SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 14
14 30. maí 2010
samt aldrei á fiðlunámið sem kvöð og bý
ennþá að þeim grunni sem ég hlaut þar.“
Þegar Högni var tólf ára flutti fjölskyldan
til Brussel, þar sem fósturfaðir hans starf-
aði í íslenska sendiráðinu. Bræðurnir
gengu í breskan skóla og Högni kunni
ágætlega við sig. Og hélt áfram að læra á
fiðlu.
Sungið í Hamrahlíðinni
Við komuna heim til Íslands þremur árum
síðar ritaðist Högni inn í Menntaskólann
við Hamrahlíð. „Það einhvern veginn
blasti við. Eldri systkini mín tvö höfðu
verið í MH og Árni afi minn kenndi þar um
tíma.“
Um þetta leyti lagði hann fiðluna á hill-
una. „Ég sá ekki lengur tilganginn með því
námi. Ætlaði hvort eð er aldrei að verða
fiðluleikari.“
MH er tónelskur skóli og tvíburarnir
skráðu sig í skólakórinn fræga sem Þor-
gerður Ingólfsdóttir hefur stýrt styrkri
hendi um langt árabil. „Við vorum svolítið
utanveltu þegar við byrjuðum í skólanum,
nýfluttir heim frá útlöndum, en það
breyttist fljótlega eftir að við byrjuðum í
kórnum. Það vita allir sem reynt hafa að
Hamrahlíðarkórarnir eru frábær fé-
lagsskapur. Það býr einhver samandlegur
kraftur í þeim,“ segir Högni og lýkur lofs-
orði á Þorgerði stjórnanda. „Hún er ekki
bara frábær tónlistarmaður, heldur hefur
hún líka gott lag á því að virkja krafta ungs
fólks. Líf Þorgerðar hefur snúist um að
kveikja neistann hjá ungu fólki og kenna
því að umgangast tónlist af umhyggju og
virðingu. Hún er engri lík.“
Högni var samtals sjö ár í Hamrahlíð-
arkórunum og segir það hafa verið svaka-
lega skemmtilegan tíma. Hann hafi fengið
mikla félagslega næringu. „Það voru for-
réttindi að kynnast músíkinni sem kór-
arnir voru að flytja, öllu fólkinu og síðast
en ekki síst að fara með kórunum til út-
landa. Ég held ég hafi farið sex sinnum,
meðal annars til Eistlands, Kanada og
Kína. Þetta eru skemmtilegustu ferðir sem
maður fer í.“
Suðupottur fyrir krakka
MH er ekki bara söngur, tónlistin blómstr-
ar þar í öllum mögulegum myndum. „MH
er suðupottur fyrir krakka sem hafa áhuga
á tónlist og auðvelt að mynda tengsl sem
duga jafnvel áratugum saman, eins og
dæmin sanna,“ segir Högni sem nýtti inn-
blásturinn til að kaupa sér gítar. „Ég veit
ekki alveg hvers vegna gítarinn varð fyrir
valinu, mig langaði bara að prófa. Ég æfði
mig stíft í nokkra mánuði áður en ég skráði
mig í Tónlistarskóla FÍH.“
Högni fann fljótt að gítarinn átti við
hann og fór að prófa sig áfram með ýms-
um hljómsveitum innan skólans. Setti
meðal annars á laggirnar band ásamt
Snorra Helgasyni, sem síðar stofnaði
Sprengjuhöllina. Henni entist ekki aldur
en kært er æ síðan með þeim Högna og
Snorra.
Fyrsti vísir að Hjaltalín varð einnig til í
MH árið 2004 en upprunalega skipuðu
sveitina, auk Högna, Axel Haraldsson
trommuleikari, Guðmundur Óskar Guð-
mundsson bassaleikari, Hjörtur Ingvi Jó-
hannsson hljómborðsleikari og Þorsteinn
Kári Jónsson söngvari.
Fyrsta lag Hjaltalín var jólalag, merki-
legt nokk. „Atli Bollason var að gera jóla-
plötu sem hann kallaði Stúf fyrir jólin
2004 og vildi hafa okkur með. Við sömd-
um því lagið Mamma kveikir kertaljós
sem kom út á plötunni. Sigurður Guð-
mundsson úr Hjálmum tók lagið upp og
gerði það flott og „smooth“. Okkur þykir
ákaflega vænt um þetta lag og höfum
sungið það við ýmis tilefni.“
Bílskúrsballöðutímabilið
Við hjá Hjaltalín tók „bílskúrsballöðu-
tímabilið“, eins og Högni kallar það,
fram til ársins 2006. „Á þessu tímabili
tókum við upp allskonar lög sem við
spilum aldrei í dag.“
Þreifingar stóðu sumsé yfir.
„Vorið 2005 hætti ég í MH,“ segir
Högni óvænt.
Hættir? gríp ég fram í fyrir honum.
„Nei, ég meina útskrifaðist,“ svarar
Högni hlæjandi, „meira að segja af
tveimur brautum, náttúrufræði og fé-
lagsfræði.“
Það hljómar betur!
Leiðin lá beint í Myndlistarskóla
Reykjavíkur. „Ég hef alltaf haft brenn-
andi áhuga á fagurfræði listarinnar og
þegar ég var yngri langað mig að verða
myndlistarmaður. Fór til dæmis mikið á
söfn og sýningar meðan ég bjó í Brussel.
Á þessum tímapunkti flögraði ekki að
mér að helga mig tónlistinni.“
Högni var spenntur í byrjun en áhug-
inn dvínaði er leið á veturinn. „Við skul-
um ekkert vera að skafa af því, ég var
bara latur,“ segir hann.
Það breyttist skyndilega þegar Högni
fékk þá hugmynd að leysa verkefni í
skólanum með því að gera örplötu með
klámvísum. „Ég fékk þessa hugmynd á
miðvikudegi og var tilbúinn með verk-
efnið á fimmtudegi. Kennarinn minn,
Finnur Arnar myndlistarmaður, var ekki
vanur þessum afköstum frá mér og kall-
aði mig á sinn fund.“
Efnislega sagði Finnur eitthvað á þessa
leið: „Högni, hvers vegna ferð þú ekki í
tónlist? Svo virðist sem hún liggi mun
betur fyrir þér en myndlistin.“
Högni velti þessu fyrir sér um stund en
ákvað svo að taka Finn Arnar á orðinu.
Skráði sig í tónsmíðanám í Listaháskól-
anum um haustið. Fjölin var fundin.
Í Kastljósinu
Áfram starfaði Hjaltalín í fylgsni sínu og
vorið 2006 fengu þeir félagar afdrifaríkt
símtal. Það var frá Kastljósi Sjónvarpsins
sem vildi fá Hjaltalín til að koma fram í
þættinum.
Þegar hér er komið sögu var Þorsteinn
Kári söngvari genginn úr skaftinu en
hann leggur nú stund á nám í hags-
fræðiheimspeki í Kaupmannahöfn. „Það
var í mesta bróðerni enda erum við mikl-
ir mátar. Þorsteinn Kári hoppar stundum
á svið með okkur á tyllidögum,“ segir
Högni sem tók sjálfur við hljóðnemanum.
„Það bara æxlaðist þannig,“ segir hann
brosandi.
Síðar bættist söngkonan Sigríður
Thorlacius í hópinn.
Í stað þess að troða upp sem kvartett í
Kastljósi söfnuðu félagarnir liði, bættu
við blásturshljóðfærum og strengjum.
„Við höfðum verið að velta þessu fyrir
okkur og ákváðum að nota þetta tækifæri
til að láta slag standa,“ útskýrir Högni
sem samdi nýtt lag fyrir tilefnið The
Trees Don’t Like the Smoke við texta eft-
ir Óskar Arnórsson arkitekt í New York
sem hann fann á netinu.
Upptroðsla Hjaltalín í Kastljósi mæltist
vel fyrir og síminn tók við sér. Fleiri gigg
voru bókuð, meðal annars á Airwaves-
hátíðinni að frumkvæði húsbænda. „Það
gladdi okkur vegna þess að við höfðum
sótt um að spila á hátíðinni árið áður en
verið synjað,“ segir Högni kíminn.
Plata í uppsiglingu
Í kjölfarið lagðist hann undir feld og
samdi fleiri lög með Airwaves í huga.
Einir tónleikar ráku aðra, meðal annars í
Tjarnarbíói með Benna Hemm Hemm. Nú
áttu Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fa-
gott, Grímur Helgason, klarínetta, Viktor
Orri Árnason, fiðla og Þorbjörg Daphne
Hall, selló orðið fast sæti.
Og enn snerust hjólin. „Benna Hemm
Hemm hlýtur að hafa litist sæmilega á
okkur því hann fór að tala um plötu,“
segir Högni. „Okkur fannst það alls ekki
galin hugmynd enda er Benni vanur karl
sem veit hvað hann syngur.“
Í upphafi ræddu menn um litla plötu, í
mesta lagi fimm lög, og settist Gunnar
Tynes múmari við takkaborðið. „Við
vorum mjög ánægð að fá þá til liðs við
okkur,“ segir Högni.
Sumarið 2007 óx vegur Hjaltalín enn
þegar lagið Goodbye July/Margt að ugga
fór í spilun í útvarpi.
Hægt og bítandi vatt verkefnið upp á
sig, lögunum fjölgaði og ljóst var að Hjal-
talín var með plötu í fullri lengd í hönd-
unum. „Ég var stöðugt að eiga við út-
setningarnar, bæta inn kórum og öllu
mögulegu. Gunni hefur örugglega verið
að verða brjálaður á mér,“ segir Högni
hlæjandi. „En það sást ekki á honum
enda er Gunni alveg dásamlegur maður.“
Á bekk með Páli og Mugison
Frumburður Hjaltalín Sleepdrunk Sea-
son kom út í desember 2007 og féll í frjó-
an jarðveg hjá gagnrýnendum. „Platan
fékk fimm stjörnur í Fréttablaðinu og
fjórar hjá ykkur,“ rifjar Högni upp. Salan
Hjaltalín: Viktor Orri Árnason, Högni Egilsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Rebekka Bryndís Björnsdóttir, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Axel Haraldsson.
Morgunblaðið/Ómar
Högni og Sigríður Thorlacius í essinu sínu á tónleikum.
Morgunblaðið/Eggert