SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 16
16 30. maí 2010 Þ að getur verið erfitt að gera upp hug sinn hvað skal kjósa þegar líður að kosningum. Margir eru óákveðnir og sumir taka jafnvel ekki ákvörðun um hvaða listi fær hið eft- irsótta ex krotað við nafnið sitt fyrr en inn í kjörklef- ann sjálfan er komið. Stjórnmálaflokkarnir reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á meðal við valkvíða kjósenda og taka á móti gestum og gangandi í kosn- ingamiðstöðvum um alla borgina. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að sannfæra fólk um ágæti eigin flokks og frambjóðenda. Ýmislegt er reynt til að selja kjósendum fram- boðin, rjúkandi kaffibollar og bakkelsi, auglýs- ingapésar og barmmerki. Síðan setjast frambjóð- endur niður með gestinum og skeggræða kosningamálin fram og til baka þar til honum hefur verið snúið til rétts málstaðar. Sagan segir að bakherbergin séu reykfyllt, en ann- ar veruleiki blasti við Kristni Ingvarssyni, ljósmynd- ara Morgunblaðsins, þegar hann fór á milli kosn- ingaskrifstofa undir lok vikunnar. Flestir eru snarhættir að reykja, en þeir sem enn eru þrælar fíkninnar reykja undir berum himni og brugga væntanlega ráðin þar – kannski við hæfi að þessa dagana liggi yfir borginni öskumökkur frá Eyjafjallajökli. Samfylkingin hefur undanfarið gengið í hús og gefið fólki rauðar rósir. Þessir flokksmenn voru á leiðinni í slíkar erinda- gjörðir í kosningamiðstöðinni í gamla Strætóhúsinu sem stendur við Lækjartorg. Frambjóðendur Vinstri grænna í kosningamiðstöðinni að Suðurgötu 10. Frá vinstri, Davíð Stefánsson, Líf Magneudóttir, Her- mann Valsson, Þorleifur Gunnarsson, Sóley Tómasdóttir og Elín Sigurðardóttir. Það er ekkert lát á gríninu hjá þeim Óttari Proppé, Heiðu Kristínu Helga inum sem er gegnt kosningamiðstöð flokksins í Aðalstræti. Boða kjósendum kosningaerindið Borgarstjórnarkosningarnar fara fram á laugardag og í kosn- ingamiðstöðvum út um alla borg hafa frambjóðendur verið önnum kafnir við að kynna áherslur sínar fyrir kjósendum. Texti: Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Bak við tjöldin Málin rædd á kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins í Ármúla. Frá vins sem skipar 2. sætið, Gunnar Skúli Ármannsson í 7. sæti og oddviti lista Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins, einbeittur á skrifstofunni Óskarsdóttir. Fyrir aftan stendur Aðalsteinn Haukur Sverrisson og fylgis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.