af Högna Egilssyni.