SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 6
6 30. maí 2010 „Leiðtogar heimsins munu koma saman hjá Sameinuðu þjóðunum í september 2010 til að meta ár- angurinn af loforðunum, sem veitt voru um að bæta líf fátækra í heiminum með þúsaldarmarkmið- unum,“ skrifar Claudio Cordone, settur framkvæmdastjóri Am- nesty International, í formála að skýrslunni. „Samkvæmt fyrirliggj- andi gögnum erum við óraveg frá markmiðunum, sem áttu að nást fyrir 2015. Gjaldið fyrir að hafa brugðist svona er að hundruð milljóna manna hafa verið sviptar rétti sínum til að lifa með reisn – ekki bara til að njóta pólitískra réttinda sinna, heldur einnig að- gangi að mat, húsnæði, heilsu- gæslu, menntun og öryggi, sem varðveittur er í allsherjar- mannréttindayfirlýsingunni. Frelsi frá ótta, frelsi frá skorti – það er enn markmiðið.“ Cordone skrifar að finna verði leiðir til að draga hina brotlegu til ábyrgðar í hnattrænni heims- skipan, sem ekki tekur öll mann- réttindi til greina. Þörf sé á nýrri hugsun. Markmiðin megi ekki vera innantóm loforð og þegar ríki bregðist þurfi að vera skilvirkar leiðir til að bæta úr. Frelsi frá ótta, frelsi frá skorti Hælisleitendur frá Afríku bíða örlaga sinna á Kanaríeyjum. Reuters Í Kína og Íran er þeim, sem gagnrýna stjórn- völd varpað bak við lás og slá. Í Kongó er konum nauðgað á götum úti fyrir að mót- mæla. Á Gasasvæðinu kemst fárveikt fólk ekki undir læknishendur vegna hafta á ferðafrelsi. Þeir sem tala fyrir mannréttindum á borð við mál- frelsi í Rússlandi leggja líf sitt í hættu. Listinn er endalaus. Í nýrri ársskýrslu mannréttinda- samtakanna Amnesty International eru rakin mannréttindabrot, sem framin voru í 159 löndum árið 2009. Í 111 löndum af þessum 159 áttu sér stað pynt- ingar og misbeiting, í 96 landanna er takmarkað tjáningarfrelsi, réttarkerfið er í ólagi í 55 þeirra og í 61 landi nær réttvísin ekki til margra brotamanna. Í skýrslunni er rakið að milljónir manna lentu á hrakhólum vegna átaka og ofbeldis. 53 milljónir manna fóru undir fátæktarmörk og átti hrun á fjármálamörkuðum heimsins þar hlut að máli. Í löndum á borð við Saudi-Arabíu, Sýrland og Túnis getur verið dýrkeypt að gagnrýna stjórnvöld. Sama má segja um Kína þar sem andófsmenn eru fangelsaðir og ofsóttir. Í Xinjian, héraði Uighura, voru mótmæli farandverkamanna brotin á bak aftur með ofbeldi. Sumt virðist ekkert breytast. 2.100 pólitískir fangar eru í haldi í Búrma og Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, var dæmd í átján mánaða stofufangelsi til viðbótar eftir óréttlát réttarhöld. Amnesty International bendir á að í mörgum löndum Rómönsku-Ameríku hafi öryggissveitir myrt mörg hundruð manns og eru Brasilía, Ja- maíka, Kólumbía og Mexíkó nefnd sérstaklega. Milljónir manna í fátækustu byggðarlögum Róm- önsku-Ameríku og við Karíbahafið búi við ofríki ofbeldisfullra glæpagengja og kúgun spilltrar lög- reglu. Glæpagengin láti ekki staðar numið við eit- urlyfjamisferli, heldur ræni fólki og hneppi í ánauð án þess að yfirvöld skakki leikinn eða reyni að koma lögum yfir hina seku. Börn og konur eru í sérstakri hættu. Vesturlönd eru einnig gagnrýnd. Í Bandaríkj- unum séu brot gegn borgaralegum réttindum við- varandi í tengslum við baráttuna gegn hryðju- verkum. Í Evrópu sé fólki, sem leitar hælis, vísað til landa þar sem það geti átt yfir höfði sér fangelsi og pyntingar. Ríkisstjórnir eru gagnrýndar fyrir að halda að- eins mannréttindum á lofti þegar hentar. Amnesty International sakar þjóðirnar, sem sitja í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna, um að halda hlífiskildi yfir Ísraelum til að þeir verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir meinta stríðsglæpi og hugsanlega glæpi gegn mannkyni á Gasasvæðinu. Í skýrslunni er ekki aðeins talað um að halli á réttlætið í samskiptum borgaranna við stjórnvöld, heldur einnig í samskiptum þeirra við alþjóðleg fyrirtæki, sem færist í aukana að völdum og áhrif- um, en sæti sjaldnast ábyrgð. Þar segir að afnám regluverks og þörfin á erlendri fjárfestingu geri lítið úr því skjóli, sem lögin eigi að veita fólki. Við- skiptalífið hafi verið hnattvætt, en ekki réttvísin. Í skýrslunni segir að þó sé til bóta að valdhafar eigi nú yfir höfði sér að verða sóttir til saka. Hand- tökuskipan á hendur Omar al-Bashir, forseta Súd- ans, beri því vitni. Alþjóðaglæpadómstóllinn hafi loks látið að sér kveða. Morð, ofbeldi og pyntingar Árið 2009 voru mannréttinda- brot framin í 159 löndum Fátækt barn leitar á ruslahaug í Kambódíu. Rúmlega 50 milljónir manna fóru undir fátækramörk árið 2009. Reuters Friðargæsluliði í Kóngó. Þar hafa mannskæðustu átök frá seinni heimsstyrjöld átt sér stað. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is 111 ríki hafa undirritað sátt- málann um alþjóðaglæpa- dómstólinn. 81 ríki hefur ekki gert það. Af 20 helstu efna- hagsveldum heims hafa sex ekki undirritað sáttmálann. Samviskufangar sitja inni í að minnsta kosti 48 löndum. Tjáningarfrelsið er takmarkað í að minnsta kosti 96 löndum heims. Hnattvæðing réttvísi hæg Reuters Dómarar við glæpadómstólinn. www.noatun.is hvítasunnuhelgina Opið alla í Hamraborg, Austurveri og Nóatúni 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.