SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 24

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 24
24 30. maí 2010 hjónin erum að sættast við plötur sem við gerðum fyrir 30 árum. Við heyrum kannski gamalt lag með okkur í útvarpinu og segjum hvort við annað: Þetta er ekki eins slæmt og mig minnti!“ Þið hafið verið gift mjög lengi. Hver er lykillinn að góðu hjónabandi? „Við höfum ekki nennt að skilja! Nei, nei, þetta var grín! Annars, ég veit ekkert um þennan lykil. Okkur líður bara ágætlega saman. Í hjónabandi sem stendur í áratugi hlýtur ýmislegt að koma upp á. Það er ekki hægt annað, það er bara svoleiðis. Það er alltof mikið um að fólk hlaupi í sundur þegar vandamál koma upp í stað þess að leysa þau. Við Gaukur höfum leyst úr vandamálunum og erum ánægð saman.“ Þurfti ekki að sperra mig Hafðir þú mikinn metnað sem söngkona? „Ég hef aldrei kallað mig söngkonu, það eru aðrir sem hafa gert það. Ég kom fram á þeim tíma, 1967-69, þegar söngur var að breytast úr miklum söng yfir í þokkalegt raul. Sá söngstíll átti vel við mig, ég þurfti ekkert að sperra mig enda hefði það ekkert þýtt. Ég hef alltaf reynt að vanda mig, hvernig svo sem til hefur tekist. Hafði ég metnað? Ég vildi vissulega alltaf gera vel og reyndi það en ég var ekki að springa úr söngkonumetn- aði. Ég held að ég hafi tekið þessu öllu með mikilli ró. Þetta starf átti af einhverjum ástæðum ágætlega við mig. Það er engin ástæða til að verða vitlaus og fara að líta stórt á sig þótt maður rauli einhver lög á sviði eða syngi þau á plötu. Það má ekki gleyma því að söng- starfið er vinna og þegar maður stendur uppi á sviði er maður dálítið í sínum heimi. Fólkið í salnum er að skemmta sér og við sem erum á sviðinu erum í vinnunni. Þetta eru tveir ólíkir heimar.“ Þú varst mjög þekkt söngkona. Hvernig upplifðirðu frægðina? „Það var voða gaman! Ég er bara þakklát ef fólk þekkir mig. Mér finnst það hlýlegt á okkar litla landi þegar ókunnugt fólk heilsar manni eða víkur að manni góðri kveðju. Það er ekkert annað um það að segja.“ Þú varst að syngja á tíma þegar margar flinkar söngkonur nutu mikilla vinsælda og Ellý Vilhjálms kemur þar fyrst upp í hugann. Var rígur á milli ykkar söngkvennanna, vingjarnleg samkeppni eða kannski engin samkeppni? „Það var enginn rígur á milli söngkvenna. Enda var ekki hægt að vera í samkeppni við Ellý, hún var best og verður alltaf best. Ellý var alveg einstaklega músíkölsk, eins og Vilhjálmur, bróðir hennar, og var fljót að læra lög og texta. Hún hafði klassa. Var söngkona með stórum stöfum. Hún hefði getað sómt sér hvar sem var í heiminum. Maðurinn hennar, Svavar Gests, gaf út hljómplöturnar okkar Ólafs Gauks og við kynntumst þeim hjónum vel.“ S vanhildur Jakobsdóttir var á sínum tíma ein vinsælasta söngkona landsins og kom fram með eiginmanni sínum, Ólafi Gauki, og hljóm- sveit og söng inn á fjölda hljómplatna. Frá árinu 1987 hefur Svanhildur verið í vinnu hjá Rík- isútvarpinu sem þáttastjórnandi fjölmargra þátta. Nú sér hún um þáttinn Stefnumót, sem er vikulegur tón- listarþáttur þar sem flutt eru vinsæl dægurlög, gömul og ný. Þessi vinsæla söngkona er ekki tónlistarmenntuð og lærði aldrei söng. „Ég var einu sinni sett í það að læra á píanó, það gekk brösuglega, ég nennti því ekki og fannst það hundleiðinlegt,“ segir hún. „En mér fannst mjög gaman að syngja og sem ung stúlka kunni ég alla helstu dægurlagatexta. Söngkonuferillinn kom til vegna þess að ég kynntist Ólafi Gauki, 19 ára gömul. Hann var ásamt þeim Hrafni Pálssyni og Kristni Vilhelmssyni að stofna tríó í Þjóðleikhúskjallaranum og það vantaði stelpu í framlínuna. Það var komið að máli við mig þar sem ég vann í bókabúð Lárusar Blöndal í Vesturveri sem þá var. Ég kunni svo sem ekkert að syngja en var með gítarleikara mér við hlið sem sagði mér til. Ég var þæg stúlka og hlýddi því. Enda vissi Gaukur hvað hann var að gera, löngu orðinn landsfrægur hljóðfæraleikari. Ég var aldeilis hundheppin þar. Ég held reyndar að hann hafi líka verið heppinn að fá mig! Við þekktumst ekkert þegar við byrjuðum að vinna saman. Síðan eru mörg, mörg ár og við erum ennþá saman.“ Lukkuleg samvinna Var þetta ást við fyrstu sýn? „Nei, en mér líkaði strax ágætlega við hann. Við urð- um bestu vinir, það var alltaf gott að tala við hann og líka hægt að þegja með honum, sem er mikilvægt. Sam- bandið þróaðist og varð ástarsamband, sem var ekki ætlunin því hann var í hjónabandi þegar ég kynntist honum.“ Var þetta ekki erfitt? „Jú, mjög erfitt, ég myndi ekki ráðleggja neinum að fara í slíkt samband. Ég gerði það samt, var ung og vit- laus. Eða kannski var ég bara svona gáfuð. Ég held að hann hafi nú ekki verið mjög bundinn í þessu hjóna- bandi, þannig að það var ekki eins og ég væri að breyta miklu.“ Hvernig er að vinna svona náið með manninum sínum, eins og þú gerðir? „Við höfum alltaf verið mjög lukkuleg með þessa miklu samvinnu. Gaukur stjórnaði tónlistinni og ég gerði það sem gera þurfti í söngnum. Ég lærði líka á því að hlusta á sjálfa mig. Auðvitað nennir maður ekki alltaf að hlusta á sjálfan sig en maður verður að gera það ein- staka sinnum til að átta sig á því hvað má betur fara. Sjálf var ég aldrei alveg ánægð með mig. Ég vissi að það væri alltaf hægt að gera betur. Það er fyrst núna sem við Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Hef aldrei kallað mig söngkonu Svanhildur Jakobsdóttir var 19 ára þegar hún hóf söngfer- ilinn og varð skjótt ein af vinsælustu dægurlagasöngkonum landsins. Í viðtali ræðir hún um söngferilinn og samstarfið við eiginmanninn, Ólaf Gauk. Og svo hefur hún vitaskuld skoðun á framlagi Íslands í Evróvisjón.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.