SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 36
36 30. maí 2010
Þ
orbjörg Marinósdóttir er fædd 1984 í Reykja-
vík en ólst upp í Kópavogi þar sem hún býr
enn. Þorbjörg, sem gjarnan er þekkt sem
Tobba Marinós, er dóttir Marinós Björns-
sonar, bílasala í Heklu, og Guðbjargar Jónsdóttur.
Hún á tvær systur, þær Rebekku Rut, 16 ára, og Reg-
ínu Sif, 18 ára, auk bróðurins Jóns Ragnars sem er 29
ára.
Tobba gekk í Kársnesskóla og Smáraskóla í Kópa-
vogi en sumarið eftir tíunda bekk fór hún til Brasilíu
sem skiptinemi og var í ár. Þegar heim var komið var
hún við nám í Verslunarskóla Íslands í tvö ár þar sem
hún lauk verslunarpróf en skipti svo yfir í Fjölbrauta-
skóla Garðabæjar þar sem fjölmiðlafræði átti hug hennar
allan. Þaðan útskrifaðist hún með stúdentspróf árið
2005 af félagsfræðibraut.
Eftir framhaldsskólann tók Tobba sér rúmlega árs frí
frá námi áður en hún hélt til Bretlands í BA-nám í fjöl-
miðlafræði við Háskólann í Derby. Þaðan lauk hún prófi
í janúar 2009.
Síðan þá hefur hún starfað á sviði fjölmiðla. Hún er
blaðamaður á ritstjórn Séð og heyrt og í janúar 2010 tók
hún við sem annar tveggja þáttastjórnenda Djúpu laug-
arinnar á Skjá einum. Nú í maí kom út fyrsta skáldsaga
Tobbu, „Makalaus“ sem Forlagið gefur út. Bókin er
byggð á hugmynd sem hún fékk við bloggskrif en hún
hefur haldið úti einu vinsælasta blogginu hjá dv.is í
rúmlega ár og byggjast skrif hennar að miklu leyti á
broslegum samskiptum kynjanna.
Tobba er maka- og barnlaus en að eigin sögn er hún
þó alls ekki húmorslaus.
Barna- og makalaus
en ekki húmorslaus
Myndaalbúmið
Þorbjörg Marinósdóttir er vinsæll
bloggari og nýbakaður rithöfundur.
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Uppáhaldsbarnamynd Tobbu af sjálfri sér. Þótti ekki nógu sæt nokkurra mánaða gömul að
eigin sögn og myndin því fegruð með blómum.
Í Þýskalandi með Jóni bróður og mömmu.
Gallasamfestingurinn var lengi uppáhalds-
flíkin sem mikil eftirsjá var að.
Móðir Tobbu lærði hár-
greiðslu svo hún var oft best
greidda barnið á jólaböllum.
Regína Líf, yngri systir Tobbu, í heimsókn á
námsárunum í Derby.
Við útskrift frá University of Derby árið
2009 með vinkonu hennar, Elenu.
Í sínu fínasta pússi með yngstu systur sinni
Rebekku Rut.
Með nýjan varalit og perm-
anent fyrir ferminguna en út-
koman var betri í minningunni.
Fjölskyldan við altaristöfluna í Flateyrarkirkju. Systirin Rebekka Rut með hundinn Ellu í
fanginu og foreldrar Tobbu, Marinó og Guðbjörg.
Í Stóra eplinu, New York, þar sem hún fór á
eyðslufylleríi með Rebekku á dögunum.
Við giftingu foreldranna, Marinós Björnssonar og Guðbjargar Jónsdóttur þegar Tobba var
sex ára. Eldri bróðirinn Jón Ragnar Marinósson glansandi fínn í kjólfötunum.