SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 34
34 30. maí 2010 H úsnæðið við Garðatorg sem opnað var á fimmtudag er gjörbylting á möguleikum Hönnunarsafnsins til að miðla íslenskri og erlendri hönnun segir Harpa Þórsdóttir for- stöðumaður þess, en safnið hefur hingað til verið til húsa að Lyngási í Garðabæ. Nú geti það í fyrsta skipti boðið upp á reglulegar sýningar. „Hús- næðið sem við vorum í áður var þokkalegt en bauð ekki upp á stórar sýningar með miklu úrvali. Nú má segja að við séum að fara úr þokkalegu í stórglæsilegt hús- næði,“ segir Harpa. Nýja húsnæðið sé þó aðeins til bráðabirgða en langtímaáætlun gerir ráð fyrir að safnið fái sinn eigin húsakost. Opnunarsýning safnsins á Garðatorgi nefnist „Úr hafi til hönnunar“ en þar má sjá fjölbreytt úrval gripa úr roði og fiskleðri eftir íslenska og erlenda hönnuði. Meðal erlendu hönnuðanna sem eiga muni á sýning- unni eru tískurisarnir Karl Lagerfeld og Christian Dior og skóhönnuðurinn Donna Karan. Að sögn Hörpu eiga þau öll sameiginlegt að notast við íslenskt sjávarleður í hönnun sinni en það þykir gæðahráefni og er selt sem fram- andi leður á sama hátt og slöngu- eða krókódílaskinn. Sá sýningargripur sem hún segir mest koma á óvart er gítartaska hönnuð af Karli Lagerfeld fyrir kampavínsframleiðandann Dom Pérignon úr afar fallegu bleiku karfaleðri. Harpa Þórsdóttir hefur verið for- stöðumaður Hönnunarsafnsins frá árinu 2008 en hún hefur lengi starfað við söfn, meðal annars hjá sýningardeild Listasafns Íslands. Harpa er mennt- aður listfræðingur frá Sorbonne-háskóla í Frakklandi þar sem hún bjó í tíu ár. Harpa segist hafa lagt mikla áherslu á að allir hlutar safnsins, skrifstofa, sýning- arsalir og geymslur, væru á einum stað í nýju hús- næði. „Ef þú slítur þetta í sundur í svo ungu safni þá er það eins og að rífa hjartað frá lungunum. Það háði safninu yfir hve takmörkuðu geymslurými það hafði að ráða. Með nýja húsnæðinu erum við að fara yfir í allt aðra veröld.“ Harpa segist vilja byggja upp öflugt safn með fag- legan metnað. „Við erum undanfarið búin að vinna að faglegum grunni safnsins og erum að leggja inn fyrir framtíðina. Uppbygging ungs safns er eins og gróðurmold, hún verður að vera vel samsett.“ Hún sér fyrir sér fjölbreytt safn sem fólk hugsar hlýlega til og vill heimsækja. „Umframt allt er markmiðið að safnið miðli sögu hönnunar á þann hátt að gestir fari þaðan út með meiri þekkingu en þeir höfðu áður en þeir komu,“ segir Harpa. Gerbylting í Garðabæ Nýtt húsnæði Hönnunarsafns Ís- lands við Garðatorg er vatnaskil í starfsemi safnsins. Opnunarsýn- ingin nefnist „Úr hafi til hönnunar“. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Skór án hælkappa, Judith Orlishausen, Sviss, 2010. Kvenhattur úr laxaleðri, Jacques Le Corre, Frakklandi, 2004. Svört taska úr laxaleðri með bleiku minkaskinni, Kobenhagen Fur, Dan- mörku, 2010. Grænir skór úr karfaleðri með bandi og háum hæl, Donna Karan, Bandaríkj- unum, 2009. Gítartaska með karfaroði fyrir kampavínsflöskur, Karl Lagerfeld, 2007. Harpa Þórsdóttir for- stöðumaður Hönn- unarsafnsins Háhælastígvél úr laxaleðri með minnkaskinns- doppum, Koben- hagen Fur, Dan- mörku, 2010. Hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.