SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 19
30. maí 2010 19 Það er eiginlega ekki hægt að lýsa upp- lifuninni með orðum. Það er svo ótrú- lega magnað að hitta allan þennan fjölda af fólki með rosalega ólíkan bakgrunn en sama áhugamálið og sama mark- miðið. Það eru allir komnir til þess að vinna.“ Glamúr frá morgni til kvölds? „Nei,“ segir hún og brosir. „Eina stundina var maður bara í jogginggall- anum uppi á hótelherbergi að borða hrökkbrauð enda Moskva afar dýr borg. Hina stundina var maður í galakjólnum á rauða dreglinum, umkringdur ljós- myndurum sem ekki var hleypt inn. Það er ótrúlega skrýtið að upplifa sig sem stórstjörnu. Á leiðinni til Moskvu sat ég á milli miðaldra manns og ungrar stelpu í flugvélinni. Þeim þótti báðum rosalega merkilegt að ég væri bakradda- söngkona frá Íslandi að fara að taka þátt í Eurovision. Ég var í því að skrifa eig- inhandaráritanir og sitja fyrir á mynd- um í þeirri flugferð.“ Hún heldur áfram. „Ég var heppin að fá að fara út með þessum hópi. Þetta var svo mögnuð ferð og maður sveiflaðist allan tilfinningaskalann upp og niður. Tilfinningin þegar við vorum lesin upp síðust í undankeppninni var mögnuð. Svo kom í ljós í vetur að við vorum valin bestu bakraddir keppninnar 2009. Það er mikill heiður.“ Hún segir að mikil vinna fari í gang þegar hópurinn hafi verið ákveðinn. „Við hittumst reglulega hér heima og æfðum sporin, pældum í búningum og hreyf- ingum og hristum hópinn saman. Þetta snýst allt um að koma vel undirbúin út. Við fengum úthlutaðan æfingatíma úti sem er mikilvægt að nota vel, en líka að nýta frítímann í að kynnast öðrum keppendum og kynna sjálfan sig svolítið um leið. Það eru haldnir alls konar blaðamannafundir sem þarf að mæta á og svo eru haldin Íslendingakvöld þar sem við kynnum land og þjóð.“ Aftur í Eurovision Erna tók þátt í nokkrum lögum í und- ankeppninni í vetur, þar á meðal í lagi Örlygs Smára sem Hera Björk flytur, „Je ne sais quoi“. Hún er því að taka þátt í Eurovision annað árið í röð. „Það er öðruvísi að fara út núna en í fyrra. Alls ekki á neikvæðan hátt. Ég er búin að upplifa þetta áður og veit því nokkurn veginn við hverju er að búast, líka vegna þess að Noregur er töluvert líkari Íslandi en Rússland. Ég sjálf er líka betur undirbúin. Í fyrra til dæmis var ég ekki með neina heimasíðu eða nafn- spjöld og krotaði því símanúmer og tölvupóstfang á servíettur eða aðra bréfmiða sem svo kannski týndust ein- hvers staðar. Þátttaka í svona keppni opnar auðvit- að möguleika erlendis. Sérstaklega ef maður er opinn fyrir hugmyndum. Ég fékk góða kynningu í Moskvu og kynnt- ist mörgum sem vinna í bransanum, til dæmis þeim sem voru með írska lagið, og núna er lag eftir þau einmitt komið í spilun hér á landi sem ég syng ásamt Einari Braga. Þetta samstarf hefði eflaust ekki komið til ef ekki hefði verið fyrir keppnina. “ Hún segist hafa verið heppin með verkefni. „Ég hef fengið ótrúlega mörg tækifæri á undanförnum árum. Auðvit- að langar mig að syngja „front“ en þetta er góð æfing í að koma fram og stimpla sig inn. Eftir því sem nafnið verður þekktara, fjölgar verkefnum samkvæmt því. En það að vera bakrödd er stundum vanmetið starf. Megnið af vinnunni er ósýnilegt. Stúdíóvinnan getur verið mikil, sérstaklega þegar maður syngur margar raddir í einu lagi, en sú vinna sést ekki þegar lagið er tilbúið. Fólk spáir líka lítið í hverjir syngja bakraddir. En það er rosalega gaman að syngja fyrir góða söngvara. Það er ekki mikill glam- úr í bransanum hér heima. Bara ofsalega mikil gleði. Eigum við ekki bara að segja að þetta sé mikil gleði með dass af glamúr,“ segir Erna og hlær smitandi hlátri. Máni Steinn og Silja Sól eru ofsalega stolt af mömmu sinni. Þeim finnst hún vera rosalega fræg og eru dugleg að leiðrétta hana þegar hún segir vinum þeirra að hún sé ekki svo fræg. Erna Hrönn er deildarstjóri á leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi svo það er nóg að gera hjá henni. En hvernig skyldi ganga að sameina tónlistarframann, börnin og vinnuna? „Þetta er mikil vinna og það getur verið ansi flókið. Ég er bara svo heppin að foreldrar mínir standa á bak við mig í einu og öllu. Þau eru algjörir klettar og það er í raun þeim að þakka hvert ég er komin í dag. Þau hafa alltaf verið tilbúin til að aðstoða mig og eru alveg ótrúleg. Ég á líka mjög skilningsrík börn sem elska að vera hjá ömmu og afa svo þetta gengur allt saman upp með góðu skipulagi. Ég elska líka leik- skólavinnuna mína. Það er svo gefandi að vinna með börnunum og þar er ég náttúrlega mikið að syngja og vinna með tónlist. Ég er ofsalega lánsöm að vera í þeirri vinnu, því eins og staðan er í dag þá er ekki hægt að lifa bara á tónlistinni. Söngurinn er samt skemmtilegasta vinnan, alveg sama hvort það er í bakröddum eða sem frontur. Það er svo gaman að vera í vinnu sem maður hefur svona mikla ástríðu fyrir. Það kemur vonandi að því að ég geti lifað alveg á söngnum. Ég á alveg eftir að vinna að mínum sólóferli svo ég á margt inni ennþá,“ segir þessi lífsglaða söngkona sem eflaust á eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Erna Hrönn, Hera Björk og Heiða Ólafsdóttir tóku sig vel út á sviðinu í Ósló. Reuters Eurovision-hópurinn á æfingu áður en haldið var utan. Morgunblaðið/Ernir ’ Það er ofsalega gaman að syngja bak- raddir, en það er líka ákveðin kúnst. Maður þarf að vera góður söngvari, en þó geta ekki allir góðir söngvarar verið bak- raddasöngvarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.